Blinken sagði í gær að afleiðingar innrásar yrðu grafalvarlegar fyrr Rússa, sem nú hafa um 100 þúsund hermenn við landamærin. Rússar segja á móti að ekki standi til að ráðast inn í landið en Pútín forseti hefur þó sagt að ekki komi til greina að leyfa Úkraínu að ganga í NATO.
Þá vill hann einnig að NATO láti af öllu herbrölti í Austur-Evrópu eins og hún leggur sig.
Blinken fundaði um sama mál í gær með kollegum sínum frá Betlandi, Frakklandi og Þýskalandi og er talið að á fundinum muni hann reyna að fá Rússa til að slaka á spennunni með diplómatískum leiðum.