Vorum ekkert að reyna standa í vegi fyrir honum Þorsteinn Hjálmsson skrifar 6. febrúar 2022 21:15 Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals. Vísir/Hulda Margrét Valur sigraði Víking 33-19 í kvöld í Olís-deild karla í handbolta. Með sigrinum komu Valsmenn sér upp í annað sæti deildarinnar. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals var ánægður að leik loknum. „Stórsigur, öruggur sigur. Ánægður með mitt lið. Það tók smá tíma að brjóta þá á bak aftur, en vorum með gott forskot í hálfleik og rúlluðum vel á liðinu. Samt alltaf erfitt svona að byrja eftir langa pásu. Janúar, eins og hjá mörgum öðrum liðum verið skrautlegur út af COVID og öðru. Við misstum menn til Ungverjalands og annað slíkt. Það hefur verið erfitt að púsla þessu saman. Ég er ánægður hvernig við tækluðum þennan leik.“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals segir gríðarlega gott að fá Róbert Aron Horstet aftur inn í liðið eftir aðgerð sem hann fór í síðasta haust, sérstaklega eftir brotthvarf Tuma Steins Rúnarssonar út í atvinnumennsku. „Hann var náttúrulega bara að spila vörn í dag og tók hraðaupphlaupin. Við erum bara svona að reyna, eða bara gera þetta í þeim skrefum sem við eigum að gera í samráði við sjúkraþjálfara og annað. Hann er bara á fínu róli, getur kannski ekki alveg beitt sér 100 prósent sóknarlega en það er bara allt í lagi. Þetta tekur bara sinn tíma. Hann er á réttri leið. Það er gríðarlega gott að fá hann bara inn í varnarleikinn, hann er einn af betri varnarmönnum deildarinnar og styrkir okkur klárlega þar. Tumi er farinn við þurfum bara aðeins að finna riðmann í því. Hann var lykilleikmaður hjá okkur, það tekur alltaf smá tíma til að púsla hlutunum saman eftir að hafa misst leikmann. Við finnum út úr því.“ Aðspurður hvort félagsskipti Tuma Steins Rúnarssonar hafi borið brátt að, þá hafði Snorri Steinn þetta að segja. „Þegar þú missir leikmann í janúar, lykilmann, þá ber það yfirleitt brátt að. Það var bara lið út í Þýskalandi sem sýndi honum áhuga og hann var mjög spenntur fyrir því. Við vorum ekkert að reyna standa í vegi fyrir honum, ég vildi ekkert missa hann en ég vildi heldur ekkert taka þetta tækifæri frá honum. Honum leist vel á það og Valur fékk einhverja greiðslu fyrir. Já, við reyndum klárlega að fara fá leikmenn, en það gekk því miður ekki eftir.“ Valmenn fara til Vestmannaeyja um næstu helgi og lýst Snorra Steini Guðjónssyni, þjálfara Vals vel á það einvígi. „Bara eins og flestir leikir, bara vel. Erfitt að fara til eyja alltaf en gaman líka. Gott að vera komnir á stað aftur eftir langa pásu og janúar er yfirleitt rosalega leiðinlegur, svona æfingalega séð, nema þegar við vorum í Tókýó, það var mjög fínt. Við erum bara brattir.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Valur Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fleiri fréttir Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sjá meira
„Stórsigur, öruggur sigur. Ánægður með mitt lið. Það tók smá tíma að brjóta þá á bak aftur, en vorum með gott forskot í hálfleik og rúlluðum vel á liðinu. Samt alltaf erfitt svona að byrja eftir langa pásu. Janúar, eins og hjá mörgum öðrum liðum verið skrautlegur út af COVID og öðru. Við misstum menn til Ungverjalands og annað slíkt. Það hefur verið erfitt að púsla þessu saman. Ég er ánægður hvernig við tækluðum þennan leik.“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals segir gríðarlega gott að fá Róbert Aron Horstet aftur inn í liðið eftir aðgerð sem hann fór í síðasta haust, sérstaklega eftir brotthvarf Tuma Steins Rúnarssonar út í atvinnumennsku. „Hann var náttúrulega bara að spila vörn í dag og tók hraðaupphlaupin. Við erum bara svona að reyna, eða bara gera þetta í þeim skrefum sem við eigum að gera í samráði við sjúkraþjálfara og annað. Hann er bara á fínu róli, getur kannski ekki alveg beitt sér 100 prósent sóknarlega en það er bara allt í lagi. Þetta tekur bara sinn tíma. Hann er á réttri leið. Það er gríðarlega gott að fá hann bara inn í varnarleikinn, hann er einn af betri varnarmönnum deildarinnar og styrkir okkur klárlega þar. Tumi er farinn við þurfum bara aðeins að finna riðmann í því. Hann var lykilleikmaður hjá okkur, það tekur alltaf smá tíma til að púsla hlutunum saman eftir að hafa misst leikmann. Við finnum út úr því.“ Aðspurður hvort félagsskipti Tuma Steins Rúnarssonar hafi borið brátt að, þá hafði Snorri Steinn þetta að segja. „Þegar þú missir leikmann í janúar, lykilmann, þá ber það yfirleitt brátt að. Það var bara lið út í Þýskalandi sem sýndi honum áhuga og hann var mjög spenntur fyrir því. Við vorum ekkert að reyna standa í vegi fyrir honum, ég vildi ekkert missa hann en ég vildi heldur ekkert taka þetta tækifæri frá honum. Honum leist vel á það og Valur fékk einhverja greiðslu fyrir. Já, við reyndum klárlega að fara fá leikmenn, en það gekk því miður ekki eftir.“ Valmenn fara til Vestmannaeyja um næstu helgi og lýst Snorra Steini Guðjónssyni, þjálfara Vals vel á það einvígi. „Bara eins og flestir leikir, bara vel. Erfitt að fara til eyja alltaf en gaman líka. Gott að vera komnir á stað aftur eftir langa pásu og janúar er yfirleitt rosalega leiðinlegur, svona æfingalega séð, nema þegar við vorum í Tókýó, það var mjög fínt. Við erum bara brattir.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Valur Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fleiri fréttir Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sjá meira