Hver er umboðsmaður íslenska hestsins? Ólafur R. Rafnsson skrifar 2. febrúar 2022 09:01 Þann 8. apríl 2003 gerðu landbúnaðarráðherra, samgönguráðherra og utanríkisráðherra samkomulag um átaksverkefni til kynningar og markaðssetningar á íslenska hestinum árin 2003 - 2007. Markmið þessa verkefnis var að efla jákvæða ímynd hrossaræktar og hestamennsku með áherslu á hlutverk Íslands sem upprunalands íslenska hestsins og forystuhlutverk þess í kynbótum, ræktun og fagmennsku á sviði hestamennsku. Jafnframt að auka sölu á íslenska hestinum og hestatengdri vöru og þjónustu innanlands og utan. Einnig var unnið að því að efla almennan áhuga á hestamennsku m.a. með fræðslu og kynningum í grunnskólum og framhaldsskólum. Til þessa verkefnis var fenginn Jónas R. Jónsson sem forstöðumaður verkefnisins en Jónas hafði reynslu af fjölmiðlastörfum og alþjóðaviðskiptum. Þáverandi landbúnaðarráðherra, Guðni Ágústsson sagði m.a. að Jónas hafi unnið að mörgum góðum verkefnum, ekki síst varðandi atvinnuleyfi tamningamanna í Bandaríkjunum sem var mikill áfangi fyrir íslenska hestamenn. Þar á meðal má nefna lausn hinnar miklu deilu um skattamál við Þjóðverja sem umboðsmaður hafi komið verulega að. Árið 2008 skipaði þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Einar K. Guðfinnsson, nefnd um markaðssetningu íslenska hestsins erlendis. Skilaði nefndin skýrslu um markaðssetningu íslenska hestsins erlendis í árslok 2009. Íslandsstofa hefur verið með markaðsverkefni um íslenska hestinn sem var ýtt úr vör í apríl 2015 með aðkomu helstu samtaka og hagsmunaaðila í greininni, Íslandsstofu og stjórnvalda. Nú stendur yfir stefnumótunarvinna. Þjóðverjar eru stærsti hópur kaupenda íslenska hestsins undanfarin ár. Fjallað var ítarlega um blóðmerar á Íslandi í fréttaþættinum Plusminus á einni vinsælustu sjónvarpsstöð Þýskalands, Das Erste sem er með um 2.8 milljónir áhorfenda. Þá hafa alþjóðleg dýraverndunarsamtök sett Ísland á lista yfir lönd sem stunda dýraníð og er ekkert útlit fyrir að þau muni hætta herferð gegn blóðmerahaldi á Íslandi á næstunni. Lítil sem engin umfjöllun hefur verið í íslenskum fjölmiðum um þennan fréttaþátt í Þýskalandi, ein grein í Fréttablaðinu það er allt og sumt. Frásagnir af ömurlegri aðstöðu, þvingunaraðferðum og verulegum áhrifum á hryssur á meðan og eftir blóðtöku eru því miður staðan. Sýnt hefur verið fram á að verulega er gengið á blóðmagn í þessum hryssum, langt umfram alþjóðleg viðmið. Það er mjög mikil andstaða við þennan búskap um heim allan og líklegt er að Evrópusambandið muni banna viðskipti með efnið sem unnið er úr blóðinu og þá mun það sama líklega gilda um Ísland. Orðspor landsins og þeirra sem hafa unnið ötullega að því að markaðssetja íslenska hestinn og uppruna hans hér á landi hefur orðið fyrir skaða sem ekki fyrirséður. Hér eru miklum hagsmunum fórnað, meðan enn er heimilt að stunda blóðtöku úr fylfullum hryssum. Á Íslandi eru Dýraverndunarsamtök Íslands, félagasamtök sem íslensk stjórnvöld og hagsmunaaðilar leita mikið til vegna umræðu um blóðmerahald. Hafa samtökin sent frá sér umsögn um frumvarp við bann á blóðtöku án þess að taka afgerandi afstöðu gegn henni. Þeir sem eru í forsvari fyrir þessi samtök, aðallega formaður, hafa beitt sér mikið á ýmsum miðlum þrátt fyrir að hafa ekki umboð til þess þar sem óreiða er á stjórnarháttum samtakanna. Ekki hefur verið haldinn aðalfundur í þessu félagi frá 2018 þannig að umboð þeirra sem nú telja sig vera í forsvari fyrir félagið rann út 2020. Mikil ólga er innan raða félagsmanna og aðila sem berjast fyrir dýravelferð á orðræðu núverandi forsvarsaðila og að mínu mati ótækt þegar svo mikilvægt málefni um velferð hestsins er annars vegar. Spurningunni er því ósvarað hver er umboðsmaður íslenska hestsins eða kannski má umorða hana. Hvar er umboðsmaður íslenska hestsins? Höfundur er hestamaður og ráðgjafi við innleiðingu og úttekt á gæðastjórnunarkerfum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hestar Dýr Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Þann 8. apríl 2003 gerðu landbúnaðarráðherra, samgönguráðherra og utanríkisráðherra samkomulag um átaksverkefni til kynningar og markaðssetningar á íslenska hestinum árin 2003 - 2007. Markmið þessa verkefnis var að efla jákvæða ímynd hrossaræktar og hestamennsku með áherslu á hlutverk Íslands sem upprunalands íslenska hestsins og forystuhlutverk þess í kynbótum, ræktun og fagmennsku á sviði hestamennsku. Jafnframt að auka sölu á íslenska hestinum og hestatengdri vöru og þjónustu innanlands og utan. Einnig var unnið að því að efla almennan áhuga á hestamennsku m.a. með fræðslu og kynningum í grunnskólum og framhaldsskólum. Til þessa verkefnis var fenginn Jónas R. Jónsson sem forstöðumaður verkefnisins en Jónas hafði reynslu af fjölmiðlastörfum og alþjóðaviðskiptum. Þáverandi landbúnaðarráðherra, Guðni Ágústsson sagði m.a. að Jónas hafi unnið að mörgum góðum verkefnum, ekki síst varðandi atvinnuleyfi tamningamanna í Bandaríkjunum sem var mikill áfangi fyrir íslenska hestamenn. Þar á meðal má nefna lausn hinnar miklu deilu um skattamál við Þjóðverja sem umboðsmaður hafi komið verulega að. Árið 2008 skipaði þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Einar K. Guðfinnsson, nefnd um markaðssetningu íslenska hestsins erlendis. Skilaði nefndin skýrslu um markaðssetningu íslenska hestsins erlendis í árslok 2009. Íslandsstofa hefur verið með markaðsverkefni um íslenska hestinn sem var ýtt úr vör í apríl 2015 með aðkomu helstu samtaka og hagsmunaaðila í greininni, Íslandsstofu og stjórnvalda. Nú stendur yfir stefnumótunarvinna. Þjóðverjar eru stærsti hópur kaupenda íslenska hestsins undanfarin ár. Fjallað var ítarlega um blóðmerar á Íslandi í fréttaþættinum Plusminus á einni vinsælustu sjónvarpsstöð Þýskalands, Das Erste sem er með um 2.8 milljónir áhorfenda. Þá hafa alþjóðleg dýraverndunarsamtök sett Ísland á lista yfir lönd sem stunda dýraníð og er ekkert útlit fyrir að þau muni hætta herferð gegn blóðmerahaldi á Íslandi á næstunni. Lítil sem engin umfjöllun hefur verið í íslenskum fjölmiðum um þennan fréttaþátt í Þýskalandi, ein grein í Fréttablaðinu það er allt og sumt. Frásagnir af ömurlegri aðstöðu, þvingunaraðferðum og verulegum áhrifum á hryssur á meðan og eftir blóðtöku eru því miður staðan. Sýnt hefur verið fram á að verulega er gengið á blóðmagn í þessum hryssum, langt umfram alþjóðleg viðmið. Það er mjög mikil andstaða við þennan búskap um heim allan og líklegt er að Evrópusambandið muni banna viðskipti með efnið sem unnið er úr blóðinu og þá mun það sama líklega gilda um Ísland. Orðspor landsins og þeirra sem hafa unnið ötullega að því að markaðssetja íslenska hestinn og uppruna hans hér á landi hefur orðið fyrir skaða sem ekki fyrirséður. Hér eru miklum hagsmunum fórnað, meðan enn er heimilt að stunda blóðtöku úr fylfullum hryssum. Á Íslandi eru Dýraverndunarsamtök Íslands, félagasamtök sem íslensk stjórnvöld og hagsmunaaðilar leita mikið til vegna umræðu um blóðmerahald. Hafa samtökin sent frá sér umsögn um frumvarp við bann á blóðtöku án þess að taka afgerandi afstöðu gegn henni. Þeir sem eru í forsvari fyrir þessi samtök, aðallega formaður, hafa beitt sér mikið á ýmsum miðlum þrátt fyrir að hafa ekki umboð til þess þar sem óreiða er á stjórnarháttum samtakanna. Ekki hefur verið haldinn aðalfundur í þessu félagi frá 2018 þannig að umboð þeirra sem nú telja sig vera í forsvari fyrir félagið rann út 2020. Mikil ólga er innan raða félagsmanna og aðila sem berjast fyrir dýravelferð á orðræðu núverandi forsvarsaðila og að mínu mati ótækt þegar svo mikilvægt málefni um velferð hestsins er annars vegar. Spurningunni er því ósvarað hver er umboðsmaður íslenska hestsins eða kannski má umorða hana. Hvar er umboðsmaður íslenska hestsins? Höfundur er hestamaður og ráðgjafi við innleiðingu og úttekt á gæðastjórnunarkerfum.
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun