Franskur ævintýramaður fannst látinn við Asóreyjar Samúel Karl Ólason skrifar 23. janúar 2022 13:58 Jean-Jacques Savin um borð í árabát sínum. Facebook Hinn 75 ára gamli ævintýramaður Jean-Jacques Savin fannst í gær látinn undan ströndum Asóreyja. Í byrjun árs lagði hann af stað á sérsmíðuðum bát sem hann ætlaði að róa yfir Atlantshafið. Hann lagði af stað frá Portúgal þann 1. janúar og átti ferðin að taka um hundrað daga. Savin, sem varð 75 ára gamall á sjó þann 14. janúar, hafði lýst ferðinni sem hans síðasta ævintýri. Hann virkjaði neyðarsenda bátsins á fimmtudaginn en báturinn sást á hvolfi á föstudaginn og í gær voru kafarar sendir á vettvang. Þeir fundu lík ævintýramannsins um borð. Í tilkynningu á Facebooksíðu Savin segir að ekki verði gefnar meiri upplýsingar um dauða hans fyrr en frekari upplýsingar um hvernig hann bar að liggi fyrir. Í sínum síðustu skilaboðum, sem hann sendi frá sér á miðvikudaginn, sagði Savin frá því að sólarrafhlaða hans hefði bilað en hana notaði hann til að keyra tæki til að eima sjó svo hann hefði drykkjarvatn. Hann sagðist þó ekki í hættu. Þá nefndi hann að veðurspár gerðu ráð fyrir sterkum vindhviðum og öldugangi og sagðist Savin vonast til þess að veðrið myndi hjálpa honum að ná til Asóreyja. Árið 2019 ferðaðist Savin yfir Atlantshafið í tunnu. Hann hafði einnig, samkvæmt frétt Washington Post, farið yfir hafið á seglbát, klifrað á tind Mount Blanc og synt fjórum sinnum yfir Arcachon-flóa í Frakklandi. Hefði honum tekist ætlunarverk sitt hefði hann orðið elsti maðurinn til að róa yfir Atlantshafið en núverandi methafi er breskur maður sem fór yfir hafið 72 ára gamall. Frakkland Portúgal Andlát Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Sjá meira
Hann lagði af stað frá Portúgal þann 1. janúar og átti ferðin að taka um hundrað daga. Savin, sem varð 75 ára gamall á sjó þann 14. janúar, hafði lýst ferðinni sem hans síðasta ævintýri. Hann virkjaði neyðarsenda bátsins á fimmtudaginn en báturinn sást á hvolfi á föstudaginn og í gær voru kafarar sendir á vettvang. Þeir fundu lík ævintýramannsins um borð. Í tilkynningu á Facebooksíðu Savin segir að ekki verði gefnar meiri upplýsingar um dauða hans fyrr en frekari upplýsingar um hvernig hann bar að liggi fyrir. Í sínum síðustu skilaboðum, sem hann sendi frá sér á miðvikudaginn, sagði Savin frá því að sólarrafhlaða hans hefði bilað en hana notaði hann til að keyra tæki til að eima sjó svo hann hefði drykkjarvatn. Hann sagðist þó ekki í hættu. Þá nefndi hann að veðurspár gerðu ráð fyrir sterkum vindhviðum og öldugangi og sagðist Savin vonast til þess að veðrið myndi hjálpa honum að ná til Asóreyja. Árið 2019 ferðaðist Savin yfir Atlantshafið í tunnu. Hann hafði einnig, samkvæmt frétt Washington Post, farið yfir hafið á seglbát, klifrað á tind Mount Blanc og synt fjórum sinnum yfir Arcachon-flóa í Frakklandi. Hefði honum tekist ætlunarverk sitt hefði hann orðið elsti maðurinn til að róa yfir Atlantshafið en núverandi methafi er breskur maður sem fór yfir hafið 72 ára gamall.
Frakkland Portúgal Andlát Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Sjá meira