„Ég hef ekki átt neinar samræður við ÍR“ Atli Arason skrifar 31. janúar 2022 19:01 Ragnar Örn Bragason Vísir/Bára Dröfn Ragnar Þór Bragason, leikmaður Þórs Þorlákshafnar, segir ekkert til í þeim sögusögnum að hann sé á leiðinni aftur í Breiðholtið. „Það eru kjaftasögur um einhverjar skiptingar hjá Þór Þorlákshöfn. Að Raggi Braga sé að fara aftur í ÍR og að Þór ætli að fylla í hans pláss með erlendum leikmanni,“ sagði Teitur Örlygsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds, í þættinum síðastliðinn föstudag. Það hefur ringt inn tilkynningum á símanum hans Ragnars frá því að Teitur deildi þessari leigubílasögu í Körfuboltakvöldi. „Sjálfur heyrði ég þessa sögusögn fyrst í hádeginu á föstudaginn og hún kom úr ótrúlegustu átt. Svo eftir leik gegn Stjörnunni þá kom þetta fram í körfuboltakvöldi og þá fékk ég fullt af spurningum á Facebook og annars staðar,“ sagði Ragnar í viðtali við Vísi í dag. Ragnar segir þó að ekkert sé til í þessari kjaftasögu. Hann er ekki á leiðinni aftur til ÍR en félagaskiptaglugginn lokar í dag. „Nei, það er ekki staðan eins og hún er í dag allavegana. Ég hef í raun bara heyrt þessar sögusagnir í kringum mig eins og aðrir. Ég er búinn að spyrja Lalla af því hvort hann sé að selja mig og hann neitar því. Ég er ekki að fara neitt nema hann sé að ljúga af mér, það er eini möguleikinn.“ Eins greint var frá fyrr í dag þá samdi Þór við Kyle Johnson en Johnson mun þó ekki leika með liðinu gegn Vestra í kvöld. „Hann ferðaðist ekki með liðinu í gær en verður sennilega klár fyrir næsta leik sem er á móti ÍR. Það verður sennilega skemmtilegt að mæta þangað eftir allt þetta,“ sagði Rangar og hló. Eftir að Þór tilkynnti komu Kyle Johnson, þá reyndist helmingur af kjaftasögu Teits vera sönn og gaf því sögunni um brottför Ragnars byr undir báða vængi. Ragnar hefur ákveðnar kenningar yfir því hvernig hans nafn dregst inn í söguna. „Það er alltaf hægt að reyna að leggja einn og einn saman og fá þetta út en í þessari tilteknu jöfnu þá vantar samt annan ásinn þannig þetta dæmi gengur upp. Þetta er einhver uppspuni út frá mínum bakgrunni sem einhver sagði einhverjum og þessi saga fór greinilega þetta langt. Ég hef ekki átt neinar samræður við ÍR,“ sagði Ragnar Þór Bragason, leikmaður Þórs Þorlákshafnar, að endingu. Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn ÍR Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Fleiri fréttir Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Sjá meira
„Það eru kjaftasögur um einhverjar skiptingar hjá Þór Þorlákshöfn. Að Raggi Braga sé að fara aftur í ÍR og að Þór ætli að fylla í hans pláss með erlendum leikmanni,“ sagði Teitur Örlygsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds, í þættinum síðastliðinn föstudag. Það hefur ringt inn tilkynningum á símanum hans Ragnars frá því að Teitur deildi þessari leigubílasögu í Körfuboltakvöldi. „Sjálfur heyrði ég þessa sögusögn fyrst í hádeginu á föstudaginn og hún kom úr ótrúlegustu átt. Svo eftir leik gegn Stjörnunni þá kom þetta fram í körfuboltakvöldi og þá fékk ég fullt af spurningum á Facebook og annars staðar,“ sagði Ragnar í viðtali við Vísi í dag. Ragnar segir þó að ekkert sé til í þessari kjaftasögu. Hann er ekki á leiðinni aftur til ÍR en félagaskiptaglugginn lokar í dag. „Nei, það er ekki staðan eins og hún er í dag allavegana. Ég hef í raun bara heyrt þessar sögusagnir í kringum mig eins og aðrir. Ég er búinn að spyrja Lalla af því hvort hann sé að selja mig og hann neitar því. Ég er ekki að fara neitt nema hann sé að ljúga af mér, það er eini möguleikinn.“ Eins greint var frá fyrr í dag þá samdi Þór við Kyle Johnson en Johnson mun þó ekki leika með liðinu gegn Vestra í kvöld. „Hann ferðaðist ekki með liðinu í gær en verður sennilega klár fyrir næsta leik sem er á móti ÍR. Það verður sennilega skemmtilegt að mæta þangað eftir allt þetta,“ sagði Rangar og hló. Eftir að Þór tilkynnti komu Kyle Johnson, þá reyndist helmingur af kjaftasögu Teits vera sönn og gaf því sögunni um brottför Ragnars byr undir báða vængi. Ragnar hefur ákveðnar kenningar yfir því hvernig hans nafn dregst inn í söguna. „Það er alltaf hægt að reyna að leggja einn og einn saman og fá þetta út en í þessari tilteknu jöfnu þá vantar samt annan ásinn þannig þetta dæmi gengur upp. Þetta er einhver uppspuni út frá mínum bakgrunni sem einhver sagði einhverjum og þessi saga fór greinilega þetta langt. Ég hef ekki átt neinar samræður við ÍR,“ sagði Ragnar Þór Bragason, leikmaður Þórs Þorlákshafnar, að endingu.
Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn ÍR Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Fleiri fréttir Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Sjá meira