Hverjir eru þingmenn Sósíalista? Indriði Ingi Stefánsson skrifar 7. febrúar 2022 07:01 Í síðustu kosningum vöktu Sósíalistar verðskuldaða athygli. En árangurinn varð ekki sá sem útlit var fyrir og Sósíalistar fengu engan þingmann. Framboð þeirra hafði engu að síður þó nokkur áhrif á niðurstöður kosninga. Þingmenn Sósíalista eru í Framsókn og Sjálfstæðisflokki Þrátt fyrir að það sé óljóst hvort framboð Pírata eða Samfylkingar höfðuðu til kjósenda Sósíalista, mætti telja líklegt að framboð Framsóknar og Sjálfstæðisflokks gerðu það enn síður. Þó er það svo að ef atkvæði Sósíalista hefðu skipst jafnt milli Pírata og Samfylkingar hefði þingmönnum þeirra fjölgað um einn og tvo, á kostnað Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. En hvað ef Sósíalistar hefðu boði fram með Pírötum? Það er óljóst hvort Sósíalistar og Píratar hefðu áhuga á að vera undir sama listabókstaf en prófum að skoða hvað myndi gerast. Kosningalög leyfa sömu stjórnmálasamtökum að bjóða fram tvo lista í kjördæmi. Þetta hefði engu breytt um kjördæmakjörna þingmenn en þegar kæmi að úthlutun uppbótarmanna þá teldu atkvæði Sósíalista og Pírata saman. Vissulega væri enn sá veikleiki í kosningakerfinu að uppbótarmenn væru of fáir, en þá fengju Píratar einn uppbótarmann til viðbótar, og það sem meira er - einn af uppbótarþingmönnum Pírata kæmi af lista Sósíalista í Reykjavík Norður á kostnað Vinstri Grænna.. En hvað ef Sósíalistar hefðu boðið fram með Samfylkingu? Eins og í dæminu að ofan er óljóst hvort Sósíalistar og Samfylking hefðu áhuga á að bjóða fram undir sama listabókstaf. En prófum að setja upp sama dæmi. Nú bættust tveir þingmenn við hjá Samfylkingu sem kæmu frá Pírötum og Vinstri grænum, en í þetta skiptið fengi Samfylkingin alla þingmennina. Fleiri dæmi Hefðu Flokkur fólksins og Dögun gert með sér kosningabandalag árið 2016 hefði það tryggt þessum flokkum uppbótarþingmenn sem hefðu varla orðið færri en þrír. Árið 2013 voru sex flokkar með samanlagt 11,4% fylgi sem hefðu sópað til sín uppbótarþingmönnum. Flestir hefðu væntanlega skilað sér til Dögunar, Flokks heimilanna og Lýðræðisvaktarinnar. Það er engin leið að spá fyrir um hvaða áhrif þetta hefði haft en ljóst er að þau hefðu verið töluverð í störfum Alþingis. En hvað með sveitarstjórnarkosningar? Úthlutun uppbótarþingsæta er ætlað að tempra áhrif kjördæmakerfisins en í sveitarstjórnarkosningum koma afleiðingar kosningakerfisins að fullu fram. Þar er vel mögulegt að ná hreinum meirihluta með minnihluta atkvæða. Árið 2018 náði Sjálfstæðisflokkurinn á Seltjarnarnesi hreinum meirihluta með 46,3% atkvæða. Í tilfellum Grindavíkur, Borgarbyggðar, Vestmannaeyja, Árborgar, Mosfellsbæjar, Kópavogs og Hafnarfjarðar voru listar með á bilinu 33-38% atkvæða sem eru einum fulltrúa frá meirihluta, og því í oddastöðu við myndun meirihluta. Það er afar brýnt að við tökum þennan lýðræðishalla alvarlega; til dæmis með því að fjölga kjörnum fulltrúum svo að fleiri framboð nái árangri, og breyta reiknireglum kosningakerfisins til að draga úr þessum yfirburðum stærri flokkanna. Í mörgum nágrannalöndum er þegar búið að gera slíkar breytingar, við værum því svo sannarlega ekki að finna upp hjólið, heldur aðeins að auka vægi vilja kjósenda. Svo er ekki úr vegi að hvetja minni framboð til, samvinnu hver veit nema það gæti skilað árangri. Höfundur er varaþingmaður Pírata Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Indriði Stefánsson Píratar Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í síðustu kosningum vöktu Sósíalistar verðskuldaða athygli. En árangurinn varð ekki sá sem útlit var fyrir og Sósíalistar fengu engan þingmann. Framboð þeirra hafði engu að síður þó nokkur áhrif á niðurstöður kosninga. Þingmenn Sósíalista eru í Framsókn og Sjálfstæðisflokki Þrátt fyrir að það sé óljóst hvort framboð Pírata eða Samfylkingar höfðuðu til kjósenda Sósíalista, mætti telja líklegt að framboð Framsóknar og Sjálfstæðisflokks gerðu það enn síður. Þó er það svo að ef atkvæði Sósíalista hefðu skipst jafnt milli Pírata og Samfylkingar hefði þingmönnum þeirra fjölgað um einn og tvo, á kostnað Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. En hvað ef Sósíalistar hefðu boði fram með Pírötum? Það er óljóst hvort Sósíalistar og Píratar hefðu áhuga á að vera undir sama listabókstaf en prófum að skoða hvað myndi gerast. Kosningalög leyfa sömu stjórnmálasamtökum að bjóða fram tvo lista í kjördæmi. Þetta hefði engu breytt um kjördæmakjörna þingmenn en þegar kæmi að úthlutun uppbótarmanna þá teldu atkvæði Sósíalista og Pírata saman. Vissulega væri enn sá veikleiki í kosningakerfinu að uppbótarmenn væru of fáir, en þá fengju Píratar einn uppbótarmann til viðbótar, og það sem meira er - einn af uppbótarþingmönnum Pírata kæmi af lista Sósíalista í Reykjavík Norður á kostnað Vinstri Grænna.. En hvað ef Sósíalistar hefðu boðið fram með Samfylkingu? Eins og í dæminu að ofan er óljóst hvort Sósíalistar og Samfylking hefðu áhuga á að bjóða fram undir sama listabókstaf. En prófum að setja upp sama dæmi. Nú bættust tveir þingmenn við hjá Samfylkingu sem kæmu frá Pírötum og Vinstri grænum, en í þetta skiptið fengi Samfylkingin alla þingmennina. Fleiri dæmi Hefðu Flokkur fólksins og Dögun gert með sér kosningabandalag árið 2016 hefði það tryggt þessum flokkum uppbótarþingmenn sem hefðu varla orðið færri en þrír. Árið 2013 voru sex flokkar með samanlagt 11,4% fylgi sem hefðu sópað til sín uppbótarþingmönnum. Flestir hefðu væntanlega skilað sér til Dögunar, Flokks heimilanna og Lýðræðisvaktarinnar. Það er engin leið að spá fyrir um hvaða áhrif þetta hefði haft en ljóst er að þau hefðu verið töluverð í störfum Alþingis. En hvað með sveitarstjórnarkosningar? Úthlutun uppbótarþingsæta er ætlað að tempra áhrif kjördæmakerfisins en í sveitarstjórnarkosningum koma afleiðingar kosningakerfisins að fullu fram. Þar er vel mögulegt að ná hreinum meirihluta með minnihluta atkvæða. Árið 2018 náði Sjálfstæðisflokkurinn á Seltjarnarnesi hreinum meirihluta með 46,3% atkvæða. Í tilfellum Grindavíkur, Borgarbyggðar, Vestmannaeyja, Árborgar, Mosfellsbæjar, Kópavogs og Hafnarfjarðar voru listar með á bilinu 33-38% atkvæða sem eru einum fulltrúa frá meirihluta, og því í oddastöðu við myndun meirihluta. Það er afar brýnt að við tökum þennan lýðræðishalla alvarlega; til dæmis með því að fjölga kjörnum fulltrúum svo að fleiri framboð nái árangri, og breyta reiknireglum kosningakerfisins til að draga úr þessum yfirburðum stærri flokkanna. Í mörgum nágrannalöndum er þegar búið að gera slíkar breytingar, við værum því svo sannarlega ekki að finna upp hjólið, heldur aðeins að auka vægi vilja kjósenda. Svo er ekki úr vegi að hvetja minni framboð til, samvinnu hver veit nema það gæti skilað árangri. Höfundur er varaþingmaður Pírata
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar