Bætum lagaumhverfi tæknifrjóvgana og treystum tilvonandi foreldrum Hildur Sverrisdóttir skrifar 3. febrúar 2022 09:00 Það er ekki sjálfsagður hlutur að eignast barn. Það reynist mörgum erfitt og stundum þarf aðstoð tækninnar við. Tæknifrjóvgun er langt, kostnaðarsamt ferli og reynir oft mjög á fólk. Barneignir er flestum sjálfsögð og jákvæð upplifun en getur fyrir aðra einkennst af erfiðu sálrænu og líkamlegu kapphlaupi og átökum við blákalda tölfræði og endurtekin vonbrigði. Í þessari strembnu vegferð er mikilvægt að fólk upplifi að umgjörð laganna og reglur um tæknifrjóvgun séu gerðar með hag þess fyrir brjósti og miði að því að þeim sé treyst fyrir verkefninu. Góður ásetningur en breytinga þörf Kerfið í kringum tæknifrjóvganir er að mörgu leyti ágætt en lögin eru upphaflega frá árinu 1996 og ollu þá straumhvörfum. Ég hugsa með mikilli hlýju og samúðar til allra þeirra sem áður stóðu í eflaust mjög sársaukafullri baráttu til að eignast barn, án þeirrar þekkingar, tækni og umræðu sem við búum við nú. En þótt lagaumhverfi tæknifrjóvgana hafi tekið breytingum síðan þá má endurskoða það svo ríkisvaldið sé frekar til aðstoðar en trafala gagnvart fólki sem langar einfaldlega til að skapa líf og hlúa að því. Af illskiljanlegum ástæðum er sem dæmi lagt bann við því í lögum að gefa tilbúinn fósturvísi þótt bæði sé heimilt að gefa sæði og egg. Fólk sem vill fara í tæknifrjóvgun skal sömuleiðis vera skráð í staðfesta sambúð eða hjúskap. Við skilnað er sama fólki bannað að nýta fósturvísi sinn jafnvel þótt einstaklingarnir vilji samt eignast barnið saman eða fyrir liggi samþykki beggja aðila fyrir því að annað þeirra nýti fósturvísinn. Treystum fólki Þetta stríðir gegn þeirri einföldu reglu að fullorðnu fólki skuli vera frjálst að haga lífi sínu eins og það vill svo fremi sem það er öðrum að skaðlausu. Ríkisvaldið á ekki að óþörfu að miðstýra því hvernig fólk kýs að búa til fjölskyldu. Við eigum þvert á móti að treysta fólki til að finna lífi sínu þann farveg sem það telur best. Reglur eiga að vera fáar og skýrar eins og kostur er. Annars skapast í þessu eins og öðru flókið regluverk sem sífellt þarf að plástra og bæta við nýjum reglum til að koma til móts við ólík sjónarmið. Það sem meira er; ríkið á þá enn erfiðara með að bregðast við því að samfélagið er í sífelldri mótun. Breytt viðmið, sem betur fer Hið opinbera hefur til dæmis áður sett íþyngjandi reglur sem var svo horfið frá með breyttum tímum. Það er t.d. ekki ýkja langt síðan afnumið var bann við því að systir konu gæti gefið egg þar sem þá var talið of erfitt að alast upp í svo flóknu fjölskyldumynstri. Sömuleiðis takmarkaði ríkið áður rétt samkynhneigðra til að eignast börn með þeim rökum að það væri of erfitt að alast upp hjá samkynja foreldrum. Allt eru þetta atriði sem okkur finnst blessunarlega sjálfsagt að séu heimil í dag. Reglur eiga að vera fyrir fólk og við eigum aldrei að vera hrædd við að endurskoða þær. Ég hef því sett af stað vinnu á Alþingi við að taka til endurskoðunar þau atriði hér hefur verið tæpt á varðandi tæknifrjóvganir og fleiri þætti sem snúa að auknu frelsi og tækifærum fólks til að búa til fjölskyldu. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Alþingi Stjórnsýsla Hildur Sverrisdóttir Frjósemi Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Það er ekki sjálfsagður hlutur að eignast barn. Það reynist mörgum erfitt og stundum þarf aðstoð tækninnar við. Tæknifrjóvgun er langt, kostnaðarsamt ferli og reynir oft mjög á fólk. Barneignir er flestum sjálfsögð og jákvæð upplifun en getur fyrir aðra einkennst af erfiðu sálrænu og líkamlegu kapphlaupi og átökum við blákalda tölfræði og endurtekin vonbrigði. Í þessari strembnu vegferð er mikilvægt að fólk upplifi að umgjörð laganna og reglur um tæknifrjóvgun séu gerðar með hag þess fyrir brjósti og miði að því að þeim sé treyst fyrir verkefninu. Góður ásetningur en breytinga þörf Kerfið í kringum tæknifrjóvganir er að mörgu leyti ágætt en lögin eru upphaflega frá árinu 1996 og ollu þá straumhvörfum. Ég hugsa með mikilli hlýju og samúðar til allra þeirra sem áður stóðu í eflaust mjög sársaukafullri baráttu til að eignast barn, án þeirrar þekkingar, tækni og umræðu sem við búum við nú. En þótt lagaumhverfi tæknifrjóvgana hafi tekið breytingum síðan þá má endurskoða það svo ríkisvaldið sé frekar til aðstoðar en trafala gagnvart fólki sem langar einfaldlega til að skapa líf og hlúa að því. Af illskiljanlegum ástæðum er sem dæmi lagt bann við því í lögum að gefa tilbúinn fósturvísi þótt bæði sé heimilt að gefa sæði og egg. Fólk sem vill fara í tæknifrjóvgun skal sömuleiðis vera skráð í staðfesta sambúð eða hjúskap. Við skilnað er sama fólki bannað að nýta fósturvísi sinn jafnvel þótt einstaklingarnir vilji samt eignast barnið saman eða fyrir liggi samþykki beggja aðila fyrir því að annað þeirra nýti fósturvísinn. Treystum fólki Þetta stríðir gegn þeirri einföldu reglu að fullorðnu fólki skuli vera frjálst að haga lífi sínu eins og það vill svo fremi sem það er öðrum að skaðlausu. Ríkisvaldið á ekki að óþörfu að miðstýra því hvernig fólk kýs að búa til fjölskyldu. Við eigum þvert á móti að treysta fólki til að finna lífi sínu þann farveg sem það telur best. Reglur eiga að vera fáar og skýrar eins og kostur er. Annars skapast í þessu eins og öðru flókið regluverk sem sífellt þarf að plástra og bæta við nýjum reglum til að koma til móts við ólík sjónarmið. Það sem meira er; ríkið á þá enn erfiðara með að bregðast við því að samfélagið er í sífelldri mótun. Breytt viðmið, sem betur fer Hið opinbera hefur til dæmis áður sett íþyngjandi reglur sem var svo horfið frá með breyttum tímum. Það er t.d. ekki ýkja langt síðan afnumið var bann við því að systir konu gæti gefið egg þar sem þá var talið of erfitt að alast upp í svo flóknu fjölskyldumynstri. Sömuleiðis takmarkaði ríkið áður rétt samkynhneigðra til að eignast börn með þeim rökum að það væri of erfitt að alast upp hjá samkynja foreldrum. Allt eru þetta atriði sem okkur finnst blessunarlega sjálfsagt að séu heimil í dag. Reglur eiga að vera fyrir fólk og við eigum aldrei að vera hrædd við að endurskoða þær. Ég hef því sett af stað vinnu á Alþingi við að taka til endurskoðunar þau atriði hér hefur verið tæpt á varðandi tæknifrjóvganir og fleiri þætti sem snúa að auknu frelsi og tækifærum fólks til að búa til fjölskyldu. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun