Ánetjaðist ópíóíðum til að losna við krónískan sársaukann Sunna Valgerðardóttir skrifar 27. janúar 2022 18:35 Kristín fékk ávísað fjölda ópíóíða, missterkum, vegna mikilla og krónískra verkja. Hún segir að líkaminn sé ótrúlega fljótur að mynda þol og var hún fljótt farin að taka mun meira magn heldur en læknirinn ráðlagði henni. Vísir/Aðsend mynd Kona sem var greind með endómetríósu um tvítugt hafði enga aðra leið til að lina sársaukann en að nota morfínlyf í fjölda ára. Hún notaði stóra skammta af Parkódín Forte, Tramól, Oxycontin og Ketógan, en þurfti á endanum að fara í meðferð til að hætta. Krónískir verkjasjúklingar þurfa oft að nota sterka ópíóíða árum saman í bið eftir aðgerð eða greiningu. Kompás fjallaði um notkun ópíóíða á Íslandi og fjölgun notenda ávanabindandi lyfja. Fram hefur komið að fjöldi Oxycontin-notenda hefur vaxið úr um 500 í 3.500 á tíu árum og ópíóíðafíklum á Vogi fjölgar sömuleiðis ár frá ári. „Venjuleg” verkjalyf virka ekki Um þrjú þúsund konur eru greindar með endómetríósu á Íslandi. Eitt megineinkennið eru sárir og djúpir verkir í móðurlífi, sem geta lagst á allan líkamann. Flestar konur með sjúkdóminn þurfa sterk verkjalyf og fá gjarnan ávísað parkódín forte, tramól, oxycontin og fleiri ópíóíðum. Venjuleg verkjalyf, eins og Paratabs og Ibufen, gera oft ekkert gagn. Kolbrún Stígsdóttir, formaður Samtaka um endómetríósu, segir langflestar konur sem þjást af sjúkdómnum þurfa sterk verkjalyf. Sumar hafa þurft morfín í æð í verstu köstunum. „Við höfum allar, einhvern tímann á lífsleiðinni, þurft að taka þessi lyf. Eða við þurfum allar að taka þessi verkjalyf á einhverjum tímapunkti.” Meðalgreiningartími kvenna með endómetríósu er sjö ár. „Þær eru oft búnar að vera á sterkum verkjalyfjum í mörg ár. Maður hefur heyrt dæmi um að það hafi tekið 30 ár að fá greiningu,” segir Kolbrún. „Við höfum heyrt af konum í samtökunum sem hafa þurft að fara í meðferð til þess að hætta á lyfjum.” Kolbrún Stígsdóttir, formaður Samtaka um endómetríósu, segir sterk verkjalyf oftar en ekki einu meðferðina sem konur sem þjást af sjúkdómnum fá. Hún segir oft skorta fræðslu um skaðsemi lyfjanna frá læknum.Vísir/Arnar Kristín Ósk er ein þeirra. Hún var greind með endómetríósu rúmlega tvítug, eftir að hafa kvalist í mörg ár. „Þetta er svo ofboðslega lamandi. Fótunum, lífinu þínu, er bara kippt undan þér,” segir Kristín. „Örvæntingin hún er svo mikil. Þér er svo ofboðslega illt.” Kristín byrjaði eins og margir, að nota bara Parkódín og svo Parkódín Forte. „Svo var þetta orðið Parkódín Forte og Tramól. Svo var ég komin upp í Parkódín Forte og eitthvað aukalyf með, eins og Ketógan. Ég notaði stærstu skammtana af Oxycontin. En það voru reyndar lyf sem mér líkaði ekki og ég náði að hætta á þeim sjálf. En ætli ég hafi ekki bara virkilega verið ein af þeim heppnu þegar kom að því.” Endaði á Vogi eftir margra ára lyfjaneyslu Kristín endaði sína vegferð á Vog og Vík til að losa sig undan lyfjunum, en hún var farin að nota kvíðastillandi og svefntöflur með ópíóíðunum, eins og algengt er. Kristín er nú laus undan fíkn morfínlyfjanna og líður sömuleiðis vel af verkjunum, eftir að hún fór í aðgerð vegna endómetríósunnar erlendis. Vísir/Aðsend mynd „Þetta er bara ömurlegur veruleiki,” segir hún. „Og ég veit að það eru svo ótrúlega margar konur sem búa við þennan veruleika en eru bara stimplaðar sem fíklar.” Kristín er í dag að mestu laus við verkina, en hún fór í aðgerð erlendis vegna sjúkdómsins. Heilbrigðismál Kompás Fíkn Kvenheilsa Lyf Tengdar fréttir Þingmenn krefjast viðbragða stjórnvalda vegna ofneyslu ópíóíða Þingmenn tveggja stjórnarandstöðuflokka ræddu á Alþingi hinn nýja ópíóíðafaraldur undir dagskrárliðnum störfum þingsins. Þingmaður Pírata segir notkun ávanabindandi lyfja á Íslandi svo mikla, eins og fram hefur komið í fréttum, að stjórnvöld verði að grípa til aðgerða strax. Þingmaður Flokks fólksins segir biðlista eftir aðgerðum einn aðal sökudólginn. 27. janúar 2022 11:36 3.000 Íslendingar fá ávísað mörgum ávanabindandi lyfjum á sama tíma Aldrei hafa fleiri Íslendingar leyst út jafn margar tegundir af ávanabindandi lyfjum heldur en í fyrra. Íslenskur almenningur notar sömuleiðis mun meira af tauga- og geðlyfjum en fólk annars staðar á Norðurlöndum. 25. janúar 2022 23:01 Margfalt fleiri nota Oxycontin nú en fyrir tíu árum Um 3.500 manns eru nú skráðir neytendur ópíóíðans Oxycontin. Þeir voru um 500 fyrir áratug. Lyfjatengd andlát hafa aldrei verið fleiri en á fyrri helmingi síðasta árs. 24. janúar 2022 18:45 Nýr ópíóíðafaraldur: „Í stöðugri lífshættu nokkrum sinnum á dag” Tuttugu og eitt þúsund Íslendingar eru langtímanotendur ávanabindandi lyfja. Lyfjatengd andlát eru algengust á Íslandi af Norðurlöndunum og hafa þau aldrei verið fleiri en á fyrri helming síðasta árs. 25. janúar 2022 07:00 Málefni sjúklinga með endómetríósu tekin til tímabærrar skoðunar Heilbrigðisráðherra hefur svarað fyrirspurn minni á Alþingi um meðhöndlun endómetríósu (legslímuflakks). Líkt og ég hef áður fjallað um á þessum vettvangi, getur sjúkdómurinn valdið sárum verkjum og ófrjósemi, en talið er að hann hrjái allt að 10% kvenna og að meðalgreiningartími hans sé allt að 7-9 ár. 18. janúar 2022 07:01 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Sjá meira
Kompás fjallaði um notkun ópíóíða á Íslandi og fjölgun notenda ávanabindandi lyfja. Fram hefur komið að fjöldi Oxycontin-notenda hefur vaxið úr um 500 í 3.500 á tíu árum og ópíóíðafíklum á Vogi fjölgar sömuleiðis ár frá ári. „Venjuleg” verkjalyf virka ekki Um þrjú þúsund konur eru greindar með endómetríósu á Íslandi. Eitt megineinkennið eru sárir og djúpir verkir í móðurlífi, sem geta lagst á allan líkamann. Flestar konur með sjúkdóminn þurfa sterk verkjalyf og fá gjarnan ávísað parkódín forte, tramól, oxycontin og fleiri ópíóíðum. Venjuleg verkjalyf, eins og Paratabs og Ibufen, gera oft ekkert gagn. Kolbrún Stígsdóttir, formaður Samtaka um endómetríósu, segir langflestar konur sem þjást af sjúkdómnum þurfa sterk verkjalyf. Sumar hafa þurft morfín í æð í verstu köstunum. „Við höfum allar, einhvern tímann á lífsleiðinni, þurft að taka þessi lyf. Eða við þurfum allar að taka þessi verkjalyf á einhverjum tímapunkti.” Meðalgreiningartími kvenna með endómetríósu er sjö ár. „Þær eru oft búnar að vera á sterkum verkjalyfjum í mörg ár. Maður hefur heyrt dæmi um að það hafi tekið 30 ár að fá greiningu,” segir Kolbrún. „Við höfum heyrt af konum í samtökunum sem hafa þurft að fara í meðferð til þess að hætta á lyfjum.” Kolbrún Stígsdóttir, formaður Samtaka um endómetríósu, segir sterk verkjalyf oftar en ekki einu meðferðina sem konur sem þjást af sjúkdómnum fá. Hún segir oft skorta fræðslu um skaðsemi lyfjanna frá læknum.Vísir/Arnar Kristín Ósk er ein þeirra. Hún var greind með endómetríósu rúmlega tvítug, eftir að hafa kvalist í mörg ár. „Þetta er svo ofboðslega lamandi. Fótunum, lífinu þínu, er bara kippt undan þér,” segir Kristín. „Örvæntingin hún er svo mikil. Þér er svo ofboðslega illt.” Kristín byrjaði eins og margir, að nota bara Parkódín og svo Parkódín Forte. „Svo var þetta orðið Parkódín Forte og Tramól. Svo var ég komin upp í Parkódín Forte og eitthvað aukalyf með, eins og Ketógan. Ég notaði stærstu skammtana af Oxycontin. En það voru reyndar lyf sem mér líkaði ekki og ég náði að hætta á þeim sjálf. En ætli ég hafi ekki bara virkilega verið ein af þeim heppnu þegar kom að því.” Endaði á Vogi eftir margra ára lyfjaneyslu Kristín endaði sína vegferð á Vog og Vík til að losa sig undan lyfjunum, en hún var farin að nota kvíðastillandi og svefntöflur með ópíóíðunum, eins og algengt er. Kristín er nú laus undan fíkn morfínlyfjanna og líður sömuleiðis vel af verkjunum, eftir að hún fór í aðgerð vegna endómetríósunnar erlendis. Vísir/Aðsend mynd „Þetta er bara ömurlegur veruleiki,” segir hún. „Og ég veit að það eru svo ótrúlega margar konur sem búa við þennan veruleika en eru bara stimplaðar sem fíklar.” Kristín er í dag að mestu laus við verkina, en hún fór í aðgerð erlendis vegna sjúkdómsins.
Heilbrigðismál Kompás Fíkn Kvenheilsa Lyf Tengdar fréttir Þingmenn krefjast viðbragða stjórnvalda vegna ofneyslu ópíóíða Þingmenn tveggja stjórnarandstöðuflokka ræddu á Alþingi hinn nýja ópíóíðafaraldur undir dagskrárliðnum störfum þingsins. Þingmaður Pírata segir notkun ávanabindandi lyfja á Íslandi svo mikla, eins og fram hefur komið í fréttum, að stjórnvöld verði að grípa til aðgerða strax. Þingmaður Flokks fólksins segir biðlista eftir aðgerðum einn aðal sökudólginn. 27. janúar 2022 11:36 3.000 Íslendingar fá ávísað mörgum ávanabindandi lyfjum á sama tíma Aldrei hafa fleiri Íslendingar leyst út jafn margar tegundir af ávanabindandi lyfjum heldur en í fyrra. Íslenskur almenningur notar sömuleiðis mun meira af tauga- og geðlyfjum en fólk annars staðar á Norðurlöndum. 25. janúar 2022 23:01 Margfalt fleiri nota Oxycontin nú en fyrir tíu árum Um 3.500 manns eru nú skráðir neytendur ópíóíðans Oxycontin. Þeir voru um 500 fyrir áratug. Lyfjatengd andlát hafa aldrei verið fleiri en á fyrri helmingi síðasta árs. 24. janúar 2022 18:45 Nýr ópíóíðafaraldur: „Í stöðugri lífshættu nokkrum sinnum á dag” Tuttugu og eitt þúsund Íslendingar eru langtímanotendur ávanabindandi lyfja. Lyfjatengd andlát eru algengust á Íslandi af Norðurlöndunum og hafa þau aldrei verið fleiri en á fyrri helming síðasta árs. 25. janúar 2022 07:00 Málefni sjúklinga með endómetríósu tekin til tímabærrar skoðunar Heilbrigðisráðherra hefur svarað fyrirspurn minni á Alþingi um meðhöndlun endómetríósu (legslímuflakks). Líkt og ég hef áður fjallað um á þessum vettvangi, getur sjúkdómurinn valdið sárum verkjum og ófrjósemi, en talið er að hann hrjái allt að 10% kvenna og að meðalgreiningartími hans sé allt að 7-9 ár. 18. janúar 2022 07:01 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Sjá meira
Þingmenn krefjast viðbragða stjórnvalda vegna ofneyslu ópíóíða Þingmenn tveggja stjórnarandstöðuflokka ræddu á Alþingi hinn nýja ópíóíðafaraldur undir dagskrárliðnum störfum þingsins. Þingmaður Pírata segir notkun ávanabindandi lyfja á Íslandi svo mikla, eins og fram hefur komið í fréttum, að stjórnvöld verði að grípa til aðgerða strax. Þingmaður Flokks fólksins segir biðlista eftir aðgerðum einn aðal sökudólginn. 27. janúar 2022 11:36
3.000 Íslendingar fá ávísað mörgum ávanabindandi lyfjum á sama tíma Aldrei hafa fleiri Íslendingar leyst út jafn margar tegundir af ávanabindandi lyfjum heldur en í fyrra. Íslenskur almenningur notar sömuleiðis mun meira af tauga- og geðlyfjum en fólk annars staðar á Norðurlöndum. 25. janúar 2022 23:01
Margfalt fleiri nota Oxycontin nú en fyrir tíu árum Um 3.500 manns eru nú skráðir neytendur ópíóíðans Oxycontin. Þeir voru um 500 fyrir áratug. Lyfjatengd andlát hafa aldrei verið fleiri en á fyrri helmingi síðasta árs. 24. janúar 2022 18:45
Nýr ópíóíðafaraldur: „Í stöðugri lífshættu nokkrum sinnum á dag” Tuttugu og eitt þúsund Íslendingar eru langtímanotendur ávanabindandi lyfja. Lyfjatengd andlát eru algengust á Íslandi af Norðurlöndunum og hafa þau aldrei verið fleiri en á fyrri helming síðasta árs. 25. janúar 2022 07:00
Málefni sjúklinga með endómetríósu tekin til tímabærrar skoðunar Heilbrigðisráðherra hefur svarað fyrirspurn minni á Alþingi um meðhöndlun endómetríósu (legslímuflakks). Líkt og ég hef áður fjallað um á þessum vettvangi, getur sjúkdómurinn valdið sárum verkjum og ófrjósemi, en talið er að hann hrjái allt að 10% kvenna og að meðalgreiningartími hans sé allt að 7-9 ár. 18. janúar 2022 07:01