Keahótel ætla í sókn á Sigló Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 4. febrúar 2022 22:33 Sigló Hótel er nýjasta hótel í keðju Keahótela. vísir Keahótel hafa tekið við rekstri Sigló Hótels og allri tengdri starfsemi þess á Siglufirði. Hótelið er þar með orðið að níunda hótelinu í keðju fyrirtækisins. Framkvæmdastjóri hennar segir bjarta tíma vera fram undan í ferðaþjónustu á Íslandi. Það var athafnamaðurinn Róbert Guðfinnsson sem stofnaði hótelið og hefur undanfarin ár staðið í umfangsmikilli ferðaþjónustustarfsemi á Siglufirði. Hann ákvað þó í haust að setja hana alla á sölu og í morgun skrifuðu Keahótel síðan undir leigusamning á öllum rekstrinum til næstu 17 ára. Þar undir eru hótelið sjálft, Sigló gistiheimili og veitingastaðirnir veitingastaðirnir Sunna, Rauðka og Hannes Boy. Róbert segir gríðarlega umbrotatíma fram undan í ferðaþjónustu á Íslandi. „Það sem er að gerast er það að þessi grein mun þurfa að fara öll í uppstokkun. Mörg fyrirtæki eru verulega löskuð eftir það sem undan hefur gengið síðustu tvö ár. En hér eru tvö fyrirtæki að leiða saman hesta sína til að fara að takast á við þá umbreytingu sem býður okkar,“ segir Róbert. Róbert Guðfinnsson athafnamaður hefur staðið að mikilli uppbyggingu á Siglufirði síðustu ár.Vísir/Egill Hann treystir Keahótelum vel fyrir rekstri hótelsins næstu 17 árin. „Ég held að framtíð Sigló hótels verði tryggð þannig að þeir verði í sóknarliðinu og það munu verða margir aðrir sem fara í endurskipulagningu og við vildum bara vera með þeim fyrstu. Við ætlum að tryggja það að við verðum í sigurliðinu,“ segir Róbert. Bjart fram undan Framkvæmdastjóri Keahótela segir að hótelið verði nú samtengt rekstri annarra hótela fyrirtækisins. Markmiðið sé að efla ferðaþjónustu á Siglufirði enn frekar sem hefur verið í mikilli uppsveiflu síðustu árin og komið furðu vel út úr heimsfaraldrinum. Aron Pálsson, María Elín Sigurbjörnsdóttir, Róbert Guðfinnsson og Páll L. Sigurjónsson.Aðsend „Já, alveg klárlega. Alveg klárlega. Eins og ég segi það er búið að vinna mikið og gott starf hérna. Innviðirnir eru orðnir mjög góðir. Hótelið er orðið bara nokkuð vel þekkt og við ætlum að halda áfram á þessari braut sem hefur verið rudd,“ segir Páll L. Sigurjónsson, forstjóri Keahótela. Enn bjartari tímar séu fram undan nú þegar faraldurinn virðist vera að klárast. „Já, ég er mjög bjartsýnn. Þetta er allt að lifna við.“ Fjallabyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Sjá meira
Það var athafnamaðurinn Róbert Guðfinnsson sem stofnaði hótelið og hefur undanfarin ár staðið í umfangsmikilli ferðaþjónustustarfsemi á Siglufirði. Hann ákvað þó í haust að setja hana alla á sölu og í morgun skrifuðu Keahótel síðan undir leigusamning á öllum rekstrinum til næstu 17 ára. Þar undir eru hótelið sjálft, Sigló gistiheimili og veitingastaðirnir veitingastaðirnir Sunna, Rauðka og Hannes Boy. Róbert segir gríðarlega umbrotatíma fram undan í ferðaþjónustu á Íslandi. „Það sem er að gerast er það að þessi grein mun þurfa að fara öll í uppstokkun. Mörg fyrirtæki eru verulega löskuð eftir það sem undan hefur gengið síðustu tvö ár. En hér eru tvö fyrirtæki að leiða saman hesta sína til að fara að takast á við þá umbreytingu sem býður okkar,“ segir Róbert. Róbert Guðfinnsson athafnamaður hefur staðið að mikilli uppbyggingu á Siglufirði síðustu ár.Vísir/Egill Hann treystir Keahótelum vel fyrir rekstri hótelsins næstu 17 árin. „Ég held að framtíð Sigló hótels verði tryggð þannig að þeir verði í sóknarliðinu og það munu verða margir aðrir sem fara í endurskipulagningu og við vildum bara vera með þeim fyrstu. Við ætlum að tryggja það að við verðum í sigurliðinu,“ segir Róbert. Bjart fram undan Framkvæmdastjóri Keahótela segir að hótelið verði nú samtengt rekstri annarra hótela fyrirtækisins. Markmiðið sé að efla ferðaþjónustu á Siglufirði enn frekar sem hefur verið í mikilli uppsveiflu síðustu árin og komið furðu vel út úr heimsfaraldrinum. Aron Pálsson, María Elín Sigurbjörnsdóttir, Róbert Guðfinnsson og Páll L. Sigurjónsson.Aðsend „Já, alveg klárlega. Alveg klárlega. Eins og ég segi það er búið að vinna mikið og gott starf hérna. Innviðirnir eru orðnir mjög góðir. Hótelið er orðið bara nokkuð vel þekkt og við ætlum að halda áfram á þessari braut sem hefur verið rudd,“ segir Páll L. Sigurjónsson, forstjóri Keahótela. Enn bjartari tímar séu fram undan nú þegar faraldurinn virðist vera að klárast. „Já, ég er mjög bjartsýnn. Þetta er allt að lifna við.“
Fjallabyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Sjá meira