Frá þessu er greint í tilkynningu frá almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins. Skólahald á Austurlandi fellur að hluta niður og verða frekari upplýsingar sendar foreldrum og forráðamönnum.
Árborg tilkynnti fyrr í dag að stofnanir sveitarfélagsins verði lokaðar fram til klukkan 12 vegna veðurs og öllu skólahaldi í leik- og grunnskólum Akureyrarbæjar, sem og Tónlistarskólanum á Akureyri, hefur verið aflýst.
Skólahald á Hellu og Hvolsvelli hefur verið fellt niður en skólahald hefst á Akranesi klukkan tíu. Kennsla í Þjórsárskóla og Leikskólanum Leikholti í Skeiða og Gnúpverjahreppi fellur niður.
Einnig fer staðarnám ekki fram í byggingum Háskóla Íslands og hið sama á við um fjölda framhaldsskóla.
Röskun er á skólastarfi á fleiri stöðum um allt land og má gjarnan finna upplýsingar um það á vefsíðum sveitarfélaga. Einnig kemur það í hlut skólastjórnenda að tilkynna forráðamönnum um stöðu mála.