Jakob Frímann vill fá „prompter“ við púltið í þingsal Jakob Bjarnar skrifar 26. janúar 2022 16:52 Jakob Frímann er þegar farinn að huga að því hvernig gera má útsendingar frá þinginu skemmtilegri. vísir/vilhelm Þeir sem fylgjast með störfum þingsins sperrtu eyrun þegar Stuðmaðurinn Jakob Frímann Magnússon, þingmaður Flokks fólksins, flutti ræðu þar sem hann fór fram á að fá svokallaðan „promter“ fyrir þingmenn þegar þeir flytja ræður sínar. Um er að ræða sérstakan skjá sem sjónvarpsþulir lesa af texta sinn en horfa um leið í linsuna. „Herra forseti. Ég vil ræða störf þingsins og með hvaða hætti við gætum bætt okkur í þeim efnum og þá er það nú fyrst og fremst á tæknilega sviðinu,“ sagði Jakob Frímann. Væri meiri myndarbragur af ræðunum Hann sagðist hafa talið að þegar margir þeirra sem koma í pontu séu með skrifaðar ræður, sérstaklega þegar þingmenn eru í beinni útsendingu sem þjóðin getur fylgst með. Jakob segir að sennilega sé meira um það en margan gruni. Klippa: Jakob Frímann vill prompter á Alþingi „[Það] væri meiri myndarbragur yfir því að menn gætu horft upp úr ræðunni, ef það væri einhvers konar „prompter“ eða skjár t.d. hér beint á móti þar sem menn gætu lesið af tölvunni, af slíkum skjá, og horfst í augu við þjóð sína á meðan þeir flytja mál sitt, og vonandi með enn meira sannfærandi hætti.“ Vill gera útsendinguna frá þinginu skemmtilegri Jakob fræðir þá þingheim um að þetta þekki allir sem hafa verið í útsendingum í sjónvarpi eða á ráðstefnum. Og um sé að ræða tiltölulega viðtekinn, nútímalegur máti. „Og þá sömuleiðis ef menn vilja leggja sérstaka áherslu á á mál sitt og gera það með myndarbrag, að geta gripið til stoðtækja á borð við skjá á vegg tengdan við tölvu, með áhersluatriðum í máli og myndum. Þetta get ég fullyrt af eigin raun að hefur gert ræður margra eftirminnilegri, skýrari og skemmtilegri.“ Jakob Frímann lauk máli sínu á að leggja til, og af því tilefni að þingheimur væri í beinni útsendingu og ýmsir hafi kannski stolist til þess að fylgjast með einhverju öðru en Alþingi nefnilega landsleiknum, „að við fjölguðum útsendingarvinklum og gerðum útsendinguna þeim mun skemmtilegri fyrir þá sem horfa.“ Alþingi Flokkur fólksins Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Sjá meira
Um er að ræða sérstakan skjá sem sjónvarpsþulir lesa af texta sinn en horfa um leið í linsuna. „Herra forseti. Ég vil ræða störf þingsins og með hvaða hætti við gætum bætt okkur í þeim efnum og þá er það nú fyrst og fremst á tæknilega sviðinu,“ sagði Jakob Frímann. Væri meiri myndarbragur af ræðunum Hann sagðist hafa talið að þegar margir þeirra sem koma í pontu séu með skrifaðar ræður, sérstaklega þegar þingmenn eru í beinni útsendingu sem þjóðin getur fylgst með. Jakob segir að sennilega sé meira um það en margan gruni. Klippa: Jakob Frímann vill prompter á Alþingi „[Það] væri meiri myndarbragur yfir því að menn gætu horft upp úr ræðunni, ef það væri einhvers konar „prompter“ eða skjár t.d. hér beint á móti þar sem menn gætu lesið af tölvunni, af slíkum skjá, og horfst í augu við þjóð sína á meðan þeir flytja mál sitt, og vonandi með enn meira sannfærandi hætti.“ Vill gera útsendinguna frá þinginu skemmtilegri Jakob fræðir þá þingheim um að þetta þekki allir sem hafa verið í útsendingum í sjónvarpi eða á ráðstefnum. Og um sé að ræða tiltölulega viðtekinn, nútímalegur máti. „Og þá sömuleiðis ef menn vilja leggja sérstaka áherslu á á mál sitt og gera það með myndarbrag, að geta gripið til stoðtækja á borð við skjá á vegg tengdan við tölvu, með áhersluatriðum í máli og myndum. Þetta get ég fullyrt af eigin raun að hefur gert ræður margra eftirminnilegri, skýrari og skemmtilegri.“ Jakob Frímann lauk máli sínu á að leggja til, og af því tilefni að þingheimur væri í beinni útsendingu og ýmsir hafi kannski stolist til þess að fylgjast með einhverju öðru en Alþingi nefnilega landsleiknum, „að við fjölguðum útsendingarvinklum og gerðum útsendinguna þeim mun skemmtilegri fyrir þá sem horfa.“
Alþingi Flokkur fólksins Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Sjá meira