Valsmenn unnu Reykjavíkurmótið annað árið í röð | Pedersen skoraði þrennu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. febrúar 2022 15:54 Patrick Pedersen skoraði þrennu í öruggum sigri Valmanna í dag. Vísir/Hulda Margrét Valsmenn fögnuðu sigri er liðið tók á móti KR í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins í fótbolta á Origo-vellinum í dag. KR-ingar komust yfir snemma leiks, en þrenna frá Patrick Pedersen í síðari hálfleik tryggði Valsmönnum 4-1 sigur. KR-ingar byrjuðu betur og uppskáru mark fyrir vikið á 18. mínútu leiksins. Þar var að verki Kristján Flóki Finnbogason eftir fyrirgjöf frá Stefáni Árna Geirssyni. Valsmenn virtust vakna almennilega við að fá þetta mark á sig og á 25. mínútu átti liðið skot í slá og fimm mínútum síðar björguðu KR-ingar á línu eftir skot frá Patrick Pedersen. Í millitíðinni þurfi Andri Alphonsson að fara af velli vegna meiðsla og í hans stað kom Guðmundur Andri Tryggvason inn á völlinn. Í beinni textalýsingu á Fótbolti.net kom fram að Andri hafi verið borinn af velli á sjúkrabörum, en ekki var vitað hversu alvarleg meiðslin voru. Guðmundur var ekki búinn að vera í nema um eina mínútu á vellinum þegar hann skoraði fyrsta mark Valsmanna gegn uppeldisfélagi sínu. Staðan var því 1-1 þegar flautað var til hálfleiks, en þegar rétt rúmur klukkutími var liðinn af leiknum var komið að Patrick Pedersen. Hann kom Valsmönnum yfir á 61. mínútu eftir stoðsendingu frá Orra Hrafni Kjartanssyni og skoraði sitt annað mark rétt rúmum tíu mínútum síðar. Hann fullkomnaði svo þrennu sína þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka og tryggði Valsmönnum um leið 4-1 sigur. Það voru því Valsarar sem fögnuðu sigri á Reykjavíkurmótinu annað árið í röð, en KR-ingar þurfa að sætta sig við annað sætið. Íslenski boltinn Valur KR Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira
KR-ingar byrjuðu betur og uppskáru mark fyrir vikið á 18. mínútu leiksins. Þar var að verki Kristján Flóki Finnbogason eftir fyrirgjöf frá Stefáni Árna Geirssyni. Valsmenn virtust vakna almennilega við að fá þetta mark á sig og á 25. mínútu átti liðið skot í slá og fimm mínútum síðar björguðu KR-ingar á línu eftir skot frá Patrick Pedersen. Í millitíðinni þurfi Andri Alphonsson að fara af velli vegna meiðsla og í hans stað kom Guðmundur Andri Tryggvason inn á völlinn. Í beinni textalýsingu á Fótbolti.net kom fram að Andri hafi verið borinn af velli á sjúkrabörum, en ekki var vitað hversu alvarleg meiðslin voru. Guðmundur var ekki búinn að vera í nema um eina mínútu á vellinum þegar hann skoraði fyrsta mark Valsmanna gegn uppeldisfélagi sínu. Staðan var því 1-1 þegar flautað var til hálfleiks, en þegar rétt rúmur klukkutími var liðinn af leiknum var komið að Patrick Pedersen. Hann kom Valsmönnum yfir á 61. mínútu eftir stoðsendingu frá Orra Hrafni Kjartanssyni og skoraði sitt annað mark rétt rúmum tíu mínútum síðar. Hann fullkomnaði svo þrennu sína þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka og tryggði Valsmönnum um leið 4-1 sigur. Það voru því Valsarar sem fögnuðu sigri á Reykjavíkurmótinu annað árið í röð, en KR-ingar þurfa að sætta sig við annað sætið.
Íslenski boltinn Valur KR Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira