„Augljóslega er þetta ekki gott“ Snorri Másson og Heimir Már Pétursson skrifa 22. janúar 2022 12:19 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir stefnt að því að stækka ákveðnar virkjanir sem þegar eru starfandi á Íslandi. Innviðaráðherra segir svíða að orkubú Vestfjarða sé að kaupa olíu til kyndingar fyrir fleiri hundruð milljónir þar sem endurnýjanleg orka hefur verið skert. Það er lítið vatn í uppistöðulónunum og þaðan af minni raforku til að dreifa úr virkjunum landsins. Þetta hefur haft í för með sér að fjöldi aðila sem hefur samið þannig við Landsvirkjun að skerða megi orkuna til þeirra þegar hún er af skornum skammti, er að brenna olíu til að knýja starfsemi sína. Loðnubræðslur eru þar á meðal og nú þurfa Vestfirðingar að sæta skerðingum til kyndingar á heimilum. Þá kemur fram í Morgunblaðinu að komið geti til skerðingar á orku til reksturs ferjunnar Herjólfs. Óviðunandi ástand Forsætisráðherra segir ýmislegt þurfa að gera í málaflokknum. Einfalda regluverk um breytingar á flutningskerfi orku, enda snúist þetta ekki bara um virkjanir, heldur einkum flutningskerfið. „Síðan veit ég að á þingmálaskrá umhverfis- og loftslagsráðherra er frumvarp sem snýst um það að það verði hægt að einfalda ferla við að stækka núverandi virkjanir, sem ég held að sé mjög skynsamleg ráðstöfun,“ segir Katrín. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir: „Ég held að það hafi komið nokkuð kröftugar í bakið á okkur að við höfum gert minna á síðastliðnum árum og umræðan hefur verið þannig að það hafi ekki þurft. En svo kemur í ljós þegar veðráttan er óhagstæð að orkuþörfin er fyrir hendi og hún vex hratt. Þetta er auðvitað óviðunandi ástand.“ Birgir Gunnarsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segir í Morgunblaðinu að ekki sé hægt að bjóða Vestfirðingum upp á þessi skilyrði, að kyndingin muni kosta um 70.000 krónur á hvern íbúa næstu fjóra mánuði. „Augljóslega er þetta ekki gott. Eins og ég segi hefur ráðherrann aðgerðir í undirbúningi bæði til lengri tíma og skemmri tíma, en þar þarf auðvitað að bæði að horfa á flutningskerfið sjálft, lagaumhverfið og síðan framleiðslu,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Orkumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stóriðja Umhverfismál Bensín og olía Tengdar fréttir Alvarlegt að fyrirtækin geti ekki framleitt með verðin í hæstu hæðum Forstjóri Landsvirkjunar kveðst taka það alvarlega að verið sé að skerða afhendingu orku til fyrirtækja sem vildu gjarna vera að keyra á fullum afköstum. Þá þurfi að virkja meira. 11. janúar 2022 12:10 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Það er lítið vatn í uppistöðulónunum og þaðan af minni raforku til að dreifa úr virkjunum landsins. Þetta hefur haft í för með sér að fjöldi aðila sem hefur samið þannig við Landsvirkjun að skerða megi orkuna til þeirra þegar hún er af skornum skammti, er að brenna olíu til að knýja starfsemi sína. Loðnubræðslur eru þar á meðal og nú þurfa Vestfirðingar að sæta skerðingum til kyndingar á heimilum. Þá kemur fram í Morgunblaðinu að komið geti til skerðingar á orku til reksturs ferjunnar Herjólfs. Óviðunandi ástand Forsætisráðherra segir ýmislegt þurfa að gera í málaflokknum. Einfalda regluverk um breytingar á flutningskerfi orku, enda snúist þetta ekki bara um virkjanir, heldur einkum flutningskerfið. „Síðan veit ég að á þingmálaskrá umhverfis- og loftslagsráðherra er frumvarp sem snýst um það að það verði hægt að einfalda ferla við að stækka núverandi virkjanir, sem ég held að sé mjög skynsamleg ráðstöfun,“ segir Katrín. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir: „Ég held að það hafi komið nokkuð kröftugar í bakið á okkur að við höfum gert minna á síðastliðnum árum og umræðan hefur verið þannig að það hafi ekki þurft. En svo kemur í ljós þegar veðráttan er óhagstæð að orkuþörfin er fyrir hendi og hún vex hratt. Þetta er auðvitað óviðunandi ástand.“ Birgir Gunnarsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segir í Morgunblaðinu að ekki sé hægt að bjóða Vestfirðingum upp á þessi skilyrði, að kyndingin muni kosta um 70.000 krónur á hvern íbúa næstu fjóra mánuði. „Augljóslega er þetta ekki gott. Eins og ég segi hefur ráðherrann aðgerðir í undirbúningi bæði til lengri tíma og skemmri tíma, en þar þarf auðvitað að bæði að horfa á flutningskerfið sjálft, lagaumhverfið og síðan framleiðslu,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Orkumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stóriðja Umhverfismál Bensín og olía Tengdar fréttir Alvarlegt að fyrirtækin geti ekki framleitt með verðin í hæstu hæðum Forstjóri Landsvirkjunar kveðst taka það alvarlega að verið sé að skerða afhendingu orku til fyrirtækja sem vildu gjarna vera að keyra á fullum afköstum. Þá þurfi að virkja meira. 11. janúar 2022 12:10 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Alvarlegt að fyrirtækin geti ekki framleitt með verðin í hæstu hæðum Forstjóri Landsvirkjunar kveðst taka það alvarlega að verið sé að skerða afhendingu orku til fyrirtækja sem vildu gjarna vera að keyra á fullum afköstum. Þá þurfi að virkja meira. 11. janúar 2022 12:10