Sýndu tveggja tíma þátt um afrek Kims Samúel Karl Ólason skrifar 2. febrúar 2022 09:28 Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. er hér að skoða svæði þar sem til stóð að reisa gróðurhús. AP/KCNA Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, og Ri Sol Ju, eiginkona hans, sóttu nýársfögnuð í Norður-Kóreu þar sem gestir fögnuðu honum og hrósuðu í hástert fyrir að koma á nýju skeiði afls í Norður-Kóreu. Það er samkvæmt ríkismiðlum einræðisríkisins en ríkisstjórn Kims hefur framkvæmt fjölmargar tilraunir með eldflaugum á undanförnum vikum. Þá birtu ríkismiðlar Norður-Kóreu nýverið 110 mínútna sjónvarpsþátt um afrek einræðisherrans en þáttur þessi bar titilinn „Hið mikla ár sigurs, 2021“. Í frétt KCNA, ríkismiðils Norður-Kóreu, um nýársfögnuðinn segir að Kim hafi mætt gífurlegum fögnuði áhorfenda og það sé vegna þess að hann hafi farið eftir óskum þeirra um að byggja öflugt ríki. Þá kemur einnig fram að Kim leiði einræðisríkið af sjaldgæfri visku, mikilli reynslu og hlýrri ást á almúganum. Íbúar Norður-Kóreu hafa orðið fyrir barðinu á miklum harðindum á undanförnum mánuðum og árum. Náttúruhamfarir, refsiaðgerðir, viðskiptaþvinganir og slæm stjórnun hafa leitt hagkerfi ríkisins grátt og leitt til skorts á matvælum. Með Kim og Ri á tónleikunum í vikunni var Kim Kyong Hui, sem er áhrifamikil frænka einræðisherrans. Hún var fyrirferðarmikil á fyrstu árum valdatíðar Kim en hvar af sjónarsviðinu um nokkuð skeið eftir að frændi hennar lét taka eiginmann hennar af lífi árið 2013 fyrir svik. Hér að neðan má sjá hluta úr þættinum um afrek einræðisherrans í fyrra. North Korea has broadcast a new film which shows its leader riding horses, inter-cut with lots of artillery.Read more: https://t.co/BPHvXttLMW pic.twitter.com/vKZXjkeTrn— Sky News (@SkyNews) February 1, 2022 Í myndbandinu heyrist maður segja að Kim hafi sýnt föðurlega hlið sína með því að láta hvorki snjó, rigningu né vind stöðva sig og koma í veg fyrir örlög þjóðarinnar. Þá hafi hann sýnt sína móðurlegu hlið með því að koma fram við þegna sína eins og hans eigin börn og tileinka sér það að ná fram draumum þjóðarinnar. Samkvæmt Sky News er talið að þessi undarlegu ummæli vísi til nýlegs þyngdartaps einræðisherrans. Hann er sagður hafa misst um tuttugu kíló að undanförnu. Eins og áður segir hafa Kóreumenn gert margar eldflaugatilraunir á undanförnum vikum. Nú síðast var eldflaug af gerðinni Hwasong-12 skotið í um tvö þúsund kílómetra hæð en þær eldflaugar eru taldar geta drifið rúmlega tvö þúsund kílómetra og geta borið kjarnorkuvopn. Sérfræðingar telja að með þessum tilraunum vilji Kim þrýsta á Bandaríkjamenn um viðræður varðandi refsiaðgerðir gegn einræðisríkinu vegna eldflauga- og kjarnorkuvopnaáætlana þess. Sjá einnig: Óttast nýjar tilraunir með langdrægar eldflaugar Samkvæmt AP fréttaveitunni hefur ríkisstjórn Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, kallað eftir því að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna komi saman á morgun til að ræða eldflaugatilraunirnar í Norður-Kóreu. Hér má sjá enn lengri bút úr þættinum um afrek Kim. Norður-Kórea Tengdar fréttir Flúði aftur yfir víggirt landamæri til Norður-Kóreu Maður sem sást fara norður yfir landamæri Norður- og Suður-Kóreu um helgina hafði áður flúði úr norðri og til suðurs. Varnarmálaráðuneyti Suður-Kóreu segir manninn hafa flúið frá einræðisríkinu í norðri í fyrra um sömu leið um austurhluta landamæranna víggirtu. 3. janúar 2022 08:47 Norður-Kórea afþakkar kínverskt bóluefni Norður-Kórea hefur afþakkað þrjár milljónir bóluefnaskammta gegn Covid-19 frá kínverska lyfjarisanum Sinovac. Norðurkóresk stjórnvöld segja að frekar eigi að senda bóluefnaskammtanna til landa þar sem staðan vegna veirunnar er alvarleg.N 1. september 2021 15:45 Hamfararigningar í kjölfar hitabylgju og þurrks í Norður-Kóreu Hamfararigningar og flóð hafa valdið miklu tjóni í Norður-Kóreu. Minnst ellefu hundruð heimili hafa skemmst og þúsundir hafa þurft að flýja undan flóðum. Þá hafa miklar skemmdir orðið á ræktunarlandi, vegum og brúm. 6. ágúst 2021 11:03 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Þá birtu ríkismiðlar Norður-Kóreu nýverið 110 mínútna sjónvarpsþátt um afrek einræðisherrans en þáttur þessi bar titilinn „Hið mikla ár sigurs, 2021“. Í frétt KCNA, ríkismiðils Norður-Kóreu, um nýársfögnuðinn segir að Kim hafi mætt gífurlegum fögnuði áhorfenda og það sé vegna þess að hann hafi farið eftir óskum þeirra um að byggja öflugt ríki. Þá kemur einnig fram að Kim leiði einræðisríkið af sjaldgæfri visku, mikilli reynslu og hlýrri ást á almúganum. Íbúar Norður-Kóreu hafa orðið fyrir barðinu á miklum harðindum á undanförnum mánuðum og árum. Náttúruhamfarir, refsiaðgerðir, viðskiptaþvinganir og slæm stjórnun hafa leitt hagkerfi ríkisins grátt og leitt til skorts á matvælum. Með Kim og Ri á tónleikunum í vikunni var Kim Kyong Hui, sem er áhrifamikil frænka einræðisherrans. Hún var fyrirferðarmikil á fyrstu árum valdatíðar Kim en hvar af sjónarsviðinu um nokkuð skeið eftir að frændi hennar lét taka eiginmann hennar af lífi árið 2013 fyrir svik. Hér að neðan má sjá hluta úr þættinum um afrek einræðisherrans í fyrra. North Korea has broadcast a new film which shows its leader riding horses, inter-cut with lots of artillery.Read more: https://t.co/BPHvXttLMW pic.twitter.com/vKZXjkeTrn— Sky News (@SkyNews) February 1, 2022 Í myndbandinu heyrist maður segja að Kim hafi sýnt föðurlega hlið sína með því að láta hvorki snjó, rigningu né vind stöðva sig og koma í veg fyrir örlög þjóðarinnar. Þá hafi hann sýnt sína móðurlegu hlið með því að koma fram við þegna sína eins og hans eigin börn og tileinka sér það að ná fram draumum þjóðarinnar. Samkvæmt Sky News er talið að þessi undarlegu ummæli vísi til nýlegs þyngdartaps einræðisherrans. Hann er sagður hafa misst um tuttugu kíló að undanförnu. Eins og áður segir hafa Kóreumenn gert margar eldflaugatilraunir á undanförnum vikum. Nú síðast var eldflaug af gerðinni Hwasong-12 skotið í um tvö þúsund kílómetra hæð en þær eldflaugar eru taldar geta drifið rúmlega tvö þúsund kílómetra og geta borið kjarnorkuvopn. Sérfræðingar telja að með þessum tilraunum vilji Kim þrýsta á Bandaríkjamenn um viðræður varðandi refsiaðgerðir gegn einræðisríkinu vegna eldflauga- og kjarnorkuvopnaáætlana þess. Sjá einnig: Óttast nýjar tilraunir með langdrægar eldflaugar Samkvæmt AP fréttaveitunni hefur ríkisstjórn Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, kallað eftir því að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna komi saman á morgun til að ræða eldflaugatilraunirnar í Norður-Kóreu. Hér má sjá enn lengri bút úr þættinum um afrek Kim.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Flúði aftur yfir víggirt landamæri til Norður-Kóreu Maður sem sást fara norður yfir landamæri Norður- og Suður-Kóreu um helgina hafði áður flúði úr norðri og til suðurs. Varnarmálaráðuneyti Suður-Kóreu segir manninn hafa flúið frá einræðisríkinu í norðri í fyrra um sömu leið um austurhluta landamæranna víggirtu. 3. janúar 2022 08:47 Norður-Kórea afþakkar kínverskt bóluefni Norður-Kórea hefur afþakkað þrjár milljónir bóluefnaskammta gegn Covid-19 frá kínverska lyfjarisanum Sinovac. Norðurkóresk stjórnvöld segja að frekar eigi að senda bóluefnaskammtanna til landa þar sem staðan vegna veirunnar er alvarleg.N 1. september 2021 15:45 Hamfararigningar í kjölfar hitabylgju og þurrks í Norður-Kóreu Hamfararigningar og flóð hafa valdið miklu tjóni í Norður-Kóreu. Minnst ellefu hundruð heimili hafa skemmst og þúsundir hafa þurft að flýja undan flóðum. Þá hafa miklar skemmdir orðið á ræktunarlandi, vegum og brúm. 6. ágúst 2021 11:03 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Flúði aftur yfir víggirt landamæri til Norður-Kóreu Maður sem sást fara norður yfir landamæri Norður- og Suður-Kóreu um helgina hafði áður flúði úr norðri og til suðurs. Varnarmálaráðuneyti Suður-Kóreu segir manninn hafa flúið frá einræðisríkinu í norðri í fyrra um sömu leið um austurhluta landamæranna víggirtu. 3. janúar 2022 08:47
Norður-Kórea afþakkar kínverskt bóluefni Norður-Kórea hefur afþakkað þrjár milljónir bóluefnaskammta gegn Covid-19 frá kínverska lyfjarisanum Sinovac. Norðurkóresk stjórnvöld segja að frekar eigi að senda bóluefnaskammtanna til landa þar sem staðan vegna veirunnar er alvarleg.N 1. september 2021 15:45
Hamfararigningar í kjölfar hitabylgju og þurrks í Norður-Kóreu Hamfararigningar og flóð hafa valdið miklu tjóni í Norður-Kóreu. Minnst ellefu hundruð heimili hafa skemmst og þúsundir hafa þurft að flýja undan flóðum. Þá hafa miklar skemmdir orðið á ræktunarlandi, vegum og brúm. 6. ágúst 2021 11:03