62 ára prins sakaður um að hafa svindlað sér inn á Ólympíuleikana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2022 11:00 Hubertus von Hohenlohe tekur sjálfan sig ekki of alvarlega þrátt fyrir að vera prins. Hér er hann á Ólympíuleikunum árið 2010. EPA/STEPHAN JANSEN Hubertus von Hohenlohe prins elskar það að keppa á Vetrarólympíuleikunum og það hefur hann þegar gert sex sinnum. Það lítur út fyrir að hann haft einhver brögð í tafli til að koma sér inn á Ólympíuleikana sem hefjast í Peking á föstudaginn. Hubertus von Hohenlohe-Langenburg er kominn með sæti á leikunum en hann keppir fyrir Mexíkó. Þar með er ekki öll sagan sögð því grunur um að undankeppnin hafi verið sett upp til að hjálpa honum og fleirum inn á leikana. Aftonbladet fjallar um málið.Instagram Hubertus er orðinn 62 ára gamall og þetta yrðu hans sjöundu Ólympíuleikar. Hann tók fyrst þátt árið 1984 þegar leikarnir fóru fram í Sarajevo í gömlu Júgóslavíu. Hubertus var síðast með í Sochi árið 2014. 12. og 13. janúar síðastliðinn héldu Jamaíka og Grænhöfðaeyjar "Malbun Exotic Nations Cup" skíðakeppni í Liechtenstein þar sem voru meðal annars keppendur frá Jamaíku, Argentínu og Mexíkó sem voru allir að reyna að vinna sér sæti á leikunum. Austurríska blaðið Krone Zeitung heldur því fram að skíðasambönd Jamaíku, Argentínu og Mexíkó hafi samið um það fyrir keppnina að þeir skíðamenn sem væru lægri á styrkleikalista Alþjóðaskíðasambandsins myndu enda ofar en þeir sem voru hærra skrifaðir. Með því gætu þessu skíðamenn náð sér í dýrmæt stig í baráttunni um síðustu lausu sæti á leikanna. Austurríkismenn eru sérstaklega ósáttir því þetta þýddi að þeir misstu tvo af ellefu skíðamönnum sínum á leikunum í Peking. Einn af þeim skíðamönnum sem voru hærra á styrkleikalistanum var Argentínumaðurinn Cristian Javier Simari Birkner. Með þátttöku hans áttu keppendur möguleika á fleiri stigum. View this post on Instagram A post shared by Hubertus Von Hohenlohe (@hubertushohenlohe) Mexíkóar hafa vísað þessum ásökunum til föðurhúsanna og halda því fram að það hafi ekki verið hægt að falsa úrslitin því keppnin hafi verið sýnd beint í sjónvarpi. „Þú sendir það ekki út í beinni í sjónvarpi þegar þú ert að ræna banka eða stela einhverju,“ skrifaði Hubertus Von Hohenlohe á Instagram síðu sína. Hann kennir Alþjóðaskíðasambandinu um hvernig fór fyrir þessum austurrísku skíðamönnum sem misstu sætið sitt. „Þeir búa til reglur sem enginn skilur og þegar litlar skíðaþjóðir komast á leikana þá er það allt í einu skandall. Aðalskandallinn er að Kínverjar eru með allt aðrar reglur í gildi um hvernig þú kemst á leikana til að tryggja það að kínverskri keppendur komist inn,“ skrifaði Hubertus sem óttast það ekki að missa sæti sitt á leikunum. Hann endaði á kveðju: „Sjáumst í Peking, skrifaði Hubertus. Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Skíðaíþróttir Mexíkó Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Stjarnfræðileg upphæð fyrir Super Bowl auglýsingu Í klandri eftir að hafa þóst míga á bikar „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Sjá meira
Hubertus von Hohenlohe-Langenburg er kominn með sæti á leikunum en hann keppir fyrir Mexíkó. Þar með er ekki öll sagan sögð því grunur um að undankeppnin hafi verið sett upp til að hjálpa honum og fleirum inn á leikana. Aftonbladet fjallar um málið.Instagram Hubertus er orðinn 62 ára gamall og þetta yrðu hans sjöundu Ólympíuleikar. Hann tók fyrst þátt árið 1984 þegar leikarnir fóru fram í Sarajevo í gömlu Júgóslavíu. Hubertus var síðast með í Sochi árið 2014. 12. og 13. janúar síðastliðinn héldu Jamaíka og Grænhöfðaeyjar "Malbun Exotic Nations Cup" skíðakeppni í Liechtenstein þar sem voru meðal annars keppendur frá Jamaíku, Argentínu og Mexíkó sem voru allir að reyna að vinna sér sæti á leikunum. Austurríska blaðið Krone Zeitung heldur því fram að skíðasambönd Jamaíku, Argentínu og Mexíkó hafi samið um það fyrir keppnina að þeir skíðamenn sem væru lægri á styrkleikalista Alþjóðaskíðasambandsins myndu enda ofar en þeir sem voru hærra skrifaðir. Með því gætu þessu skíðamenn náð sér í dýrmæt stig í baráttunni um síðustu lausu sæti á leikanna. Austurríkismenn eru sérstaklega ósáttir því þetta þýddi að þeir misstu tvo af ellefu skíðamönnum sínum á leikunum í Peking. Einn af þeim skíðamönnum sem voru hærra á styrkleikalistanum var Argentínumaðurinn Cristian Javier Simari Birkner. Með þátttöku hans áttu keppendur möguleika á fleiri stigum. View this post on Instagram A post shared by Hubertus Von Hohenlohe (@hubertushohenlohe) Mexíkóar hafa vísað þessum ásökunum til föðurhúsanna og halda því fram að það hafi ekki verið hægt að falsa úrslitin því keppnin hafi verið sýnd beint í sjónvarpi. „Þú sendir það ekki út í beinni í sjónvarpi þegar þú ert að ræna banka eða stela einhverju,“ skrifaði Hubertus Von Hohenlohe á Instagram síðu sína. Hann kennir Alþjóðaskíðasambandinu um hvernig fór fyrir þessum austurrísku skíðamönnum sem misstu sætið sitt. „Þeir búa til reglur sem enginn skilur og þegar litlar skíðaþjóðir komast á leikana þá er það allt í einu skandall. Aðalskandallinn er að Kínverjar eru með allt aðrar reglur í gildi um hvernig þú kemst á leikana til að tryggja það að kínverskri keppendur komist inn,“ skrifaði Hubertus sem óttast það ekki að missa sæti sitt á leikunum. Hann endaði á kveðju: „Sjáumst í Peking, skrifaði Hubertus.
Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Skíðaíþróttir Mexíkó Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Stjarnfræðileg upphæð fyrir Super Bowl auglýsingu Í klandri eftir að hafa þóst míga á bikar „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti