Umfjöllun og viðtöl: Vestri – Valur 70-95| Vestri aðeins of fámennir til að standa í Val Ragnar Heiðar Sigtryggsson skrifar 3. febrúar 2022 22:45 Valsmenn unnu góðan sigur á Vestra í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Vestri og Valur mættust á Ísafirði í kvöld í Subway-deild karla. Eftir fjörugan fyrsta leikhluta þar sem leikar voru jafnir, 24-24, þá tók Valur að sigla fram úr Vestra og hafði á endanum 25 stiga sigur upp úr krafsinu 95-70. Það byrjaði ekki vel dagurinn fyrir valsarana sem fengu tæplega tveggja tíma flugferð til Ísafjarðar í dag, ferð sem alla jafna tekur 35 mínútur, það sat þó ekki lengi í mönnum enda fengu þeir að hringsóla í djúpinu og njóta fegurðarinnar þar. Eftir skemmtilegan fyrsta leikhluta, sem fór 24-24 eftir að Valur hafði náð í tíu stiga forskot um miðbik leikhlutans, þá tók Valur völdin á vellinum og sýndu mátt sinn og megin. Vestri skorar aðeins tólf stig í öðrum leikhluta á meðan Valur bætir í og gerir einu meira en í þeim fyrsta. Sama er upp á teningnum í þeim þriðja og sigur Vals aldrei í hættu en í fjórða leikhluta gaf Valur aðeins eftir og settu Vestramenn niður 22 stig. Enduðu leikar eins og áður sagði 70-95 fyrir Val sem fara sáttir upp á hótel og bíða færist á að fljúga heim. Af hverju vann Valur? Gæði í leikmönnum Vals sem og þunnskipaðir Vestramenn sem áttu fá svör við flottum leik Valsmanna. Hverjir stóðu upp úr? Pavel var stórkostlegur í kvöld með 38 framlagspunkta og tvöfalda tvennu en hann tók 21 frákast og gaf þrettán stoðsendingar, Acox var einnig með tvöfalda tvennu þar sem hann skoraði tíu stig og tók fjórtán fráköst. Hvað gekk illa? Bekkurinn hjá Vestra er orðinn frekar þunnskipaður og komu núll stig frá honum í kvöld. Það mæðir mikið á byrjunarliðinu og erfitt þegar hópurinn er orðinn lítill og reynsluminni menn ná ekki að skila stigum. Hvað gerist næst? Það er spilað hratt þessa dagana og fara Vestamenn norður á Akureyri mánudaginn næstkomandi þar sem þeir mæta Þór sem eru í neðsta sætinu. Leikur sem skiptir miklu máli fyrir Vestra ef þeir ætla að reyna koma sér nær Breiðablik og úr fallsæti. Valur fær aftur á móti KR í heimsókn sama kvöld og má vænta þess að þar verði hörku leikur eins og vanalega þegar þessir gömlu vinir mætast. Pétur Már Sigurðsson: „Þetta er bara munurinn á liðunum eins og er en við gáfum þeim samt nokkrum sinnum fight“ Pétur Már Sigurðsson var nokkuð sáttur við sína menn þrátt fyrir tap í kvöld.Vísir/Bára Dröfn „Þeir eru vel mannaðir og við erum frekar þunnskipaðir“ sagði temmilega sáttur Pétur eftir leik sinna manna við Val í kvöld. „Þetta er bara munurinn á liðunum eins og er en við gáfum þeim samt nokkrum sinnum fight“ og átti Pétur eflaust sérstaklega við fyrsta leikhluta þar. „Við vorum nokkuð flottir varnarlega en sóknarlega erum við flatir en það er bara eins og það er og við tökum þeirri áskorun“ en Pétur sagði að gæðamunurinn ásamt því að ungir strákar séu að taka sín fyrstu skref af bekknum sé of stór munur. Pétur var hinsvegar ánægður með baráttuna í strákunum og að þeir gefast ekki upp. Spurður út í Hilmir sem meiddist í síðsta leik sagði Pétur að það gætu verið sex til átta vikur í hann. Finnur Freyr Stefánsson: „Keyrðum á þá í seinni“ Finnur Freyr Stefánsson var ánægður með sigurinnVísir/Bára Dröfn „Bara glaður að koma hingað og vinna leikinn en Vestri hefur verið að stríða mörgum liðum hérna“ sagði Finnur, sáttur við sína menn að leikslokum. Hrósaði Finnur Vestra fyrir góða baráttu þrátt fyrir að vera orðnir aðeins þunnskipaðri. „Mega Vestfirðingar bara vera stoltir af því starfi sem er að fara fram hérna og maður sér að þeir eru að reyna spila góðan körfubolta“ Valur og KR mætast í næstu umferð og er Finnur ánægður að fá marga leiki á stuttum tíma. Covid lék Val grátt og því sáttur þjálfarinn að fá leik eftir leik þessa dagana en lítið hefur verið æft upp á síðkastið. „KR eru gríðarlega öflugir og þetta verður aðeins extra en það þarf bara að taka þetta sem næsta leik“ Subway-deild karla Vestri Valur
