Segja fjölgunina í herliði Bandaríkjanna vera „skaðlega“ Atli Ísleifsson skrifar 3. febrúar 2022 06:45 Bandaríkjaher er nú að senda tvö þúsund hermenn frá Bandaríkjunum til Póllands og Þýskalands og sömuleiðis þúsund frá bandarískri herstöð í Þýskalandi og til Rúmeníu. AP Stjórnvöld í Rússlandi hafa fordæmt ákvörðun Bandaríkastjórnar að fjölga í herliði Bandaríkjahers í Austur-Evrópu vegna þeirrar spennu sem uppi er á landamærum Rússlands og Úkraínu. Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær að um tvö þúsund hermenn til viðbótar verði sendir frá Fort Bragg í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum til herstöðva í Póllandi og Þýskalandi og þá verði um þúsund bandarískir hermenn sem nú þegar eru í Þýskalandi sendir til Rúmeníu. Alexander Grushko, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, segir ákvörðun Bandaríkjastjórnar vera „skaðlega“ og „órökstudda“, auka á spennu og draga úr líkum á að hægt verði að ná pólitískri lausn á deilunni. Rússneski herinn er nú með um 100 þúsund hermenn staðsetta við landamærin að Úkraínu og hafa margir óttast að innrás sé yfirvofandi. Rússlandsstjórn segir hins vegar svo alls ekki vera. Átta ár eru nú frá því að Rússland innlimaði Krímskaga í suðurhluta Úkraínu og studdi sömuleiðis uppreisn aðskilnaðarsinna í héruðum austast í Úkraínu. Í frétt BBC segir að rússnesk stjórnvöld saki Úkraínustjórn um að framfylgja ekki ákvæðum Minsksamkomulagsins frá haustdögum 2014 sem ætlað var að koma á friði í austurhluta Úkraínu. Alls hafa um 14 þúsund manns látið lífið í átökum í austurhluta Úkraínu frá árinu 2014. Bandaríkjaher er nú þegar með 8.500 hermenn reiðubúna að halda til Evrópu ef þörf krefur. Úkraína Rússland Bandaríkin Hernaður Joe Biden Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Biden sendir hermenn til Austur-Evrópu Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að senda fleiri bandaríska hermenn til Austur-Evrópu. Það ætlar hann að gera vegna þeirrar miklu spennu sem er á svæðinu. 2. febrúar 2022 15:49 Segir Bandaríkin reyna að draga Rússland inn í átök við Úkraínu Vladímír Pútín Rússlandsforseti hefur sakað bandarísk stjórnvöld um að reyna að etja Rússlandi og Úkraínu saman í átök. Hann sakar Bandaríkin þá um að nota Úkraínu sem tól til þess að draga tennurnar úr Rússlandi. 1. febrúar 2022 23:35 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær að um tvö þúsund hermenn til viðbótar verði sendir frá Fort Bragg í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum til herstöðva í Póllandi og Þýskalandi og þá verði um þúsund bandarískir hermenn sem nú þegar eru í Þýskalandi sendir til Rúmeníu. Alexander Grushko, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, segir ákvörðun Bandaríkjastjórnar vera „skaðlega“ og „órökstudda“, auka á spennu og draga úr líkum á að hægt verði að ná pólitískri lausn á deilunni. Rússneski herinn er nú með um 100 þúsund hermenn staðsetta við landamærin að Úkraínu og hafa margir óttast að innrás sé yfirvofandi. Rússlandsstjórn segir hins vegar svo alls ekki vera. Átta ár eru nú frá því að Rússland innlimaði Krímskaga í suðurhluta Úkraínu og studdi sömuleiðis uppreisn aðskilnaðarsinna í héruðum austast í Úkraínu. Í frétt BBC segir að rússnesk stjórnvöld saki Úkraínustjórn um að framfylgja ekki ákvæðum Minsksamkomulagsins frá haustdögum 2014 sem ætlað var að koma á friði í austurhluta Úkraínu. Alls hafa um 14 þúsund manns látið lífið í átökum í austurhluta Úkraínu frá árinu 2014. Bandaríkjaher er nú þegar með 8.500 hermenn reiðubúna að halda til Evrópu ef þörf krefur.
Úkraína Rússland Bandaríkin Hernaður Joe Biden Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Biden sendir hermenn til Austur-Evrópu Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að senda fleiri bandaríska hermenn til Austur-Evrópu. Það ætlar hann að gera vegna þeirrar miklu spennu sem er á svæðinu. 2. febrúar 2022 15:49 Segir Bandaríkin reyna að draga Rússland inn í átök við Úkraínu Vladímír Pútín Rússlandsforseti hefur sakað bandarísk stjórnvöld um að reyna að etja Rússlandi og Úkraínu saman í átök. Hann sakar Bandaríkin þá um að nota Úkraínu sem tól til þess að draga tennurnar úr Rússlandi. 1. febrúar 2022 23:35 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Biden sendir hermenn til Austur-Evrópu Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að senda fleiri bandaríska hermenn til Austur-Evrópu. Það ætlar hann að gera vegna þeirrar miklu spennu sem er á svæðinu. 2. febrúar 2022 15:49
Segir Bandaríkin reyna að draga Rússland inn í átök við Úkraínu Vladímír Pútín Rússlandsforseti hefur sakað bandarísk stjórnvöld um að reyna að etja Rússlandi og Úkraínu saman í átök. Hann sakar Bandaríkin þá um að nota Úkraínu sem tól til þess að draga tennurnar úr Rússlandi. 1. febrúar 2022 23:35