Strangar sóttvarnareglur eru í gildi á leikunum en keppendum ber að einangra sig og halda sig í sérstakri „búbblu.“
Keppendur þurfa að sýna fram á neikvætt Covid-próf fyrir komuna til Peking og taka þar að auki Covid-próf daglega. Breska ríkisútvarpið greinir frá.
Kínversk stjórnvöld taka aukinn fjölda smita alvarlega en um tuttugu íbúar Peking greindust smitaðir í höfuðborginni í gær.
Þá komu 34 smit komið upp innan „búbblu“ keppenda og annarra sem að mótinu koma. Þar af hafa að minnsta kosti þrettán keppendur greinst smitaðir.
Stjórnvöld kveðast vinna að lokunum hverfa víðsvegar í borginni og að minnsta kosti tvær milljónir íbúa í Peking eru látnir fara í Covid-próf.
Sjá einnig: 211 smitaðir og þrettán milljónir í útgöngubann