Vestri og Valur mættust á Ísafirði í kvöld í Subway-deild karla. Eftir fjörugan fyrsta leikhluta þar sem leikar voru jafnir, 24-24, þá tók Valur að sigla fram úr Vestra og hafði á endanum 25 stiga sigur upp úr krafsinu 95-70. Það byrjaði ekki vel dagurinn fyrir valsarana sem fengu tæplega tveggja tíma flugferð til Ísafjarðar í dag, ferð sem alla jafna tekur 35 mínútur, það sat þó ekki lengi í mönnum enda fengu þeir að hringsóla í djúpinu og njóta fegurðarinnar þar. Eftir skemmtilegan fyrsta leikhluta, sem fór 24-24 eftir að Valur hafði náð í tíu stiga forskot um miðbik leikhlutans, þá tók Valur völdin á vellinum og sýndu mátt sinn og megin. Vestri skorar aðeins tólf stig í öðrum leikhluta á meðan Valur bætir í og gerir einu meira en í þeim fyrsta. Sama er upp á teningnum í þeim þriðja og sigur Vals aldrei í hættu en í fjórða leikhluta gaf Valur aðeins eftir og settu Vestramenn niður 22 stig. Enduðu leikar eins og áður sagði 70-95 fyrir Val sem fara sáttir upp á hótel og bíða færist á að fljúga heim. Af hverju vann Valur? Gæði í leikmönnum Vals sem og þunnskipaðir Vestramenn sem áttu fá svör við flottum leik Valsmanna. Hverjir stóðu upp úr? Pavel var stórkostlegur í kvöld með 38 framlagspunkta og tvöfalda tvennu en hann tók 21 frákast og gaf þrettán stoðsendingar, Acox var einnig með tvöfalda tvennu þar sem hann skoraði tíu stig og tók fjórtán fráköst. Hvað gekk illa? Bekkurinn hjá Vestra er orðinn frekar þunnskipaður og komu núll stig frá honum í kvöld. Það mæðir mikið á byrjunarliðinu og erfitt þegar hópurinn er orðinn lítill og reynsluminni menn ná ekki að skila stigum. Hvað gerist næst? Það er spilað hratt þessa dagana og fara Vestamenn norður á Akureyri mánudaginn næstkomandi þar sem þeir mæta Þór sem eru í neðsta sætinu. Leikur sem skiptir miklu máli fyrir Vestra ef þeir ætla að reyna koma sér nær Breiðablik og úr fallsæti. Valur fær aftur á móti KR í heimsókn sama kvöld og má vænta þess að þar verði hörku leikur eins og vanalega þegar þessir gömlu vinir mætast. Pétur Már Sigurðsson: „Þetta er bara munurinn á liðunum eins og er en við gáfum þeim samt nokkrum sinnum fight“ Pétur Már Sigurðsson var nokkuð sáttur við sína menn þrátt fyrir tap í kvöld.Vísir/Bára Dröfn „Þeir eru vel mannaðir og við erum frekar þunnskipaðir“ sagði temmilega sáttur Pétur eftir leik sinna manna við Val í kvöld. „Þetta er bara munurinn á liðunum eins og er en við gáfum þeim samt nokkrum sinnum fight“ og átti Pétur eflaust sérstaklega við fyrsta leikhluta þar. „Við vorum nokkuð flottir varnarlega en sóknarlega erum við flatir en það er bara eins og það er og við tökum þeirri áskorun“ en Pétur sagði að gæðamunurinn ásamt því að ungir strákar séu að taka sín fyrstu skref af bekknum sé of stór munur. Pétur var hinsvegar ánægður með baráttuna í strákunum og að þeir gefast ekki upp. Spurður út í Hilmir sem meiddist í síðsta leik sagði Pétur að það gætu verið sex til átta vikur í hann. Finnur Freyr Stefánsson: „Keyrðum á þá í seinni“ Finnur Freyr Stefánsson var ánægður með sigurinnVísir/Bára Dröfn „Bara glaður að koma hingað og vinna leikinn en Vestri hefur verið að stríða mörgum liðum hérna“ sagði Finnur, sáttur við sína menn að leikslokum. Hrósaði Finnur Vestra fyrir góða baráttu þrátt fyrir að vera orðnir aðeins þunnskipaðri. „Mega Vestfirðingar bara vera stoltir af því starfi sem er að fara fram hérna og maður sér að þeir eru að reyna spila góðan körfubolta“ Valur og KR mætast í næstu umferð og er Finnur ánægður að fá marga leiki á stuttum tíma. Covid lék Val grátt og því sáttur þjálfarinn að fá leik eftir leik þessa dagana en lítið hefur verið æft upp á síðkastið. „KR eru gríðarlega öflugir og þetta verður aðeins extra en það þarf bara að taka þetta sem næsta leik“
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum