Norðmenn stíga stórt skref í átt að takmarkaleysi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. febrúar 2022 20:27 Jonas Gahr Støre er forsætisráðherra Noregs. EPA/Kay Nietfeld Norðmenn áætla að vera búnir að afnema allar takmarkanir vegna kórónuveirunnar þann 17. febrúar næstkomandi. Strax í kvöld verður stórum hluta takmarkana þó aflétt. „Miðað við allt sem við vitum í dag, þá er rétt að afnema flestar takmarkanir, með undantekningum þó,“ hefur VG eftir Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, sem ávarpaði fréttamenn á fundi í dag. Klukkan ellefu í kvöld að staðartíma, tíu að íslenskum tíma, verður ýmsum takmörkunum aflétt í Noregi. Þannig falla allar fjöldatakmarkanir úr gildi, sem og fjarlægðarmörk á sitjandi viðburðum. Bann við afgreiðslu áfengis á veitinga- og skemmtistöðum fellur sömuleiðis úr gildi, og skólar hvattir til þess að taka upp fulla staðkennslu að nýju. Þá verður vinnuveitendum sjálfum gert að meta hversu mikil þörf er á heimavinnu starfsmanna sinna, en ítrekað að vinnustaðir geri ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir að margir úr starfsliðinu veikist á sama tíma. Þá verður ekki lengur gerð krafa um að ferðamenn undirgangist kórónuveirupróf við komuna til Noregs. Eins metra regla og dansbann „Ég vil þó ítreka: Faraldrinum er ekki lokið. Hvorki í Noregi né úti í heimi. Það verða áfram ráðleggingar og reglur í gildi,“ sagði forsætisráðherrann á fundinum. Eins metra fjarlægðarregla verður enn í gildi á ýmsum stöðum, og grímuskylda þar sem ekki er hægt að viðhafa hana. Þá verður ekki leyfilegt að dansa á skemmtistöðum, sem þó geta nú haft opið inn í nóttina. Ríkisstjórnin hefur lagt áherslu á að eins metra reglan gildi áfram, en eðli málsins samkvæmt samræmist dans á skemmtistöðum ekki þeirri reglu. Noregur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Sjá meira
„Miðað við allt sem við vitum í dag, þá er rétt að afnema flestar takmarkanir, með undantekningum þó,“ hefur VG eftir Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, sem ávarpaði fréttamenn á fundi í dag. Klukkan ellefu í kvöld að staðartíma, tíu að íslenskum tíma, verður ýmsum takmörkunum aflétt í Noregi. Þannig falla allar fjöldatakmarkanir úr gildi, sem og fjarlægðarmörk á sitjandi viðburðum. Bann við afgreiðslu áfengis á veitinga- og skemmtistöðum fellur sömuleiðis úr gildi, og skólar hvattir til þess að taka upp fulla staðkennslu að nýju. Þá verður vinnuveitendum sjálfum gert að meta hversu mikil þörf er á heimavinnu starfsmanna sinna, en ítrekað að vinnustaðir geri ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir að margir úr starfsliðinu veikist á sama tíma. Þá verður ekki lengur gerð krafa um að ferðamenn undirgangist kórónuveirupróf við komuna til Noregs. Eins metra regla og dansbann „Ég vil þó ítreka: Faraldrinum er ekki lokið. Hvorki í Noregi né úti í heimi. Það verða áfram ráðleggingar og reglur í gildi,“ sagði forsætisráðherrann á fundinum. Eins metra fjarlægðarregla verður enn í gildi á ýmsum stöðum, og grímuskylda þar sem ekki er hægt að viðhafa hana. Þá verður ekki leyfilegt að dansa á skemmtistöðum, sem þó geta nú haft opið inn í nóttina. Ríkisstjórnin hefur lagt áherslu á að eins metra reglan gildi áfram, en eðli málsins samkvæmt samræmist dans á skemmtistöðum ekki þeirri reglu.
Noregur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Sjá meira