Dorrit auglýsti eftir kápunni í desember og bauð fundarlaun fyrir þann sem gæti haft upp á henni. Kápan hefur mikið tilfinningalegt gildi fyrir hana og er hætt í framleiðslu svo flíkin er aðeins til í takmörkuðu upplagi og er nokkurra milljón króna virði.
Hún segir öryggismyndavélar hafa verið hetjan í fundinum og orðið til þess að kápan komst í réttar hendur. Dorrit virðist ánægð að endurheimta hana í nýlegri ferð sinni til Lundúna og mun líklega ekki líta af henni í bráð.

Samkvæmt Instagram reikningum hennar virðist þó hafa verið brotist inn í bílinn hennar í sömu ferð og færði henni kápuna. Óprúttnu aðilarnir tóku þó ekki það allra verðmætasta að hennar mati, íslenska vatnið sem var í flösku í bílnum.