Jakob Frímann vill fá „prompter“ við púltið í þingsal Jakob Bjarnar skrifar 26. janúar 2022 16:52 Jakob Frímann er þegar farinn að huga að því hvernig gera má útsendingar frá þinginu skemmtilegri. vísir/vilhelm Þeir sem fylgjast með störfum þingsins sperrtu eyrun þegar Stuðmaðurinn Jakob Frímann Magnússon, þingmaður Flokks fólksins, flutti ræðu þar sem hann fór fram á að fá svokallaðan „promter“ fyrir þingmenn þegar þeir flytja ræður sínar. Um er að ræða sérstakan skjá sem sjónvarpsþulir lesa af texta sinn en horfa um leið í linsuna. „Herra forseti. Ég vil ræða störf þingsins og með hvaða hætti við gætum bætt okkur í þeim efnum og þá er það nú fyrst og fremst á tæknilega sviðinu,“ sagði Jakob Frímann. Væri meiri myndarbragur af ræðunum Hann sagðist hafa talið að þegar margir þeirra sem koma í pontu séu með skrifaðar ræður, sérstaklega þegar þingmenn eru í beinni útsendingu sem þjóðin getur fylgst með. Jakob segir að sennilega sé meira um það en margan gruni. Klippa: Jakob Frímann vill prompter á Alþingi „[Það] væri meiri myndarbragur yfir því að menn gætu horft upp úr ræðunni, ef það væri einhvers konar „prompter“ eða skjár t.d. hér beint á móti þar sem menn gætu lesið af tölvunni, af slíkum skjá, og horfst í augu við þjóð sína á meðan þeir flytja mál sitt, og vonandi með enn meira sannfærandi hætti.“ Vill gera útsendinguna frá þinginu skemmtilegri Jakob fræðir þá þingheim um að þetta þekki allir sem hafa verið í útsendingum í sjónvarpi eða á ráðstefnum. Og um sé að ræða tiltölulega viðtekinn, nútímalegur máti. „Og þá sömuleiðis ef menn vilja leggja sérstaka áherslu á á mál sitt og gera það með myndarbrag, að geta gripið til stoðtækja á borð við skjá á vegg tengdan við tölvu, með áhersluatriðum í máli og myndum. Þetta get ég fullyrt af eigin raun að hefur gert ræður margra eftirminnilegri, skýrari og skemmtilegri.“ Jakob Frímann lauk máli sínu á að leggja til, og af því tilefni að þingheimur væri í beinni útsendingu og ýmsir hafi kannski stolist til þess að fylgjast með einhverju öðru en Alþingi nefnilega landsleiknum, „að við fjölguðum útsendingarvinklum og gerðum útsendinguna þeim mun skemmtilegri fyrir þá sem horfa.“ Alþingi Flokkur fólksins Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira
Um er að ræða sérstakan skjá sem sjónvarpsþulir lesa af texta sinn en horfa um leið í linsuna. „Herra forseti. Ég vil ræða störf þingsins og með hvaða hætti við gætum bætt okkur í þeim efnum og þá er það nú fyrst og fremst á tæknilega sviðinu,“ sagði Jakob Frímann. Væri meiri myndarbragur af ræðunum Hann sagðist hafa talið að þegar margir þeirra sem koma í pontu séu með skrifaðar ræður, sérstaklega þegar þingmenn eru í beinni útsendingu sem þjóðin getur fylgst með. Jakob segir að sennilega sé meira um það en margan gruni. Klippa: Jakob Frímann vill prompter á Alþingi „[Það] væri meiri myndarbragur yfir því að menn gætu horft upp úr ræðunni, ef það væri einhvers konar „prompter“ eða skjár t.d. hér beint á móti þar sem menn gætu lesið af tölvunni, af slíkum skjá, og horfst í augu við þjóð sína á meðan þeir flytja mál sitt, og vonandi með enn meira sannfærandi hætti.“ Vill gera útsendinguna frá þinginu skemmtilegri Jakob fræðir þá þingheim um að þetta þekki allir sem hafa verið í útsendingum í sjónvarpi eða á ráðstefnum. Og um sé að ræða tiltölulega viðtekinn, nútímalegur máti. „Og þá sömuleiðis ef menn vilja leggja sérstaka áherslu á á mál sitt og gera það með myndarbrag, að geta gripið til stoðtækja á borð við skjá á vegg tengdan við tölvu, með áhersluatriðum í máli og myndum. Þetta get ég fullyrt af eigin raun að hefur gert ræður margra eftirminnilegri, skýrari og skemmtilegri.“ Jakob Frímann lauk máli sínu á að leggja til, og af því tilefni að þingheimur væri í beinni útsendingu og ýmsir hafi kannski stolist til þess að fylgjast með einhverju öðru en Alþingi nefnilega landsleiknum, „að við fjölguðum útsendingarvinklum og gerðum útsendinguna þeim mun skemmtilegri fyrir þá sem horfa.“
Alþingi Flokkur fólksins Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira