„Þetta er spennandi og stórt verkefni“ Smári Jökull Jónsson skrifar 29. janúar 2022 12:07 Þóra Kristín Ásgeirsdóttir Þóra Kristín Ásgeirsdóttir hefur verið orðuð við formannsstöðu SÁÁ eftir afsögn Einars Hermannssonar í vikunni. Hún staðfestir að aðilar innan samtakanna hafi komið að máli við sig varðandi formannsstöðuna. Einar Hermannsson sagði af sér sem formaður SÁÁ í vikunni eftir að sagt var frá því að hann hefði svarað auglýsingu á netinu fyrir nokkrum árum þar sem í boði hafi verið kynlíf gegn greiðslu. Þetta er annað stóra málið sem kemur upp hjá samtökunum á síðustu vikum en um miðjan janúar var greint frá því að eftirlitsdeild Sjúkratrygginga Íslands hefði krafið SÁÁ um tæpar 175 milljóna endurgreiðslu vegna tilhæfulausra reikninga. Það mál er nú til rannsóknar. Gustað hefur um SÁÁ á undanförnum vikum.Vísir/Vilhelm Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, sem nú starfar sem upplýsingafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar, staðfestir í samtali við fréttastofu að hún hafi fengið hvatningu til þess að bjóða sig fram. Hún á sæti í aðalstjórn SÁÁ. „Fólk innan samtakanna sem er áhugasamt um þessi mál hefur talað við mig. Ég er bara að hugsa mitt mál og ætla að taka mér minn tíma. Þetta er spennandi og stórt verkefni,“ sagði Þóra Kristín. Hún sagði að ekki væri búið að boða til aðalfundar samtakanna og að formaður væri kosinn þar. „Ef til þess kemur mun ég bjóða mig fram á aðalfundi og leggja það í dóm félagsmanna hvort þeir vilji mig í þetta embætti,“ sagði Þóra og bætti við að mögulega þyrfti að gera ákveðnar breytingar innan samtakanna. „Mögulega myndi ég gera breytingar. Ég myndi væntanlega ekki starfa þarna innanhúss heldur þætti mér eðlilegra að ráða framkvæmdastjóra sem myndi starfa undir formanni og stjórn samtakanna að þeim breytingum sem þurfa að fara í hönd.“ Ólga innan SÁÁ Félagasamtök Mál Einars Hermannssonar Fíkn Tengdar fréttir Fordæma hegðun Einars og boða formannskjör Framkvæmdastjórn SÁÁ fordæmir Einar Hermannsonar vegna vændiskaupa hans sem greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Nýtt formannskjör fer fram á föstudaginn. 25. janúar 2022 21:38 Afsögn formanns SÁÁ: Svaraði auglýsingu um kynlíf gegn greiðslu Einar Hermannsson hefur sagt af sér sem formaður SÁÁ. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá honum til fjölmiðla. Hann segir ástæðuna þá að hann hafi svarað auglýsingu á netinu fyrir einhverjum árum þar sem í boði hafi verið kynlíf gegn greiðslu. Það mál hafi ratað aftur upp á yfirborðið. 24. janúar 2022 16:57 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Sjá meira
Einar Hermannsson sagði af sér sem formaður SÁÁ í vikunni eftir að sagt var frá því að hann hefði svarað auglýsingu á netinu fyrir nokkrum árum þar sem í boði hafi verið kynlíf gegn greiðslu. Þetta er annað stóra málið sem kemur upp hjá samtökunum á síðustu vikum en um miðjan janúar var greint frá því að eftirlitsdeild Sjúkratrygginga Íslands hefði krafið SÁÁ um tæpar 175 milljóna endurgreiðslu vegna tilhæfulausra reikninga. Það mál er nú til rannsóknar. Gustað hefur um SÁÁ á undanförnum vikum.Vísir/Vilhelm Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, sem nú starfar sem upplýsingafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar, staðfestir í samtali við fréttastofu að hún hafi fengið hvatningu til þess að bjóða sig fram. Hún á sæti í aðalstjórn SÁÁ. „Fólk innan samtakanna sem er áhugasamt um þessi mál hefur talað við mig. Ég er bara að hugsa mitt mál og ætla að taka mér minn tíma. Þetta er spennandi og stórt verkefni,“ sagði Þóra Kristín. Hún sagði að ekki væri búið að boða til aðalfundar samtakanna og að formaður væri kosinn þar. „Ef til þess kemur mun ég bjóða mig fram á aðalfundi og leggja það í dóm félagsmanna hvort þeir vilji mig í þetta embætti,“ sagði Þóra og bætti við að mögulega þyrfti að gera ákveðnar breytingar innan samtakanna. „Mögulega myndi ég gera breytingar. Ég myndi væntanlega ekki starfa þarna innanhúss heldur þætti mér eðlilegra að ráða framkvæmdastjóra sem myndi starfa undir formanni og stjórn samtakanna að þeim breytingum sem þurfa að fara í hönd.“
Ólga innan SÁÁ Félagasamtök Mál Einars Hermannssonar Fíkn Tengdar fréttir Fordæma hegðun Einars og boða formannskjör Framkvæmdastjórn SÁÁ fordæmir Einar Hermannsonar vegna vændiskaupa hans sem greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Nýtt formannskjör fer fram á föstudaginn. 25. janúar 2022 21:38 Afsögn formanns SÁÁ: Svaraði auglýsingu um kynlíf gegn greiðslu Einar Hermannsson hefur sagt af sér sem formaður SÁÁ. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá honum til fjölmiðla. Hann segir ástæðuna þá að hann hafi svarað auglýsingu á netinu fyrir einhverjum árum þar sem í boði hafi verið kynlíf gegn greiðslu. Það mál hafi ratað aftur upp á yfirborðið. 24. janúar 2022 16:57 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Sjá meira
Fordæma hegðun Einars og boða formannskjör Framkvæmdastjórn SÁÁ fordæmir Einar Hermannsonar vegna vændiskaupa hans sem greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Nýtt formannskjör fer fram á föstudaginn. 25. janúar 2022 21:38
Afsögn formanns SÁÁ: Svaraði auglýsingu um kynlíf gegn greiðslu Einar Hermannsson hefur sagt af sér sem formaður SÁÁ. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá honum til fjölmiðla. Hann segir ástæðuna þá að hann hafi svarað auglýsingu á netinu fyrir einhverjum árum þar sem í boði hafi verið kynlíf gegn greiðslu. Það mál hafi ratað aftur upp á yfirborðið. 24. janúar 2022 16:57