Hefja réttarhöld yfir hinum lögreglumönnunum í máli George Floyd Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. janúar 2022 07:46 Hér má sjá tvö lögreglumannanna, Lane og Kueng, eftir að hafa fært Floyd í járn. Hann var handtekinn vegna gruns um að hafa greitt fyrir vörur í verslun með fölsuðum seðli. Court TV via AP Búist er við því að réttarhöld yfir þremur bandarískum lögreglumönnum, sem ákærðir eru fyrir að hafa svipt George Floyd borgaralegum réttindum sínum daginn sem hann var myrtur af fjórða lögreglumanninum, hefjist í dag. AP-fréttaveitan greinir frá því að 18 manna kviðdómur hefði verið valinn í síðustu viku. Hann mun svo hlýða á vitnaleiðslur og málflutning saksóknara og verjenda í máli lögreglumannanna þriggja, þeirra J. Kueng, Thomas Lane og Tou Thao. Öllum þremur er gefið að sök að hafa svipt Floyd borgaralegum réttindum sínum í krafti ríkisvalds síns. Í ákærum á hendur þeim segir að þeir hafi ekki útvegað Floyd viðeigandi læknishjálp. Kueng og Thao eru þá einnig ákærðir fyrir að hafa ekki stöðvað lögreglumanninn Derek Chauvin, sem drap Floyd með því að krjúpa á hálsi hans í níu og hálfa mínútu. Chauvin var dæmdur fyrir morðið á Floyd á síðasta ári og hlaut 22 og hálfs árs fangelsisdóm. Chauvin, sem er hvítur, myrti Floyd, sem var svartur, þann 25. maí árið 2020 í borginni Minneapolis í Minnesota-ríki í Bandaríkjunum. Vegfarendur tóku myndband af því þar sem Chauvin kraup á hálsi Floyd eftir að hafa handtekið hann. Myndbandið fór eins og eldur í sinu um internetið, fékk hörð viðbrögð víða um heim og leiddi til fjöldamótmæla gegn kerfisbundnum kynþáttafordómum sem sums staðar þróuðust út í óeirðir. Frá vinstri: J. Alexander Kueng, Thomas Lane og Tou Thao.Hennepin County Sheriff's Office via AP Verjendur muni velta sökinni á Chauvin Talið er að saksóknarar þurfi að sanna að lögreglumennirnir þrír hafi vísvitandi brotið á stjórnarskrárvörðum réttindum Floyds, á meðan líklegt sé að verjendur þremenninganna muni kenna Chauvin alfarið um morðið á Floyd. Lögmenn fjölskyldu Floyd hafa hins vegar sagt að myndbönd af morðinu sýni greinilega að lögreglumennirnir hafi „átt beinan þátt í andláti hans og ekki aðhafst til þess að koma í veg fyrir morðið.“ Líkt og áður sagði hafa 18 verið valdir í kviðdóm, en þar af eru sex varamenn. Kviðdóminum hefur verið tjáð að réttarhöldin gætu tekið fjórar vikur. Ekki liggur fyrir hvort lögreglumennirnir muni sjálfir bera vitni í málinu. Þá segir AP-fréttaveitan einnig óljóst hvort Chauvin muni bera vitni, en það sé talið ólíklegt. Um er að ræða réttarhöld á alríkisstigi (e. federal trial), en í júní bíða lögreglumannanna önnur réttarhöld á ríkisstigi (e. state trial). Þar verður réttað yfir þeim fyrir hlutdeild í morðinu og fyrir manndráp. Bandaríkin Dauði George Floyd Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
AP-fréttaveitan greinir frá því að 18 manna kviðdómur hefði verið valinn í síðustu viku. Hann mun svo hlýða á vitnaleiðslur og málflutning saksóknara og verjenda í máli lögreglumannanna þriggja, þeirra J. Kueng, Thomas Lane og Tou Thao. Öllum þremur er gefið að sök að hafa svipt Floyd borgaralegum réttindum sínum í krafti ríkisvalds síns. Í ákærum á hendur þeim segir að þeir hafi ekki útvegað Floyd viðeigandi læknishjálp. Kueng og Thao eru þá einnig ákærðir fyrir að hafa ekki stöðvað lögreglumanninn Derek Chauvin, sem drap Floyd með því að krjúpa á hálsi hans í níu og hálfa mínútu. Chauvin var dæmdur fyrir morðið á Floyd á síðasta ári og hlaut 22 og hálfs árs fangelsisdóm. Chauvin, sem er hvítur, myrti Floyd, sem var svartur, þann 25. maí árið 2020 í borginni Minneapolis í Minnesota-ríki í Bandaríkjunum. Vegfarendur tóku myndband af því þar sem Chauvin kraup á hálsi Floyd eftir að hafa handtekið hann. Myndbandið fór eins og eldur í sinu um internetið, fékk hörð viðbrögð víða um heim og leiddi til fjöldamótmæla gegn kerfisbundnum kynþáttafordómum sem sums staðar þróuðust út í óeirðir. Frá vinstri: J. Alexander Kueng, Thomas Lane og Tou Thao.Hennepin County Sheriff's Office via AP Verjendur muni velta sökinni á Chauvin Talið er að saksóknarar þurfi að sanna að lögreglumennirnir þrír hafi vísvitandi brotið á stjórnarskrárvörðum réttindum Floyds, á meðan líklegt sé að verjendur þremenninganna muni kenna Chauvin alfarið um morðið á Floyd. Lögmenn fjölskyldu Floyd hafa hins vegar sagt að myndbönd af morðinu sýni greinilega að lögreglumennirnir hafi „átt beinan þátt í andláti hans og ekki aðhafst til þess að koma í veg fyrir morðið.“ Líkt og áður sagði hafa 18 verið valdir í kviðdóm, en þar af eru sex varamenn. Kviðdóminum hefur verið tjáð að réttarhöldin gætu tekið fjórar vikur. Ekki liggur fyrir hvort lögreglumennirnir muni sjálfir bera vitni í málinu. Þá segir AP-fréttaveitan einnig óljóst hvort Chauvin muni bera vitni, en það sé talið ólíklegt. Um er að ræða réttarhöld á alríkisstigi (e. federal trial), en í júní bíða lögreglumannanna önnur réttarhöld á ríkisstigi (e. state trial). Þar verður réttað yfir þeim fyrir hlutdeild í morðinu og fyrir manndráp.
Bandaríkin Dauði George Floyd Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira