Sjötti sigur Suns í röð | Middleton og Holiday fóru fyrir Milwaukee í fjarveru Giannis Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. janúar 2022 09:30 Khris Middleton og Jrue Holiday voru allt í öllu í sóknarleik Milwaukee Bucks í nótt. Michael Reaves/Getty Images Phoenix Suns er nú með góða forystu á toppi Vesturdeildar NBA eftir sjötta sigur liðsins í röð í nótt. Liðið lagði Indiana Pacers 113-103. Þá vann Milwaukee Bucks góðan sex stiga sigur gegn Sacramento Kings í fjarveru Giannis Antetokounmpo 133-127. Nokkuð jafnræði var með liðunum er Phoenix Suns tók á móti Indiana Pacers í nótt. Gestirnir leiddu með einu stigi að loknum fyrsta leikhluta, en heimamenn fóru með fimm stiga forskot inn í hálfleikinn. Phoenix-liðið mætti ákveðið til leiks í síðari hálfleikinn og jók forskot sitt í 18 stig áður en komið var að lokaleikhlutanum. Það gaf þeim smá andrými og þrátt fyrir að gestirnir hafi verið sterkari aðilinn á lokakaflanum kom það ekki í veg fyrir góðan tíu stiga sigur heimamanna, 113-103. Mikal Bridges var stigahæstur í liði Phoenix Suns með 23 stig. Þá átti liðsfélagi hans, Chris Paul, einnig góðan leik, en hann skoraði 18 stig, tók fjögur fráköst og gaf 16 stoðsendingar, ásamt því að stela boltanum fjórum sinnum. Chris Paul (18 PTS, 4 REB, 16 AST, 4 STL) stuffs the stats sheet to lift the @Suns to their sixth-straight win!Mikal Bridges: 23 PTS, 6 REB, 4 ASTBismack Biyombo: 21 PTS, 13 REB, 5 AST, 2 BLKChris Duarte: 17 PTS, 4 REB, 4 AST pic.twitter.com/BTB5sQkch1— NBA (@NBA) January 23, 2022 Í leik Milwaukee Bucks og Sacramento Kings voru það Khris Middleton og Jrue Holiday sem stjórnuðu sýningunni í sigri Milwaukee. Saman skoruðu þeir 60 stig og sáu til þess að liðið vann góðan sex stiga sigur, 133-127. Middleton var stigahæsti maður vallarins með 34 stig og Holiday hjálpaði liðinu með því að koma 26 stigum á töfluna. Í liði Sacramento Kings var Harrison Barnes atkvæðamestur með 29 stig. 🏀 FINAL SCORE THREAD 🏀Khris Middleton and Jrue Holiday combine for 60 PTS to lead the @Bucks to their third-straight W 🦌Khris Middleton: 34 PTS, 6 REB, 5 ASTJrue Holiday: 26 PTS, 5 REB, 4 AST, 2 STLHarrison Barnes: 29 PTS, 6 REBTyrese Haliburton: 24 PTS, 6 REB, 12 AST pic.twitter.com/Y5yyEbnrOt— NBA (@NBA) January 23, 2022 Úrslit næturinnar Sacramento Kings 127-133 Milwaukee Bucks Oklahoma City Thunder 87-94 Cleveland Cavaliers Indiana Pacers 103-113 Phoenix Suns NBA Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Sport „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira
Nokkuð jafnræði var með liðunum er Phoenix Suns tók á móti Indiana Pacers í nótt. Gestirnir leiddu með einu stigi að loknum fyrsta leikhluta, en heimamenn fóru með fimm stiga forskot inn í hálfleikinn. Phoenix-liðið mætti ákveðið til leiks í síðari hálfleikinn og jók forskot sitt í 18 stig áður en komið var að lokaleikhlutanum. Það gaf þeim smá andrými og þrátt fyrir að gestirnir hafi verið sterkari aðilinn á lokakaflanum kom það ekki í veg fyrir góðan tíu stiga sigur heimamanna, 113-103. Mikal Bridges var stigahæstur í liði Phoenix Suns með 23 stig. Þá átti liðsfélagi hans, Chris Paul, einnig góðan leik, en hann skoraði 18 stig, tók fjögur fráköst og gaf 16 stoðsendingar, ásamt því að stela boltanum fjórum sinnum. Chris Paul (18 PTS, 4 REB, 16 AST, 4 STL) stuffs the stats sheet to lift the @Suns to their sixth-straight win!Mikal Bridges: 23 PTS, 6 REB, 4 ASTBismack Biyombo: 21 PTS, 13 REB, 5 AST, 2 BLKChris Duarte: 17 PTS, 4 REB, 4 AST pic.twitter.com/BTB5sQkch1— NBA (@NBA) January 23, 2022 Í leik Milwaukee Bucks og Sacramento Kings voru það Khris Middleton og Jrue Holiday sem stjórnuðu sýningunni í sigri Milwaukee. Saman skoruðu þeir 60 stig og sáu til þess að liðið vann góðan sex stiga sigur, 133-127. Middleton var stigahæsti maður vallarins með 34 stig og Holiday hjálpaði liðinu með því að koma 26 stigum á töfluna. Í liði Sacramento Kings var Harrison Barnes atkvæðamestur með 29 stig. 🏀 FINAL SCORE THREAD 🏀Khris Middleton and Jrue Holiday combine for 60 PTS to lead the @Bucks to their third-straight W 🦌Khris Middleton: 34 PTS, 6 REB, 5 ASTJrue Holiday: 26 PTS, 5 REB, 4 AST, 2 STLHarrison Barnes: 29 PTS, 6 REBTyrese Haliburton: 24 PTS, 6 REB, 12 AST pic.twitter.com/Y5yyEbnrOt— NBA (@NBA) January 23, 2022 Úrslit næturinnar Sacramento Kings 127-133 Milwaukee Bucks Oklahoma City Thunder 87-94 Cleveland Cavaliers Indiana Pacers 103-113 Phoenix Suns
Sacramento Kings 127-133 Milwaukee Bucks Oklahoma City Thunder 87-94 Cleveland Cavaliers Indiana Pacers 103-113 Phoenix Suns
NBA Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Sport „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira