Þungavigtin: Mómentið er núna fyrir Dag Sig að taka við íslenska landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. febrúar 2022 10:01 Þungavigtin Guðmundur Guðmundsson gerði frábæra hluti með íslenska handboltalandsliðið á Evrópumótinu í síðasta mánuði en hann er ekki kominn með nýjan samning. Landsliðsþjálfarastaðan var til umræðu í nýjasta þættinum af Þungavigtinni þar sem Seinni bylgju sérfræðingurinn Theódór Ingi Pálmason var gestur þáttarins. Samningur Guðmundar Guðmundsson rennur út í sumar og hann vildi sjálfur lítið ræða framhaldið í viðtölum við fjölmiðla eftir EM en það leit þannig út að boltinn væri hjá Handboltasambandinu. Þungavigtin fór yfir þetta mál en þeir Ríkharð Óskar Guðnason og Mikael Nikulásson fengu góðan gest. Teddi Ponza hefur nefnilega sterka skoðun á því hver eigi að taka við íslenska handboltalandsliðinu sem er lið framtíðarinnar ef marka má frammistöðu ungu leikmannanna á EM. „Ef ég ætti að velja mann fyrir þetta landslið þá væri það Dagur Sigurðsson,“ sagði Theódór Ingi Pálmason eða Teddi Ponza eins og hann er oft kallaður. „Það væri náttúrulega langbesti kosturinn fyrir okkur ef Gummi væri ekki áfram. Jafnvel væri bara besti kosturinn til að breyta aðeins til,“ sagði Mikael Nikulásson. Klippa: Þungavigtin: Dagur Sigurðsson og íslenska landsliðsþjálfarastarfið „Eins og með hann að þá hefur honum verið boðið þetta áður og hann hafnaði þessu árið 2008. Þá var hann 35 ára og ég held að þetta hafi alveg verið góð ákvörðun hjá honum þá. Ég held að það sé alveg draumur hjá honum að á einhverjum tímapunkti vilji hann þjálfar íslenska landsliðið,“ sagði Theódór. „Ég er nokkuð viss um það og ef það er rétt hjá mér þá er þetta mómentið að taka við íslenska landsliðinu. Þú ert með frábæra aldurssamsetningu í liðinu. Elstu leikmennirnir ef við tökum Bjögga út úr þessu þá ertu með Aron, Bjarka og Óla Guðmunds. Þetta eru strákar sem eru rétt rúmlega þrítugir. Kjarninn þess utan er í kringum 25 ára aldurinn,“ sagði Theódór. „Svo erum við með Gísla Þorgeir, Viktor Gísla og Hauk Þrastar sem eru rétt rúmlega tvítugir. Þetta er hópur sem getur gert flotta hluti næstu þrjú til fjögur árin. Ef að Dagur Sigurðsson hefur áhuga á því að þjálfa íslenska landsliðið þá myndi ég segja að mómentið væri núna,“ sagði Theódór. Það má nálgast allan þáttinn af Þungavigtinni á Spotify, Apple Podcasts og Tal.is/vigtin. Þungavigtin Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn „Við viljum meira“ Fótbolti KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Fleiri fréttir „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Eigandi Cowboys gerir stjörnurnar sínar brjálaðar Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Víðir fór holu í höggi Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Sjá meira
Samningur Guðmundar Guðmundsson rennur út í sumar og hann vildi sjálfur lítið ræða framhaldið í viðtölum við fjölmiðla eftir EM en það leit þannig út að boltinn væri hjá Handboltasambandinu. Þungavigtin fór yfir þetta mál en þeir Ríkharð Óskar Guðnason og Mikael Nikulásson fengu góðan gest. Teddi Ponza hefur nefnilega sterka skoðun á því hver eigi að taka við íslenska handboltalandsliðinu sem er lið framtíðarinnar ef marka má frammistöðu ungu leikmannanna á EM. „Ef ég ætti að velja mann fyrir þetta landslið þá væri það Dagur Sigurðsson,“ sagði Theódór Ingi Pálmason eða Teddi Ponza eins og hann er oft kallaður. „Það væri náttúrulega langbesti kosturinn fyrir okkur ef Gummi væri ekki áfram. Jafnvel væri bara besti kosturinn til að breyta aðeins til,“ sagði Mikael Nikulásson. Klippa: Þungavigtin: Dagur Sigurðsson og íslenska landsliðsþjálfarastarfið „Eins og með hann að þá hefur honum verið boðið þetta áður og hann hafnaði þessu árið 2008. Þá var hann 35 ára og ég held að þetta hafi alveg verið góð ákvörðun hjá honum þá. Ég held að það sé alveg draumur hjá honum að á einhverjum tímapunkti vilji hann þjálfar íslenska landsliðið,“ sagði Theódór. „Ég er nokkuð viss um það og ef það er rétt hjá mér þá er þetta mómentið að taka við íslenska landsliðinu. Þú ert með frábæra aldurssamsetningu í liðinu. Elstu leikmennirnir ef við tökum Bjögga út úr þessu þá ertu með Aron, Bjarka og Óla Guðmunds. Þetta eru strákar sem eru rétt rúmlega þrítugir. Kjarninn þess utan er í kringum 25 ára aldurinn,“ sagði Theódór. „Svo erum við með Gísla Þorgeir, Viktor Gísla og Hauk Þrastar sem eru rétt rúmlega tvítugir. Þetta er hópur sem getur gert flotta hluti næstu þrjú til fjögur árin. Ef að Dagur Sigurðsson hefur áhuga á því að þjálfa íslenska landsliðið þá myndi ég segja að mómentið væri núna,“ sagði Theódór. Það má nálgast allan þáttinn af Þungavigtinni á Spotify, Apple Podcasts og Tal.is/vigtin.
Þungavigtin Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn „Við viljum meira“ Fótbolti KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Fleiri fréttir „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Eigandi Cowboys gerir stjörnurnar sínar brjálaðar Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Víðir fór holu í höggi Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Sjá meira