Brady úr leik | Ein dramatískasta helgi í sögu NFL Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. janúar 2022 12:00 Brady labbar af velli í nótt. Hugsanlega í síðasta skiptið á ferlinum. vísir/getty Átta liða úrslitin í NFL-deildinni um helgina verða lengi í minnum höfð. Þrír leikir réðust á lokasparki leikjanna og einn fór í framlengingu. Laugardagurinn byrjaði með látum þegar sigurvegararnir í Þjóðadeildinni og Ameríkudeildinni féllu úr leik. Cincinnati Bengals skellti Tennesse Titans, 19-16, og San Francisco fór svo til Green Bay og vann frækinn sigur, 13-10, þó svo sókn liðsins hefði ekki skorað snertimark í leiknum. Það var þó aðeins reykurinn af réttunum í gærkvöldi og nótt varð allt vitlaust. Í fyrri leik dagsins gerði LA Rams sér lítið fyrir og skellti meisturum Tampa Bay, 30-27. Rams komst í 27-3 en Tampa kom til baka af fullum krafti með Tom Brady fremstan í flokki. Endurkoma sem minnti á þegar Brady kom til baka gegn Atlanta í Super Bowl eftir að hafa verið 28-3 undir. PLAYOFF. LENNY.@Buccaneers tie it up!📺: #LARvsTB on NBC📱: https://t.co/6Hz1DjFj3t pic.twitter.com/sjPdUuExuf— NFL (@NFL) January 23, 2022 Buccaneers jafnaði leikinn 27-27 er lítið var eftir en það var enn tími fyrir Rams að stela leiknum. Leikstjórnandi þeirra átti langa sendingu á útherjann Cooper Kupp sem kom liðinu í vallarmarksstöðu. Rams skoraði úr vallarmarkinu um leið og leiktímanum lauk. .@CooperKupp put the team on his back.This ending was WILD. #LARvsTB pic.twitter.com/6clEXf9SQq— NFL (@NFL) January 23, 2022 Meistararnir því búnir og Tom Brady segist ekki hafa gert upp við sig hvort hann mæti aftur til leiks í haust. Hann er orðinn 44 ára gamall. Tívolibomburnar komu svo í lokaatriðinu sem var leikur Kansas City Chiefs og Buffalo Bills. Sturlaður leikur sem Kansas vann í framlengingu, 42-36. Dramatíkin á síðustu tveimur mínútum leiksins var með ólíkindum. Liðin skiptust þrisvar á forskotinu og spiluðu í raun fullkomlega. JOSH ALLEN AND GABRIEL DAVIS' 4TH TD GIVES THE BILLS THE LEAD WITH 17 SECONDS.📺: #BUFvsKC on CBS📱: https://t.co/bCIjXIlFWh pic.twitter.com/DgdL4Pwvnd— NFL (@NFL) January 24, 2022 Bills virtist þó vera búið að vinna leikinn með snertimarki er 13 sekúndur lifðu leiks. 13 sekúndur dugðu aftur á móti Patrick Mahomes, leikstjórnanda Chiefs, til þess að koma liðinu í vallarmarksfæri og jafna um leið og leiktíminn rann út. MAHOMES HAD 13 SECONDS! #NFLPlayoffs pic.twitter.com/68g4cJ0sqW— NFL (@NFL) January 24, 2022 Bæði Mahomes og Josh Allen, leikstjórnandi Bills, voru að spila fullkominn leik. Það vissu því allir að mikið væri undir í hlutkestinu. Hvort liðið byrjaði með boltann í framlengingunni. Það var Kansas sem vann hlutkestið. Mahomes hafði engan áhuga á því að leyfa Allen að koma aftur inn á völlinn. Hann keyrði liðið alla leið upp völlinn og kastaði á Travis Kelce fyrir snertimarki sem kláraði leikinn. Lygilegur leikur. THIS VIEW OF THE WINNER. 🤯 pic.twitter.com/c7CntozVF0— NFL (@NFL) January 24, 2022 Undanúrslit deildarinnar fara fram næsta sunnudag. 49ers sækir þá Rams heim en Kansas tekur á Bengals. Báðir leikir að sjálfsögðu í beinni á Stöð 2 Sport. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur. NFL Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Fleiri fréttir Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Í beinni: Fram - Víkingur | Fram getur blandað sér í toppbaráttuna Í beinni: Valur - FH | Sjóðheitir Valsmenn taka á móti slakasta útivallaliðinu LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Norris á ráspól í Belgíu á morgun Sjá meira
Laugardagurinn byrjaði með látum þegar sigurvegararnir í Þjóðadeildinni og Ameríkudeildinni féllu úr leik. Cincinnati Bengals skellti Tennesse Titans, 19-16, og San Francisco fór svo til Green Bay og vann frækinn sigur, 13-10, þó svo sókn liðsins hefði ekki skorað snertimark í leiknum. Það var þó aðeins reykurinn af réttunum í gærkvöldi og nótt varð allt vitlaust. Í fyrri leik dagsins gerði LA Rams sér lítið fyrir og skellti meisturum Tampa Bay, 30-27. Rams komst í 27-3 en Tampa kom til baka af fullum krafti með Tom Brady fremstan í flokki. Endurkoma sem minnti á þegar Brady kom til baka gegn Atlanta í Super Bowl eftir að hafa verið 28-3 undir. PLAYOFF. LENNY.@Buccaneers tie it up!📺: #LARvsTB on NBC📱: https://t.co/6Hz1DjFj3t pic.twitter.com/sjPdUuExuf— NFL (@NFL) January 23, 2022 Buccaneers jafnaði leikinn 27-27 er lítið var eftir en það var enn tími fyrir Rams að stela leiknum. Leikstjórnandi þeirra átti langa sendingu á útherjann Cooper Kupp sem kom liðinu í vallarmarksstöðu. Rams skoraði úr vallarmarkinu um leið og leiktímanum lauk. .@CooperKupp put the team on his back.This ending was WILD. #LARvsTB pic.twitter.com/6clEXf9SQq— NFL (@NFL) January 23, 2022 Meistararnir því búnir og Tom Brady segist ekki hafa gert upp við sig hvort hann mæti aftur til leiks í haust. Hann er orðinn 44 ára gamall. Tívolibomburnar komu svo í lokaatriðinu sem var leikur Kansas City Chiefs og Buffalo Bills. Sturlaður leikur sem Kansas vann í framlengingu, 42-36. Dramatíkin á síðustu tveimur mínútum leiksins var með ólíkindum. Liðin skiptust þrisvar á forskotinu og spiluðu í raun fullkomlega. JOSH ALLEN AND GABRIEL DAVIS' 4TH TD GIVES THE BILLS THE LEAD WITH 17 SECONDS.📺: #BUFvsKC on CBS📱: https://t.co/bCIjXIlFWh pic.twitter.com/DgdL4Pwvnd— NFL (@NFL) January 24, 2022 Bills virtist þó vera búið að vinna leikinn með snertimarki er 13 sekúndur lifðu leiks. 13 sekúndur dugðu aftur á móti Patrick Mahomes, leikstjórnanda Chiefs, til þess að koma liðinu í vallarmarksfæri og jafna um leið og leiktíminn rann út. MAHOMES HAD 13 SECONDS! #NFLPlayoffs pic.twitter.com/68g4cJ0sqW— NFL (@NFL) January 24, 2022 Bæði Mahomes og Josh Allen, leikstjórnandi Bills, voru að spila fullkominn leik. Það vissu því allir að mikið væri undir í hlutkestinu. Hvort liðið byrjaði með boltann í framlengingunni. Það var Kansas sem vann hlutkestið. Mahomes hafði engan áhuga á því að leyfa Allen að koma aftur inn á völlinn. Hann keyrði liðið alla leið upp völlinn og kastaði á Travis Kelce fyrir snertimarki sem kláraði leikinn. Lygilegur leikur. THIS VIEW OF THE WINNER. 🤯 pic.twitter.com/c7CntozVF0— NFL (@NFL) January 24, 2022 Undanúrslit deildarinnar fara fram næsta sunnudag. 49ers sækir þá Rams heim en Kansas tekur á Bengals. Báðir leikir að sjálfsögðu í beinni á Stöð 2 Sport. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Fleiri fréttir Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Í beinni: Fram - Víkingur | Fram getur blandað sér í toppbaráttuna Í beinni: Valur - FH | Sjóðheitir Valsmenn taka á móti slakasta útivallaliðinu LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Norris á ráspól í Belgíu á morgun Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti