Breivik fær ekki reynslulausn en er búinn að áfrýja Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. febrúar 2022 15:47 Breivik verður ekki sleppt lausum í bráð virðist vera. EPA-EFE/Ole Berg-Rusten Fjöldamorðinginn Anders Breivik fær ekki reynslulausn. Þetta úrskurðaði Héraðsdómur Telemark í dag en Breivik hefur þegar áfrýjað úrskurðinum. Breivik var árið 2012 dæmdur í 21 árs fangelsisvist fyrir að myrða 77 manneskjur í sprengingu í Osló og skotárá í Útey. Hægt er að framlengja fangelsisvistinni þannig að hann sitji inni það sem eftir er ævinnar en hann gat í fyrsta sinn núna, tíu árum eftir að hann var dæmdur, sótt um reynslulausn. Øystein Storrvik, lögmaður Breivik, óskaði eftir því þegar mál hans var tekið fyrir fyrr í þessum mánuði að notast væri við gamla nafn skjólstæðings síns, Anders Behring Breivik, í stað þess nafns sem hann tók upp fyrir nokkrum árum, Fjotolf Hansen. Saksóknarar höfðu ekkert á móti því. Hafi enga samúð með fórnarlömbunum Í úrskurði héraðsdóms kemur fram að dómurinn meti Breivik enn sem mikla hættu við samfélag manna og ástæða sé til að hræðast að hann muni beita ofbeldi aftur. „Sakborningurinn virtist algerlega laus við samúð með fórnarlömbum hryðjuverkanna,“ segir í úrskurðinum sem vísað er í í frétt norska ríkisútvarpsins. Storrvik tilkynnti eftir að úrskurðurinn var kveðinn upp að Breivik sé búinn að áfrýja. Breivik hefur kvartað yfir aðbúnaði sínum í fangelsinu og segir hann stangast á við Mannréttindasáttmála Evrópu. Sagðist ekki sá sem skipulagði árásirnar Við aðalmeðferð umsóknarinnar fór fram geðrænt mat á Breivik og mat geðlæknirinn Randi Rosenqvist það svo að hann væri enn jafn hættulegur í dag og hann var fyrir tíu árum, þegar hann var sakfelldur fyrir hryðjuverkin. Mikil hætta sé á því að verði honum veitt reynslulausn muni hann brjóta aftur af sér. Þegar umsókn Breiviks um reynslulausn var tekin fyrir í Skien-fangelsinu þann 18. janúar síðastliðinn heilsaði Breivik að nasistasið þegar hann gekk inn í íþróttasal fangelsisins, sem var nýttur sem réttarsalur. Þá hélt hann því fram að hann hefði í raun ekki verið sá sem var á bak við hryðjuverkaárásirnar, heldur hafi honum verið innrættar róttækar skoðanir hægri öfgamanna af öfgasamtökum áður en hryðjuverkin áttu sér stað. Noregur Hryðjuverk í Útey Tengdar fréttir Umsókn Breiviks um reynslulausn tekin fyrir í dag Umsókn norska fjöldamorðingjans og hryðjuverkamannsins Anders Behring Breivik um reynslulausn verður tekin fyrir í Skien-fangelsinu, suðvestur af Osló í dag. 18. janúar 2022 09:33 Breivik sækist eftir reynslulausn Norskur dómstóll þarf að taka fyrir ósk hryðjuverkamannsins Anders Behring Breivik um reynslulausn eftir að ríkissaksóknari hafnaði beiðninni. Breivik hefur nú afplánað tíu ár af 21 árs fangelsisdómi sem hann hlaut. 27. ágúst 2021 11:55 „Hryðjuverkamaðurinn var einn af okkur“ Tíu ár eru liðin í dag frá voðaverkunum í Osló og Útey, þar sem norskur hryðjuverkamaður myrti 77 manns, aðallega ungmenni í Norska verkamannaflokknum. Fórnarlambanna var minnst víða um heim og minnt á að sjónarmiðin sem hvöttu Anders Behring Breivik til ofbeldisverkanna séu síður en svo útdauð í nútímasamfélagi. 22. júlí 2021 23:30 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Breivik var árið 2012 dæmdur í 21 árs fangelsisvist fyrir að myrða 77 manneskjur í sprengingu í Osló og skotárá í Útey. Hægt er að framlengja fangelsisvistinni þannig að hann sitji inni það sem eftir er ævinnar en hann gat í fyrsta sinn núna, tíu árum eftir að hann var dæmdur, sótt um reynslulausn. Øystein Storrvik, lögmaður Breivik, óskaði eftir því þegar mál hans var tekið fyrir fyrr í þessum mánuði að notast væri við gamla nafn skjólstæðings síns, Anders Behring Breivik, í stað þess nafns sem hann tók upp fyrir nokkrum árum, Fjotolf Hansen. Saksóknarar höfðu ekkert á móti því. Hafi enga samúð með fórnarlömbunum Í úrskurði héraðsdóms kemur fram að dómurinn meti Breivik enn sem mikla hættu við samfélag manna og ástæða sé til að hræðast að hann muni beita ofbeldi aftur. „Sakborningurinn virtist algerlega laus við samúð með fórnarlömbum hryðjuverkanna,“ segir í úrskurðinum sem vísað er í í frétt norska ríkisútvarpsins. Storrvik tilkynnti eftir að úrskurðurinn var kveðinn upp að Breivik sé búinn að áfrýja. Breivik hefur kvartað yfir aðbúnaði sínum í fangelsinu og segir hann stangast á við Mannréttindasáttmála Evrópu. Sagðist ekki sá sem skipulagði árásirnar Við aðalmeðferð umsóknarinnar fór fram geðrænt mat á Breivik og mat geðlæknirinn Randi Rosenqvist það svo að hann væri enn jafn hættulegur í dag og hann var fyrir tíu árum, þegar hann var sakfelldur fyrir hryðjuverkin. Mikil hætta sé á því að verði honum veitt reynslulausn muni hann brjóta aftur af sér. Þegar umsókn Breiviks um reynslulausn var tekin fyrir í Skien-fangelsinu þann 18. janúar síðastliðinn heilsaði Breivik að nasistasið þegar hann gekk inn í íþróttasal fangelsisins, sem var nýttur sem réttarsalur. Þá hélt hann því fram að hann hefði í raun ekki verið sá sem var á bak við hryðjuverkaárásirnar, heldur hafi honum verið innrættar róttækar skoðanir hægri öfgamanna af öfgasamtökum áður en hryðjuverkin áttu sér stað.
Noregur Hryðjuverk í Útey Tengdar fréttir Umsókn Breiviks um reynslulausn tekin fyrir í dag Umsókn norska fjöldamorðingjans og hryðjuverkamannsins Anders Behring Breivik um reynslulausn verður tekin fyrir í Skien-fangelsinu, suðvestur af Osló í dag. 18. janúar 2022 09:33 Breivik sækist eftir reynslulausn Norskur dómstóll þarf að taka fyrir ósk hryðjuverkamannsins Anders Behring Breivik um reynslulausn eftir að ríkissaksóknari hafnaði beiðninni. Breivik hefur nú afplánað tíu ár af 21 árs fangelsisdómi sem hann hlaut. 27. ágúst 2021 11:55 „Hryðjuverkamaðurinn var einn af okkur“ Tíu ár eru liðin í dag frá voðaverkunum í Osló og Útey, þar sem norskur hryðjuverkamaður myrti 77 manns, aðallega ungmenni í Norska verkamannaflokknum. Fórnarlambanna var minnst víða um heim og minnt á að sjónarmiðin sem hvöttu Anders Behring Breivik til ofbeldisverkanna séu síður en svo útdauð í nútímasamfélagi. 22. júlí 2021 23:30 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Umsókn Breiviks um reynslulausn tekin fyrir í dag Umsókn norska fjöldamorðingjans og hryðjuverkamannsins Anders Behring Breivik um reynslulausn verður tekin fyrir í Skien-fangelsinu, suðvestur af Osló í dag. 18. janúar 2022 09:33
Breivik sækist eftir reynslulausn Norskur dómstóll þarf að taka fyrir ósk hryðjuverkamannsins Anders Behring Breivik um reynslulausn eftir að ríkissaksóknari hafnaði beiðninni. Breivik hefur nú afplánað tíu ár af 21 árs fangelsisdómi sem hann hlaut. 27. ágúst 2021 11:55
„Hryðjuverkamaðurinn var einn af okkur“ Tíu ár eru liðin í dag frá voðaverkunum í Osló og Útey, þar sem norskur hryðjuverkamaður myrti 77 manns, aðallega ungmenni í Norska verkamannaflokknum. Fórnarlambanna var minnst víða um heim og minnt á að sjónarmiðin sem hvöttu Anders Behring Breivik til ofbeldisverkanna séu síður en svo útdauð í nútímasamfélagi. 22. júlí 2021 23:30