Innlent

Að­gerðum lokið í Bríetar­túni

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Frá lögregluaðgerðum í Bríetartúni.
Frá lögregluaðgerðum í Bríetartúni. Vísir/Vilhelm

Umfangsmiklar lögregluaðgerðir stóðu yfir á gatnamótum Bríetartúns og Katrínartúns í Reykjavík eftir hádegi í dag. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er fjöldi lögreglubíla á staðnum auk sjúkrabíla og sérsveitar.

Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu að fyrir hádegi í dag hafi verið tilkynnt um karlmann í ójafnvægi í íbúð í miðborginni en óttast var að hann kynni að fara sér að voða.

Talsverður viðbúnaður hafi verið vegna málsins en eftir nokkra bið hafi maðurinn komið út úr íbúðinni sjálfviljugur. Hann hafi verið færður á lögreglustöð en verið sé að vinna að því að veita honum viðeigandi aðstoð. 

Ekki náðist í lögreglu við vinnslu fréttarinnar. 

Fréttin var uppfærð klukkan 14:40.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×