Davis sneri aftur í flottum sigri og Clippers unnu upp 35 stiga forskot Sindri Sverrisson skrifar 26. janúar 2022 07:30 Anthony Davis til varnar gegn James Harden í sigri Lakers gegn Nets í nótt. AP/Frank Franklin II Los Angeles Lakers fagnaði endurkomu Anthony Davis með flottum sigri gegn Brooklyn Nets í NBA-deildinni í New York í gærkvöld, 106-96, þar sem LeBron James skoraði 33 stig. „Mér finnst ég vera tilbúinn,“ sagði Davis eftir leik en hann spilaði 25 mínútur eftir að hafa misst af 17 leikjum í röð vegna meiðsla í vinstra hné, og skoraði átta stig. James skoraði ekki bara 33 stig heldur tók sjö fráköst og gaf sex stoðsendingar, en hápunkturinn var um miðjan fjórða leikhluta þegar hann stal boltanum og tróð honum, tvisvar í röð, og kom Lakers í 100-85. Ekki var að sjá að meiðsli trufluðu Davis nokkuð lengur þegar hann fagnaði félaga sínum af krafti. 33 PTS | 7 REB | 6 AST | 3 STL | 2 BLK@KingJames filled the stat sheet in the @Lakers win in Brooklyn! #LakeShow pic.twitter.com/Lu76l4dfrb— NBA (@NBA) January 26, 2022 James Harden var allt í öllu hjá Brooklyn með 33 stig, 12 fráköst og 11 stoðendingar, en Kevin Durant er enn úr leik vegna meiðsla og óbólusettur Kyrie Irving má ekki spila leiki í New York. Tryggðu sér sigur með fjögurra stiga sókn í lokin Hápunktur kvöldsins var þó ekki endurkoma Davis heldur endurkoma LA Clippers sem á einhvern ótrúlegan hátt unnu Washington Wizards þrátt fyrir að lenda 35 stigum undir. Lið hefur ekki unnið upp slíkt forskot í NBA-deildinni síðan árið 2009, en rúsínan í pylsuendanum var fjögurra stiga sókn Luke Kennard þegar hann tryggði Clippers 116-115 sigur. The @LAClippers came back from 35 down tonight...the NBA's largest comeback since 2009!@LukeKennard5 added some late game heroics knocking down the game winning 4-point-play! #ClipperNation pic.twitter.com/jBE0uTpgzv— NBA (@NBA) January 26, 2022 Úrslitin í nótt: Philadelphia 117-107 New Orleans Detroit 105-110 Denver Toronto 125-113 Charlotte Washington 115-116 LA Clippers Boston 128-75 Sacramento Brooklyn 96-106 LA Lakers Houston 104-134 San Antonio Golden State 130-92 Dallas Portland 107-109 Minnesota NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
„Mér finnst ég vera tilbúinn,“ sagði Davis eftir leik en hann spilaði 25 mínútur eftir að hafa misst af 17 leikjum í röð vegna meiðsla í vinstra hné, og skoraði átta stig. James skoraði ekki bara 33 stig heldur tók sjö fráköst og gaf sex stoðsendingar, en hápunkturinn var um miðjan fjórða leikhluta þegar hann stal boltanum og tróð honum, tvisvar í röð, og kom Lakers í 100-85. Ekki var að sjá að meiðsli trufluðu Davis nokkuð lengur þegar hann fagnaði félaga sínum af krafti. 33 PTS | 7 REB | 6 AST | 3 STL | 2 BLK@KingJames filled the stat sheet in the @Lakers win in Brooklyn! #LakeShow pic.twitter.com/Lu76l4dfrb— NBA (@NBA) January 26, 2022 James Harden var allt í öllu hjá Brooklyn með 33 stig, 12 fráköst og 11 stoðendingar, en Kevin Durant er enn úr leik vegna meiðsla og óbólusettur Kyrie Irving má ekki spila leiki í New York. Tryggðu sér sigur með fjögurra stiga sókn í lokin Hápunktur kvöldsins var þó ekki endurkoma Davis heldur endurkoma LA Clippers sem á einhvern ótrúlegan hátt unnu Washington Wizards þrátt fyrir að lenda 35 stigum undir. Lið hefur ekki unnið upp slíkt forskot í NBA-deildinni síðan árið 2009, en rúsínan í pylsuendanum var fjögurra stiga sókn Luke Kennard þegar hann tryggði Clippers 116-115 sigur. The @LAClippers came back from 35 down tonight...the NBA's largest comeback since 2009!@LukeKennard5 added some late game heroics knocking down the game winning 4-point-play! #ClipperNation pic.twitter.com/jBE0uTpgzv— NBA (@NBA) January 26, 2022 Úrslitin í nótt: Philadelphia 117-107 New Orleans Detroit 105-110 Denver Toronto 125-113 Charlotte Washington 115-116 LA Clippers Boston 128-75 Sacramento Brooklyn 96-106 LA Lakers Houston 104-134 San Antonio Golden State 130-92 Dallas Portland 107-109 Minnesota NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Úrslitin í nótt: Philadelphia 117-107 New Orleans Detroit 105-110 Denver Toronto 125-113 Charlotte Washington 115-116 LA Clippers Boston 128-75 Sacramento Brooklyn 96-106 LA Lakers Houston 104-134 San Antonio Golden State 130-92 Dallas Portland 107-109 Minnesota
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira