Minnst níu löggur skutu mann með dúkahníf Samúel Karl Ólason skrifar 28. janúar 2022 11:32 Eins og sjá má á myndinni lyfti maðurinn hendinni í átt að lögregluþjónum þegar hann var skotinn. Lögreglan hefur sagt að hann hafi ekki verið með byssu en ekki hefuer verið greint frá því á hverju maðurinn hélt. Minnst níu lögregluþjónar skutu mann til bana í Nashville í Bandaríkjunum í gær. Maðurinn var vopnaður dúkahníf og höfðu lögregluþjónar verið að ræða við hann í um hálftíma þegar þeir skutu hann til bana. Maðurinn sem var skotinn hét Landon Eastep og var 37 ára gamall. Hann sat á vegriði á hraðbraut í Nashville í gær þegar lögregluþjónn nálgaðist hann og bauð honum far. Lögreglan segir að Eastep hafi hrint lögregluþjóninum og tekið upp dúkahníf. Lögregluþjónar frá minnst þremur embættum fjölmenntu á vettvangi á meðan rætt var við Eastep og reynt að fá hann til að leggja frá sér hnífinn. Lögregluþjónarnir stóðu í hálfhring andspænis honum eftir um það bil hálftíma viðræður þegar Eastep tók eitthvað úr vasa sínum og beindi að lögregluþjónum. Washington Post hefur eftir Don Aaron, talsmanni lögreglunnar í Nashville, að lögregluþjónarnir hafi þurft að verja sig þar sem þeir vissu ekki hvort Eastep væri að beina byssu að þeim. Síðan þá hefur lögreglan sagt að Eastep hafi ekki verið með byssu en ekki hefur verið sagt hvað hann var með í hendinni. Fjölmiðlar ytra hafa birt myndband af atvikinu og lögreglan í Nashville hefur gert slíkt hið sama. Vert er að vara lesendur við myndböndunum en þau gætu vakið óhug. Að neðan er skjáskot úr einu myndbandanna. Atvikið er til rannsóknar.Youtube/Skjáskot Atvikið er, samkvæmt frétt Tennessean, til rannsóknar hjá Tennessee Bureau of Investigation, æðsta lögregluembætti ríkisins. Blaðamaður Washington Post ræddi við mágkonu Eastep sem sagði fjölskylduna í áfalli. Hún sagði einnig að mágur sinn hefði verið skotinn að ástæðulausu. Hann hefði ekki átt skilið að deyja. Hér má sjá frétt NewsChannel5 frá Nashville þar sem meðal annars er rætt við Don Aaron um atvikið. Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Þrír lögregluþjónar ákærðir fyrir að skjóta átta ára stúlku til bana Þrír lögregluþjónar í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum voru ákærðir fyrir manndráp í vikunni. Það er vegna skothríðar þeirra fyrir utan leikvang framhaldsskóla í bænum Sharon Hill í ágúst þar sem átta ára stúlka varð fyrir skoti og dó. 21. janúar 2022 17:01 Drógu flugmann úr brakinu andartökum áður en lest keyrði yfir það Lögreglumönnum í Los Angeles í Bandaríkjunum tókst að bjarga flugmanni úr braki lítillar Cessnu-flugvélar sem hrapað hafði á lestarteina, örfáum sekúndum áður en að afvífandi lest keyrði yfir brakið á miklum hraða. 10. janúar 2022 13:01 Birtu myndband af slysaskoti sem banaði fjórtán ára stúlku Lögreglan í Los Angeles í Bandaríkjunum birti í gær myndband af atviki þar sem fjórtán ára stúlka var skotin til bana fyrir mistök. Stúlkan varð fyrir skoti úr byssu lögregluþjóns sem fór í gegnum vegg og inn í mátunarklefa þar sem hún var í felum með móður sinni. 28. desember 2021 15:15 Ekki ákærður fyrir að skjóta handjárnaðan mann: „Þú ert að fara að deyja, vinur minn“ Lögregluþjónn í Utah í Bandaríkjunum braut ekki af sér í starfi þegar hann skaut handjárnaðan mann í höfuðið á lögreglustöð fyrir tveimur árum. Myndbönd af banaskotinu sýna lögregluþjóninn segja: „Þú ert að fara að deyja, vinur minn“, áður en hann tók upp byssu sína og skaut manninn í höfuðið í miklu návígi. 23. júlí 2021 10:59 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Rigning í kortunum Veður Fleiri fréttir Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sjá meira
Maðurinn sem var skotinn hét Landon Eastep og var 37 ára gamall. Hann sat á vegriði á hraðbraut í Nashville í gær þegar lögregluþjónn nálgaðist hann og bauð honum far. Lögreglan segir að Eastep hafi hrint lögregluþjóninum og tekið upp dúkahníf. Lögregluþjónar frá minnst þremur embættum fjölmenntu á vettvangi á meðan rætt var við Eastep og reynt að fá hann til að leggja frá sér hnífinn. Lögregluþjónarnir stóðu í hálfhring andspænis honum eftir um það bil hálftíma viðræður þegar Eastep tók eitthvað úr vasa sínum og beindi að lögregluþjónum. Washington Post hefur eftir Don Aaron, talsmanni lögreglunnar í Nashville, að lögregluþjónarnir hafi þurft að verja sig þar sem þeir vissu ekki hvort Eastep væri að beina byssu að þeim. Síðan þá hefur lögreglan sagt að Eastep hafi ekki verið með byssu en ekki hefur verið sagt hvað hann var með í hendinni. Fjölmiðlar ytra hafa birt myndband af atvikinu og lögreglan í Nashville hefur gert slíkt hið sama. Vert er að vara lesendur við myndböndunum en þau gætu vakið óhug. Að neðan er skjáskot úr einu myndbandanna. Atvikið er til rannsóknar.Youtube/Skjáskot Atvikið er, samkvæmt frétt Tennessean, til rannsóknar hjá Tennessee Bureau of Investigation, æðsta lögregluembætti ríkisins. Blaðamaður Washington Post ræddi við mágkonu Eastep sem sagði fjölskylduna í áfalli. Hún sagði einnig að mágur sinn hefði verið skotinn að ástæðulausu. Hann hefði ekki átt skilið að deyja. Hér má sjá frétt NewsChannel5 frá Nashville þar sem meðal annars er rætt við Don Aaron um atvikið. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Þrír lögregluþjónar ákærðir fyrir að skjóta átta ára stúlku til bana Þrír lögregluþjónar í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum voru ákærðir fyrir manndráp í vikunni. Það er vegna skothríðar þeirra fyrir utan leikvang framhaldsskóla í bænum Sharon Hill í ágúst þar sem átta ára stúlka varð fyrir skoti og dó. 21. janúar 2022 17:01 Drógu flugmann úr brakinu andartökum áður en lest keyrði yfir það Lögreglumönnum í Los Angeles í Bandaríkjunum tókst að bjarga flugmanni úr braki lítillar Cessnu-flugvélar sem hrapað hafði á lestarteina, örfáum sekúndum áður en að afvífandi lest keyrði yfir brakið á miklum hraða. 10. janúar 2022 13:01 Birtu myndband af slysaskoti sem banaði fjórtán ára stúlku Lögreglan í Los Angeles í Bandaríkjunum birti í gær myndband af atviki þar sem fjórtán ára stúlka var skotin til bana fyrir mistök. Stúlkan varð fyrir skoti úr byssu lögregluþjóns sem fór í gegnum vegg og inn í mátunarklefa þar sem hún var í felum með móður sinni. 28. desember 2021 15:15 Ekki ákærður fyrir að skjóta handjárnaðan mann: „Þú ert að fara að deyja, vinur minn“ Lögregluþjónn í Utah í Bandaríkjunum braut ekki af sér í starfi þegar hann skaut handjárnaðan mann í höfuðið á lögreglustöð fyrir tveimur árum. Myndbönd af banaskotinu sýna lögregluþjóninn segja: „Þú ert að fara að deyja, vinur minn“, áður en hann tók upp byssu sína og skaut manninn í höfuðið í miklu návígi. 23. júlí 2021 10:59 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Rigning í kortunum Veður Fleiri fréttir Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sjá meira
Þrír lögregluþjónar ákærðir fyrir að skjóta átta ára stúlku til bana Þrír lögregluþjónar í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum voru ákærðir fyrir manndráp í vikunni. Það er vegna skothríðar þeirra fyrir utan leikvang framhaldsskóla í bænum Sharon Hill í ágúst þar sem átta ára stúlka varð fyrir skoti og dó. 21. janúar 2022 17:01
Drógu flugmann úr brakinu andartökum áður en lest keyrði yfir það Lögreglumönnum í Los Angeles í Bandaríkjunum tókst að bjarga flugmanni úr braki lítillar Cessnu-flugvélar sem hrapað hafði á lestarteina, örfáum sekúndum áður en að afvífandi lest keyrði yfir brakið á miklum hraða. 10. janúar 2022 13:01
Birtu myndband af slysaskoti sem banaði fjórtán ára stúlku Lögreglan í Los Angeles í Bandaríkjunum birti í gær myndband af atviki þar sem fjórtán ára stúlka var skotin til bana fyrir mistök. Stúlkan varð fyrir skoti úr byssu lögregluþjóns sem fór í gegnum vegg og inn í mátunarklefa þar sem hún var í felum með móður sinni. 28. desember 2021 15:15
Ekki ákærður fyrir að skjóta handjárnaðan mann: „Þú ert að fara að deyja, vinur minn“ Lögregluþjónn í Utah í Bandaríkjunum braut ekki af sér í starfi þegar hann skaut handjárnaðan mann í höfuðið á lögreglustöð fyrir tveimur árum. Myndbönd af banaskotinu sýna lögregluþjóninn segja: „Þú ert að fara að deyja, vinur minn“, áður en hann tók upp byssu sína og skaut manninn í höfuðið í miklu návígi. 23. júlí 2021 10:59