Harðir bardagar eftir flótta ISIS-liða Samúel Karl Ólason skrifar 23. janúar 2022 17:07 SDF hefur á undanförnum árum haldið þúsundum erlendra vígamanna ISIS í fangelsum í norðausturhluta Sýrlands. EPA/AHMED MARDNLI Harðir bardagar hafa geisað í norðausturhluta Sýrlands eftir að fjölda ISIS-liða tókst að strjúka úr fangelsi sem sýrlenskir Kúrdar hafa rekið. Fangelsið hýsti um það bil 3.500 ISIS-liða og hefur gert lengi en meðal fanganna voru nokkrir af leiðtogum Íslamska ríkisins. Fangelsisflóttinn hófst á fimmtudaginn með árás ISIS-liða á Ghwayran-fangelsið en árásin er talin sú umfangsmesta sem ISIS-liðar gera frá því að kalífadæmi þeirra var brotið á bak aftur árið 2019. Síðan árásin var gerð hafa bardagar staðið yfir og sýrlenskir Kúrdar og bandamenn þeirra í regnhlífarsamtökunum SDF hafa umkringt fangelsið. Í frétt BBC er haft eftir eftirlitsaðilum að SDF hafi handsamað hundruð vígamanna en minnst 77 ISIS-liðar og 39 Kúrdar hafi fallið í átökunum um hverfin í nánd við fangelsið. Vígamenn ISIS birtu myndband í gær þar sem þeir sögðu marga hafa sloppið úr fangelsinu en myndbandið virtist einnig sýna að vígamennirnir voru með fólk í gíslingu. Talið er að þar sé um kokka fangelsisins að ræða. SDF hefur á undanförnum árum haldið þúsundum erlendra vígamanna ISIS í fangelsum í norðausturhluta Sýrlands. Þá eru fjölskyldur þeirra einnig í fjölmennum búðum sem SDF rekur einnig. Ráðamenn í heimaríkjum þessa fólks vilja ekki að þau fái að snúa aftur. AP fréttaveitan hefur eftir talsmönnum SDF að talið sé að allt að tvö hundruð vígamenn gangi lausir í hluta fangelsisins og aðliggjandi byggingum. Vígamenn Íslamska ríkisins hafa oft gert árásir á fangelsi í Sýrlandi og Írak í gegnum árin en sérstaklega í tengslum við upprisu samtakanna árið 2014 þegar þau náðu tökum á stórum hluta landanna tveggja. Þá tæmdu þeir fjölmörg fangelsi. Að þessu sinni telur SDF að um hundrað vígamenn hafi ráðist á fangelsið. Óljóst sé hve margir af föngum taki þátt í bardögunum. ISIS-liðar segja árásina hafa byrjað á því að tveir vígamenn hafi sprengt sig við hlið fangelsisins og með veggjum þess. Það hafi valdið miklum skaða og manntjóni og þá hafi vígamenn ráðist til atlögu og frelsað fjölda fanga. Sýrland Mest lesið Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Innlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Fleiri fréttir Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Sjá meira
Fangelsisflóttinn hófst á fimmtudaginn með árás ISIS-liða á Ghwayran-fangelsið en árásin er talin sú umfangsmesta sem ISIS-liðar gera frá því að kalífadæmi þeirra var brotið á bak aftur árið 2019. Síðan árásin var gerð hafa bardagar staðið yfir og sýrlenskir Kúrdar og bandamenn þeirra í regnhlífarsamtökunum SDF hafa umkringt fangelsið. Í frétt BBC er haft eftir eftirlitsaðilum að SDF hafi handsamað hundruð vígamanna en minnst 77 ISIS-liðar og 39 Kúrdar hafi fallið í átökunum um hverfin í nánd við fangelsið. Vígamenn ISIS birtu myndband í gær þar sem þeir sögðu marga hafa sloppið úr fangelsinu en myndbandið virtist einnig sýna að vígamennirnir voru með fólk í gíslingu. Talið er að þar sé um kokka fangelsisins að ræða. SDF hefur á undanförnum árum haldið þúsundum erlendra vígamanna ISIS í fangelsum í norðausturhluta Sýrlands. Þá eru fjölskyldur þeirra einnig í fjölmennum búðum sem SDF rekur einnig. Ráðamenn í heimaríkjum þessa fólks vilja ekki að þau fái að snúa aftur. AP fréttaveitan hefur eftir talsmönnum SDF að talið sé að allt að tvö hundruð vígamenn gangi lausir í hluta fangelsisins og aðliggjandi byggingum. Vígamenn Íslamska ríkisins hafa oft gert árásir á fangelsi í Sýrlandi og Írak í gegnum árin en sérstaklega í tengslum við upprisu samtakanna árið 2014 þegar þau náðu tökum á stórum hluta landanna tveggja. Þá tæmdu þeir fjölmörg fangelsi. Að þessu sinni telur SDF að um hundrað vígamenn hafi ráðist á fangelsið. Óljóst sé hve margir af föngum taki þátt í bardögunum. ISIS-liðar segja árásina hafa byrjað á því að tveir vígamenn hafi sprengt sig við hlið fangelsisins og með veggjum þess. Það hafi valdið miklum skaða og manntjóni og þá hafi vígamenn ráðist til atlögu og frelsað fjölda fanga.
Sýrland Mest lesið Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Innlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Fleiri fréttir Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Sjá meira