Keahótel ætla í sókn á Sigló Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 4. febrúar 2022 22:33 Sigló Hótel er nýjasta hótel í keðju Keahótela. vísir Keahótel hafa tekið við rekstri Sigló Hótels og allri tengdri starfsemi þess á Siglufirði. Hótelið er þar með orðið að níunda hótelinu í keðju fyrirtækisins. Framkvæmdastjóri hennar segir bjarta tíma vera fram undan í ferðaþjónustu á Íslandi. Það var athafnamaðurinn Róbert Guðfinnsson sem stofnaði hótelið og hefur undanfarin ár staðið í umfangsmikilli ferðaþjónustustarfsemi á Siglufirði. Hann ákvað þó í haust að setja hana alla á sölu og í morgun skrifuðu Keahótel síðan undir leigusamning á öllum rekstrinum til næstu 17 ára. Þar undir eru hótelið sjálft, Sigló gistiheimili og veitingastaðirnir veitingastaðirnir Sunna, Rauðka og Hannes Boy. Róbert segir gríðarlega umbrotatíma fram undan í ferðaþjónustu á Íslandi. „Það sem er að gerast er það að þessi grein mun þurfa að fara öll í uppstokkun. Mörg fyrirtæki eru verulega löskuð eftir það sem undan hefur gengið síðustu tvö ár. En hér eru tvö fyrirtæki að leiða saman hesta sína til að fara að takast á við þá umbreytingu sem býður okkar,“ segir Róbert. Róbert Guðfinnsson athafnamaður hefur staðið að mikilli uppbyggingu á Siglufirði síðustu ár.Vísir/Egill Hann treystir Keahótelum vel fyrir rekstri hótelsins næstu 17 árin. „Ég held að framtíð Sigló hótels verði tryggð þannig að þeir verði í sóknarliðinu og það munu verða margir aðrir sem fara í endurskipulagningu og við vildum bara vera með þeim fyrstu. Við ætlum að tryggja það að við verðum í sigurliðinu,“ segir Róbert. Bjart fram undan Framkvæmdastjóri Keahótela segir að hótelið verði nú samtengt rekstri annarra hótela fyrirtækisins. Markmiðið sé að efla ferðaþjónustu á Siglufirði enn frekar sem hefur verið í mikilli uppsveiflu síðustu árin og komið furðu vel út úr heimsfaraldrinum. Aron Pálsson, María Elín Sigurbjörnsdóttir, Róbert Guðfinnsson og Páll L. Sigurjónsson.Aðsend „Já, alveg klárlega. Alveg klárlega. Eins og ég segi það er búið að vinna mikið og gott starf hérna. Innviðirnir eru orðnir mjög góðir. Hótelið er orðið bara nokkuð vel þekkt og við ætlum að halda áfram á þessari braut sem hefur verið rudd,“ segir Páll L. Sigurjónsson, forstjóri Keahótela. Enn bjartari tímar séu fram undan nú þegar faraldurinn virðist vera að klárast. „Já, ég er mjög bjartsýnn. Þetta er allt að lifna við.“ Fjallabyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira
Það var athafnamaðurinn Róbert Guðfinnsson sem stofnaði hótelið og hefur undanfarin ár staðið í umfangsmikilli ferðaþjónustustarfsemi á Siglufirði. Hann ákvað þó í haust að setja hana alla á sölu og í morgun skrifuðu Keahótel síðan undir leigusamning á öllum rekstrinum til næstu 17 ára. Þar undir eru hótelið sjálft, Sigló gistiheimili og veitingastaðirnir veitingastaðirnir Sunna, Rauðka og Hannes Boy. Róbert segir gríðarlega umbrotatíma fram undan í ferðaþjónustu á Íslandi. „Það sem er að gerast er það að þessi grein mun þurfa að fara öll í uppstokkun. Mörg fyrirtæki eru verulega löskuð eftir það sem undan hefur gengið síðustu tvö ár. En hér eru tvö fyrirtæki að leiða saman hesta sína til að fara að takast á við þá umbreytingu sem býður okkar,“ segir Róbert. Róbert Guðfinnsson athafnamaður hefur staðið að mikilli uppbyggingu á Siglufirði síðustu ár.Vísir/Egill Hann treystir Keahótelum vel fyrir rekstri hótelsins næstu 17 árin. „Ég held að framtíð Sigló hótels verði tryggð þannig að þeir verði í sóknarliðinu og það munu verða margir aðrir sem fara í endurskipulagningu og við vildum bara vera með þeim fyrstu. Við ætlum að tryggja það að við verðum í sigurliðinu,“ segir Róbert. Bjart fram undan Framkvæmdastjóri Keahótela segir að hótelið verði nú samtengt rekstri annarra hótela fyrirtækisins. Markmiðið sé að efla ferðaþjónustu á Siglufirði enn frekar sem hefur verið í mikilli uppsveiflu síðustu árin og komið furðu vel út úr heimsfaraldrinum. Aron Pálsson, María Elín Sigurbjörnsdóttir, Róbert Guðfinnsson og Páll L. Sigurjónsson.Aðsend „Já, alveg klárlega. Alveg klárlega. Eins og ég segi það er búið að vinna mikið og gott starf hérna. Innviðirnir eru orðnir mjög góðir. Hótelið er orðið bara nokkuð vel þekkt og við ætlum að halda áfram á þessari braut sem hefur verið rudd,“ segir Páll L. Sigurjónsson, forstjóri Keahótela. Enn bjartari tímar séu fram undan nú þegar faraldurinn virðist vera að klárast. „Já, ég er mjög bjartsýnn. Þetta er allt að lifna við.“
Fjallabyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira