James og Durant fyrirliðar í stjörnuleiknum Sindri Sverrisson skrifar 28. janúar 2022 07:31 Stephen Curry hélt upp á sæti í stjörnuliði vesturdeildarinnar með öruggum sigri í gærkvöld. AP/Jeff Chiu Búið er að kjósa byrjunarliðin í stjörnuleik NBA-deildarinnar í körfubolta. LeBron James og Kevin Durant hlutu besta kosningu og eru fyrirliðar liðanna. Stjörnuleikurinn fer fram í Cleveland 10. febrúar og James snýr því aftur í sína gömlu heimaborg þar sem hann bæði hóf NBA-ferilinn með Cavaliers árið 2003 og vann NBA-meistaratitil árið 2016. Þetta er í 18. sinn í röð sem að James er valinn í stjörnuliðið og hann hefur verið fyrirliði öll fimm árin síðan að fyrirkomulagi stjörnuleiksins var breytt. Óvissa ríkir hins vegar um þátttöku Durants sem á við meiðsli í hné að stríða. Morant og Wiggins í fyrsta sinn Auk James eru í liði vesturdeildarinnar mikilvægasti leikmaður síðustu leiktíðar; Nikola Jokic úr Denver Nuggets, og þeir Stephen Curry og Andrew Wiggins úr Golden State Warriors, og Ja Morant úr Memphis Grizzlies. Þetta verður í fyrsta sinn sem Morant og Wiggins spila stjörnuleikinn. The Western Conference #NBAAllStar Starters Pool!@KingJames (Captain)@StephenCurry30 Nikola Jokic@JaMorant @22wiggins pic.twitter.com/V1mYl1v1j3— NBA (@NBA) January 28, 2022 Ásamt Durant eru í liði austurdeildarinnar þeir Giannis Antetokounmpo úr Milwaukee Bucks, Joel Embiid úr Philadelphia 76ers, Trae Young úr Atlanta Hawks og DeMar DeRozan úr Chicago Bulls. The Eastern Conference #NBAAllStar Starters Pool! @KDTrey5 (Captain)@Giannis_An34@DeMar_DeRozan @JoelEmbiid@TheTraeYoung pic.twitter.com/xeHV7fHWt5— NBA (@NBA) January 28, 2022 Atkvæði stuðningsmanna giltu 50% í kosningunni, sérfræðingar úr fjölmiðlastéttinni fengu 25% vægi og leikmenn úr deildinni 25% vægi en niðurstöðurnar má sjá hér. Three voting groups determined the starters: Fans (50%) NBA players (25%) Media panel 25%) Complete voting results here: https://t.co/h4VCEaRwVRBelow are the overall scores for the top finishers at each position. pic.twitter.com/W6An0FhzgY— NBA Communications (@NBAPR) January 28, 2022 Skvettubræður í stuði og Lakers töpuðu án James Aðeins tveir leikir voru á dagskrá í NBA-deildinni í nótt. Skvettubræðurnir Stephen Curry og Klay Thompson skoruðu samtals 52 stig fyrir Golden State í 124-115 sigri gegn Minnesota Timberwolves. Heimamenn í Golden State settu alls niður 21 þriggja stiga skot í leiknum. A new season-high for Klay Thompson, 23 PTS (5-9 3PM)!Watch Now on TNT pic.twitter.com/5NjJTzqG9T— NBA (@NBA) January 28, 2022 LeBron James fékk svo hvíld í leik LA Lakers gegn Philadelphia 76ers þar sem heimamenn í Philadelphia unnu sigur, 105-87, þrátt fyrir 31 stig og 12 fráköst Anthony Davis. Joel Embiid var ekki upp á sitt besta en skoraði engu að síður 26 stig og tók níu fráköst fyrir Philadelphia, en hann klikkaði til að mynda á öllum fimm þriggja stiga skotum sínum. NBA Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
Stjörnuleikurinn fer fram í Cleveland 10. febrúar og James snýr því aftur í sína gömlu heimaborg þar sem hann bæði hóf NBA-ferilinn með Cavaliers árið 2003 og vann NBA-meistaratitil árið 2016. Þetta er í 18. sinn í röð sem að James er valinn í stjörnuliðið og hann hefur verið fyrirliði öll fimm árin síðan að fyrirkomulagi stjörnuleiksins var breytt. Óvissa ríkir hins vegar um þátttöku Durants sem á við meiðsli í hné að stríða. Morant og Wiggins í fyrsta sinn Auk James eru í liði vesturdeildarinnar mikilvægasti leikmaður síðustu leiktíðar; Nikola Jokic úr Denver Nuggets, og þeir Stephen Curry og Andrew Wiggins úr Golden State Warriors, og Ja Morant úr Memphis Grizzlies. Þetta verður í fyrsta sinn sem Morant og Wiggins spila stjörnuleikinn. The Western Conference #NBAAllStar Starters Pool!@KingJames (Captain)@StephenCurry30 Nikola Jokic@JaMorant @22wiggins pic.twitter.com/V1mYl1v1j3— NBA (@NBA) January 28, 2022 Ásamt Durant eru í liði austurdeildarinnar þeir Giannis Antetokounmpo úr Milwaukee Bucks, Joel Embiid úr Philadelphia 76ers, Trae Young úr Atlanta Hawks og DeMar DeRozan úr Chicago Bulls. The Eastern Conference #NBAAllStar Starters Pool! @KDTrey5 (Captain)@Giannis_An34@DeMar_DeRozan @JoelEmbiid@TheTraeYoung pic.twitter.com/xeHV7fHWt5— NBA (@NBA) January 28, 2022 Atkvæði stuðningsmanna giltu 50% í kosningunni, sérfræðingar úr fjölmiðlastéttinni fengu 25% vægi og leikmenn úr deildinni 25% vægi en niðurstöðurnar má sjá hér. Three voting groups determined the starters: Fans (50%) NBA players (25%) Media panel 25%) Complete voting results here: https://t.co/h4VCEaRwVRBelow are the overall scores for the top finishers at each position. pic.twitter.com/W6An0FhzgY— NBA Communications (@NBAPR) January 28, 2022 Skvettubræður í stuði og Lakers töpuðu án James Aðeins tveir leikir voru á dagskrá í NBA-deildinni í nótt. Skvettubræðurnir Stephen Curry og Klay Thompson skoruðu samtals 52 stig fyrir Golden State í 124-115 sigri gegn Minnesota Timberwolves. Heimamenn í Golden State settu alls niður 21 þriggja stiga skot í leiknum. A new season-high for Klay Thompson, 23 PTS (5-9 3PM)!Watch Now on TNT pic.twitter.com/5NjJTzqG9T— NBA (@NBA) January 28, 2022 LeBron James fékk svo hvíld í leik LA Lakers gegn Philadelphia 76ers þar sem heimamenn í Philadelphia unnu sigur, 105-87, þrátt fyrir 31 stig og 12 fráköst Anthony Davis. Joel Embiid var ekki upp á sitt besta en skoraði engu að síður 26 stig og tók níu fráköst fyrir Philadelphia, en hann klikkaði til að mynda á öllum fimm þriggja stiga skotum sínum.
NBA Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira