Áætla að þriðji hver Dani hafi smitast síðan í nóvember Atli Ísleifsson skrifar 3. febrúar 2022 11:34 Rannsóknin bendir til að hlutfall þeirra sem hafi raunverulega smitast af kórónuveirunni sé mun hærra í Kaupmannahafnarsvæðinu en annars staðar í landinu. AP Um þriðjungur fullorðinna í Danmörku hefur líklegast smitast af kórónuveirunni síðan í nóvember. Frá þessu greinir Sóttvarnastofnun Danmerkur SSI í dag þar sem birtar eru frumniðurstöður rannsóknar þar sem reynt er að kortleggja raunverulegan smitfjölda í landinu. Fyrirvarar eru settir við niðurstöðurnar en stofnunin telur að stór hluti fólks hafi smitast af kórónuveirunni sem veldur Covid-19 án þess að það hafi uppgötvast, til dæmis vegna einkennaleysis, eða þá án þess að fara í sýnatöku. Stofnunin vann að rannsókninni með einstökum heilbrigðisumdæmum í Danmörku og rannsakaði þar blóð úr blóðgjöfum þar sem leitað var eftir mótefni. Tekin voru blóðsýni úr samtals 4.722 blóðgjöfum, sem gáfu blóð á tímabilinu 18. til 23. janúar og var þar leitað að mótefni gegn veirunni sem líkaminn myndar eftir smit, ekki mótefni sem myndast eftir bólusetningu. Stofnunin áætlar, að teknu tilliti til niðurstaðna rannsóknarinnar auk jákvæðra PCR-sýna, þá hafi 32 prósent fullorðinna á aldrinum 18 til 72 ára í Danmörku verið með kórónuveiruna á tímabilinu 1. nóvember á síðasta ári og til 28. janúar síðastliðinn. Stór hluti ekki greinst í PCR-prófi Ennfremur segir að mikill munur sé á landshlutum og þannig sé hlutfallið mun hærra á Kaupmannahafnarsvæðinu, þar sem áætlað er að 42 prósent fullorðinna hafi verið með veiruna á umræddu tímabili. Þannig hafi milli þriðjungur og helmingur þeirra sem smitast hafa, ekki fengið jákvæða niðurstöðu í PCR-prófi, heldur verið smituð án þess að hafa endilega gert sér grein fyrir því. Sérstaklega er tekið fram að talsverð óvissa ríki um niðurstöðu rannsóknarinnar þar sem einungis hafi verið stuðst við blóðgjafir á einnar viku tímabili og að útreikningar byggi að nokkrum hluta á ákveðnum ályktunum. Afléttu öllu Ómíkrónafbrigði kórónuveirunnar kom fyrst til Danmerkur í byrjun nóvember og varð fljótt nær allsráðandi í landinu. Danir afléttu öllum takmörkunum vegna faraldursins um mánaðamótin, eftir að ákveðið var að skilgreina Covid-19 á þann veg að hann ógni ekki lengur dönsku samfélagi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Tengdar fréttir Danir kveðja grímuna, „kórónupassann“ og fjöldatakmarkanir Covid-19 er ekki lengur skilgreindur sem sjúkdómur sem ógnar dönsku samfélagi frá deginum í dag og hefur það í för með sér víðtækar afléttingar. 1. febrúar 2022 06:19 Danir felldu grímuna á miðnætti þegar öllum takmörkunum var aflétt Danir köstuðu af sér grímunum á miðnætti þegar öllum samkomutakmörkum var aflétt þar í landi. Bareigandi sagðist spenntur að fá að taka á móti fólki á ný og segir Íslendingur að háskólanemar ætli að djamma fram á nótt. Sóttvarnalæknir vill ekki fara sömu leið og Danir. 1. febrúar 2022 21:00 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Sjá meira
Fyrirvarar eru settir við niðurstöðurnar en stofnunin telur að stór hluti fólks hafi smitast af kórónuveirunni sem veldur Covid-19 án þess að það hafi uppgötvast, til dæmis vegna einkennaleysis, eða þá án þess að fara í sýnatöku. Stofnunin vann að rannsókninni með einstökum heilbrigðisumdæmum í Danmörku og rannsakaði þar blóð úr blóðgjöfum þar sem leitað var eftir mótefni. Tekin voru blóðsýni úr samtals 4.722 blóðgjöfum, sem gáfu blóð á tímabilinu 18. til 23. janúar og var þar leitað að mótefni gegn veirunni sem líkaminn myndar eftir smit, ekki mótefni sem myndast eftir bólusetningu. Stofnunin áætlar, að teknu tilliti til niðurstaðna rannsóknarinnar auk jákvæðra PCR-sýna, þá hafi 32 prósent fullorðinna á aldrinum 18 til 72 ára í Danmörku verið með kórónuveiruna á tímabilinu 1. nóvember á síðasta ári og til 28. janúar síðastliðinn. Stór hluti ekki greinst í PCR-prófi Ennfremur segir að mikill munur sé á landshlutum og þannig sé hlutfallið mun hærra á Kaupmannahafnarsvæðinu, þar sem áætlað er að 42 prósent fullorðinna hafi verið með veiruna á umræddu tímabili. Þannig hafi milli þriðjungur og helmingur þeirra sem smitast hafa, ekki fengið jákvæða niðurstöðu í PCR-prófi, heldur verið smituð án þess að hafa endilega gert sér grein fyrir því. Sérstaklega er tekið fram að talsverð óvissa ríki um niðurstöðu rannsóknarinnar þar sem einungis hafi verið stuðst við blóðgjafir á einnar viku tímabili og að útreikningar byggi að nokkrum hluta á ákveðnum ályktunum. Afléttu öllu Ómíkrónafbrigði kórónuveirunnar kom fyrst til Danmerkur í byrjun nóvember og varð fljótt nær allsráðandi í landinu. Danir afléttu öllum takmörkunum vegna faraldursins um mánaðamótin, eftir að ákveðið var að skilgreina Covid-19 á þann veg að hann ógni ekki lengur dönsku samfélagi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Tengdar fréttir Danir kveðja grímuna, „kórónupassann“ og fjöldatakmarkanir Covid-19 er ekki lengur skilgreindur sem sjúkdómur sem ógnar dönsku samfélagi frá deginum í dag og hefur það í för með sér víðtækar afléttingar. 1. febrúar 2022 06:19 Danir felldu grímuna á miðnætti þegar öllum takmörkunum var aflétt Danir köstuðu af sér grímunum á miðnætti þegar öllum samkomutakmörkum var aflétt þar í landi. Bareigandi sagðist spenntur að fá að taka á móti fólki á ný og segir Íslendingur að háskólanemar ætli að djamma fram á nótt. Sóttvarnalæknir vill ekki fara sömu leið og Danir. 1. febrúar 2022 21:00 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Sjá meira
Danir kveðja grímuna, „kórónupassann“ og fjöldatakmarkanir Covid-19 er ekki lengur skilgreindur sem sjúkdómur sem ógnar dönsku samfélagi frá deginum í dag og hefur það í för með sér víðtækar afléttingar. 1. febrúar 2022 06:19
Danir felldu grímuna á miðnætti þegar öllum takmörkunum var aflétt Danir köstuðu af sér grímunum á miðnætti þegar öllum samkomutakmörkum var aflétt þar í landi. Bareigandi sagðist spenntur að fá að taka á móti fólki á ný og segir Íslendingur að háskólanemar ætli að djamma fram á nótt. Sóttvarnalæknir vill ekki fara sömu leið og Danir. 1. febrúar 2022 21:00