62 ára prins sakaður um að hafa svindlað sér inn á Ólympíuleikana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2022 11:00 Hubertus von Hohenlohe tekur sjálfan sig ekki of alvarlega þrátt fyrir að vera prins. Hér er hann á Ólympíuleikunum árið 2010. EPA/STEPHAN JANSEN Hubertus von Hohenlohe prins elskar það að keppa á Vetrarólympíuleikunum og það hefur hann þegar gert sex sinnum. Það lítur út fyrir að hann haft einhver brögð í tafli til að koma sér inn á Ólympíuleikana sem hefjast í Peking á föstudaginn. Hubertus von Hohenlohe-Langenburg er kominn með sæti á leikunum en hann keppir fyrir Mexíkó. Þar með er ekki öll sagan sögð því grunur um að undankeppnin hafi verið sett upp til að hjálpa honum og fleirum inn á leikana. Aftonbladet fjallar um málið.Instagram Hubertus er orðinn 62 ára gamall og þetta yrðu hans sjöundu Ólympíuleikar. Hann tók fyrst þátt árið 1984 þegar leikarnir fóru fram í Sarajevo í gömlu Júgóslavíu. Hubertus var síðast með í Sochi árið 2014. 12. og 13. janúar síðastliðinn héldu Jamaíka og Grænhöfðaeyjar "Malbun Exotic Nations Cup" skíðakeppni í Liechtenstein þar sem voru meðal annars keppendur frá Jamaíku, Argentínu og Mexíkó sem voru allir að reyna að vinna sér sæti á leikunum. Austurríska blaðið Krone Zeitung heldur því fram að skíðasambönd Jamaíku, Argentínu og Mexíkó hafi samið um það fyrir keppnina að þeir skíðamenn sem væru lægri á styrkleikalista Alþjóðaskíðasambandsins myndu enda ofar en þeir sem voru hærra skrifaðir. Með því gætu þessu skíðamenn náð sér í dýrmæt stig í baráttunni um síðustu lausu sæti á leikanna. Austurríkismenn eru sérstaklega ósáttir því þetta þýddi að þeir misstu tvo af ellefu skíðamönnum sínum á leikunum í Peking. Einn af þeim skíðamönnum sem voru hærra á styrkleikalistanum var Argentínumaðurinn Cristian Javier Simari Birkner. Með þátttöku hans áttu keppendur möguleika á fleiri stigum. View this post on Instagram A post shared by Hubertus Von Hohenlohe (@hubertushohenlohe) Mexíkóar hafa vísað þessum ásökunum til föðurhúsanna og halda því fram að það hafi ekki verið hægt að falsa úrslitin því keppnin hafi verið sýnd beint í sjónvarpi. „Þú sendir það ekki út í beinni í sjónvarpi þegar þú ert að ræna banka eða stela einhverju,“ skrifaði Hubertus Von Hohenlohe á Instagram síðu sína. Hann kennir Alþjóðaskíðasambandinu um hvernig fór fyrir þessum austurrísku skíðamönnum sem misstu sætið sitt. „Þeir búa til reglur sem enginn skilur og þegar litlar skíðaþjóðir komast á leikana þá er það allt í einu skandall. Aðalskandallinn er að Kínverjar eru með allt aðrar reglur í gildi um hvernig þú kemst á leikana til að tryggja það að kínverskri keppendur komist inn,“ skrifaði Hubertus sem óttast það ekki að missa sæti sitt á leikunum. Hann endaði á kveðju: „Sjáumst í Peking, skrifaði Hubertus. Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Skíðaíþróttir Mexíkó Mest lesið Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Fótbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Sjá meira
Hubertus von Hohenlohe-Langenburg er kominn með sæti á leikunum en hann keppir fyrir Mexíkó. Þar með er ekki öll sagan sögð því grunur um að undankeppnin hafi verið sett upp til að hjálpa honum og fleirum inn á leikana. Aftonbladet fjallar um málið.Instagram Hubertus er orðinn 62 ára gamall og þetta yrðu hans sjöundu Ólympíuleikar. Hann tók fyrst þátt árið 1984 þegar leikarnir fóru fram í Sarajevo í gömlu Júgóslavíu. Hubertus var síðast með í Sochi árið 2014. 12. og 13. janúar síðastliðinn héldu Jamaíka og Grænhöfðaeyjar "Malbun Exotic Nations Cup" skíðakeppni í Liechtenstein þar sem voru meðal annars keppendur frá Jamaíku, Argentínu og Mexíkó sem voru allir að reyna að vinna sér sæti á leikunum. Austurríska blaðið Krone Zeitung heldur því fram að skíðasambönd Jamaíku, Argentínu og Mexíkó hafi samið um það fyrir keppnina að þeir skíðamenn sem væru lægri á styrkleikalista Alþjóðaskíðasambandsins myndu enda ofar en þeir sem voru hærra skrifaðir. Með því gætu þessu skíðamenn náð sér í dýrmæt stig í baráttunni um síðustu lausu sæti á leikanna. Austurríkismenn eru sérstaklega ósáttir því þetta þýddi að þeir misstu tvo af ellefu skíðamönnum sínum á leikunum í Peking. Einn af þeim skíðamönnum sem voru hærra á styrkleikalistanum var Argentínumaðurinn Cristian Javier Simari Birkner. Með þátttöku hans áttu keppendur möguleika á fleiri stigum. View this post on Instagram A post shared by Hubertus Von Hohenlohe (@hubertushohenlohe) Mexíkóar hafa vísað þessum ásökunum til föðurhúsanna og halda því fram að það hafi ekki verið hægt að falsa úrslitin því keppnin hafi verið sýnd beint í sjónvarpi. „Þú sendir það ekki út í beinni í sjónvarpi þegar þú ert að ræna banka eða stela einhverju,“ skrifaði Hubertus Von Hohenlohe á Instagram síðu sína. Hann kennir Alþjóðaskíðasambandinu um hvernig fór fyrir þessum austurrísku skíðamönnum sem misstu sætið sitt. „Þeir búa til reglur sem enginn skilur og þegar litlar skíðaþjóðir komast á leikana þá er það allt í einu skandall. Aðalskandallinn er að Kínverjar eru með allt aðrar reglur í gildi um hvernig þú kemst á leikana til að tryggja það að kínverskri keppendur komist inn,“ skrifaði Hubertus sem óttast það ekki að missa sæti sitt á leikunum. Hann endaði á kveðju: „Sjáumst í Peking, skrifaði Hubertus.
Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Skíðaíþróttir Mexíkó Mest lesið Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Fótbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Sjá meira