Tugir dæmdir til dauða fyrir morðið á sérfræðingum SÞ í Kongó Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. janúar 2022 08:44 Zaida Catalan og Michael Sharp voru myrt í Austur-Kongó árið 2017. Getty/Artur Widak Um fimmtíu manns voru dæmdir til dauða í Austur-Kongó í gær í tengslum við morðið á tveimur sérfræðingum Sameinuðu þjóðanna árið 2017. Svíinn Zaida Catalan og Bandaríkjamaðurinn Michael Sharp voru að rannsaka átök stjórnarhers Austur-Kongó og vígahópa í héraðinu Kasai í mars 2017 þegar þau voru stöðvuð af hópi vopnaðra manna, flutt á akur og tekin af lífi. Yfirvöld í Kongó kenndu Kamuina Nsapu vígahópnum um morðin og tóku í fyrstu fyrir að nokkur opinber starfmaður hefði komið að morðunum. Síðar var ofursti í kongóska hernum handtekinn og nokkrir aðrir opinberir starfsmenn, sem sögðust vinna með vígamönnunum, vegna morðanna. Mannréttindahópar hafa lýst því yfir að þau telji yfirvöld hafa hundsað aðkomu háttsettra embættismanna að morðunum og fjölskyldur Catalan og Sharp hafa þá sagt að þau telji að skipuleggjendur morðanna hafi ekki verið í hópi þeirra sem voru dæmdir. Réttarhöldin hafa staðið yfir í nær fimm ár en þeim hefur ítrekað seinkað vegna dauða grunaðra í gæsluvarðhaldi. Herdómstóll dæmdi loks í málinu í gær. Meðal þeirra sem dæmdir voru til dauða var Thomas Nkashama, maður sem vann við landamæragæslu á svæðinu og talinn er hafa hitt Catalan og Sharp daginn fyrir morðin. Jean de Dieu Mambweni, ofursti sem hitti þau áður en þau lögðu af stað í verkefnið, var dæmdur í tíu ára fangelsi. Fjöldi sakborninga, sem dæmdir voru sekir, var ekki viðstaddur við dómsuppkvaðninguna. Margir þeirra höfðu annað hvort ekki verið handteknir eða sloppið úr varðhaldi. Austur-Kongó Sameinuðu þjóðirnar Svíþjóð Bandaríkin Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Svíinn Zaida Catalan og Bandaríkjamaðurinn Michael Sharp voru að rannsaka átök stjórnarhers Austur-Kongó og vígahópa í héraðinu Kasai í mars 2017 þegar þau voru stöðvuð af hópi vopnaðra manna, flutt á akur og tekin af lífi. Yfirvöld í Kongó kenndu Kamuina Nsapu vígahópnum um morðin og tóku í fyrstu fyrir að nokkur opinber starfmaður hefði komið að morðunum. Síðar var ofursti í kongóska hernum handtekinn og nokkrir aðrir opinberir starfsmenn, sem sögðust vinna með vígamönnunum, vegna morðanna. Mannréttindahópar hafa lýst því yfir að þau telji yfirvöld hafa hundsað aðkomu háttsettra embættismanna að morðunum og fjölskyldur Catalan og Sharp hafa þá sagt að þau telji að skipuleggjendur morðanna hafi ekki verið í hópi þeirra sem voru dæmdir. Réttarhöldin hafa staðið yfir í nær fimm ár en þeim hefur ítrekað seinkað vegna dauða grunaðra í gæsluvarðhaldi. Herdómstóll dæmdi loks í málinu í gær. Meðal þeirra sem dæmdir voru til dauða var Thomas Nkashama, maður sem vann við landamæragæslu á svæðinu og talinn er hafa hitt Catalan og Sharp daginn fyrir morðin. Jean de Dieu Mambweni, ofursti sem hitti þau áður en þau lögðu af stað í verkefnið, var dæmdur í tíu ára fangelsi. Fjöldi sakborninga, sem dæmdir voru sekir, var ekki viðstaddur við dómsuppkvaðninguna. Margir þeirra höfðu annað hvort ekki verið handteknir eða sloppið úr varðhaldi.
Austur-Kongó Sameinuðu þjóðirnar Svíþjóð Bandaríkin Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira