Innlent

Varð vitni að því þegar menn reyndu að spenna upp hurð

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Þrír voru stöðvaðir í umferðinni grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna.
Þrír voru stöðvaðir í umferðinni grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Vísir/Vilhelm

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um innbrot í hverfi 110 í gærkvöldi en sá sem hringdi inn varð vitni að því þegar tveir menn reyndu að spenna upp hurð að fyrirtæki.

Mennirnir höfðu áður farið inn í bifreið þess sem tilkynnti og stolið reiðufé og greiðslukortum og tókst að endingu að komast undan á bifreið þar sem búið var að hylja skráningarnúmerið.

Lögregla handtók einnig mann í póstnúmerinu 105 en sá var í annarlegu ástandi og er grunaður um eignaspjöll og brot á lögreglusamþykkt Reykjavíkurborgar. Þá var maður handtekinn í Garðabæ grunaður um ræktun fíkniefna en á heimili hans fundust fíkniefnaplöntur, búnaður sem notaður var við ræktunina og tilbúin fíkniefni.

Þrír voru stöðvaðir í umferðinni grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×