Foreldrarnir ráða en eiga að ráðfæra sig við barnið ef það er orðið 12 ára Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. janúar 2022 10:21 Foreldrar hafa úrslitavald um það hvort börn þeirra eru bólusett, þar til þau verða 16 ára. Vísir/Vilhelm Það er mikilvægt að börn yngri en 16 ára geti leitað upplýsinga og ráðgjafar hjá heilbrigðisstarfsfólki án vitundar eða samþykkis foreldris en heilbrigðisstarfsfólk má ekki veita börnunum þjónustu eða meðferð án samþykkis forráðamanns. Þetta kemur fram í svari Salvarar Nordal, umboðsmanns barna, á Vísindavefnum, þar sem spurt er: Hafa börn sjálfstæðan rétt til bólusetninga (og hugsanlega annarar heilbrigðisþjónustu) óháð vilja foreldra? Salvör segir börn hafa þennan rétt að því gefnu að þau séu orðin 16 ára gömul. Þrátt fyrir að foreldrar og/eða forráðamenn fari með forsjá barns til 18 ára aldurs verði börn hér á landi sjálfstæðir þjónustuþegar heilbrigðiskerfisins þegar þau verða 16 ára. Frá þeim tíma geta þau þegið bólusetningu og aðra heilbrigðisþjónustu óháð vilja eða samþykki foreldris. „Börn eiga rétt á bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu sem völ er á, en í því felst meðal annars réttur til að fá aðgengi að bólusetningum sem koma í veg fyrir sjúkdóma og fylgikvilla þeirra. Þannig verður ákvörðun stjórnvalda um að bjóða upp á tilteknar bólusetningar að byggja á því mati að bólusetningin hverju sinni sé áhættuminni en sjúkdómurinn sem verið er að koma í veg fyrir. Þegar lagt er mat á ávinning og skaða við bólusetningar er ekki eingöngu metin áhrif á einstaklinga, heldur einnig áhrif á alla íbúa samfélagsins,“ segir í svari umboðsmanns. Salvör segir að í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins sé lögð rík áhersla á stigvaxandi sjálfsákvörðunarrétt barna. Þetta þýði að þrátt fyrir að forsjáraðilar veiti samþykki fyrir meðferð barns undir 16 ára aldri eigi þeir, eftir því sem kostur er, að hafa barnið með í ráðum í samræmi við aldur þess og þroska. Þegar um er að ræða börn 12 ára og eldri eigi alltaf að ráðfæra sig við þau. Ef foreldrar neita að samþykkja nauðsynlega meðferð eigi læknir eða annar heilbrigðisstarfsmaður að snúa sér til barnaverndaryfirvalda, samanber ákvæði barnaverndarlaga. Salvör segir mikilvægt að börn yngri en 16 ára geti leitað til heilbrigðisstarfsfólk eftir ráðleggingum, án þess að fá samþykki hjá foreldrum. „Slíkur réttur er mikilvægur þáttur í friðhelgi einkalífs og er ekki síst mikilvægur fyrir börn á unglingsaldri, en möguleikar til trúnaðarsamskipta eru eðli málsins samkvæmt háð aldri og þroska barnsins,“ segir hún. „Mikilvægt er þó að gera greinarmun á ráðgjöf og upplýsingum annars vegar og veitingu heilbrigðisþjónustu hins vegar, þar sem foreldrar sem fara með forsjá barns yngri en 16 ára, verða eins og áður sagði að veita samþykki sitt ef fagfólk telur þörf á einhvers konar meðferð.“ Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Réttindi barna Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fleiri fréttir Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Sjá meira
Þetta kemur fram í svari Salvarar Nordal, umboðsmanns barna, á Vísindavefnum, þar sem spurt er: Hafa börn sjálfstæðan rétt til bólusetninga (og hugsanlega annarar heilbrigðisþjónustu) óháð vilja foreldra? Salvör segir börn hafa þennan rétt að því gefnu að þau séu orðin 16 ára gömul. Þrátt fyrir að foreldrar og/eða forráðamenn fari með forsjá barns til 18 ára aldurs verði börn hér á landi sjálfstæðir þjónustuþegar heilbrigðiskerfisins þegar þau verða 16 ára. Frá þeim tíma geta þau þegið bólusetningu og aðra heilbrigðisþjónustu óháð vilja eða samþykki foreldris. „Börn eiga rétt á bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu sem völ er á, en í því felst meðal annars réttur til að fá aðgengi að bólusetningum sem koma í veg fyrir sjúkdóma og fylgikvilla þeirra. Þannig verður ákvörðun stjórnvalda um að bjóða upp á tilteknar bólusetningar að byggja á því mati að bólusetningin hverju sinni sé áhættuminni en sjúkdómurinn sem verið er að koma í veg fyrir. Þegar lagt er mat á ávinning og skaða við bólusetningar er ekki eingöngu metin áhrif á einstaklinga, heldur einnig áhrif á alla íbúa samfélagsins,“ segir í svari umboðsmanns. Salvör segir að í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins sé lögð rík áhersla á stigvaxandi sjálfsákvörðunarrétt barna. Þetta þýði að þrátt fyrir að forsjáraðilar veiti samþykki fyrir meðferð barns undir 16 ára aldri eigi þeir, eftir því sem kostur er, að hafa barnið með í ráðum í samræmi við aldur þess og þroska. Þegar um er að ræða börn 12 ára og eldri eigi alltaf að ráðfæra sig við þau. Ef foreldrar neita að samþykkja nauðsynlega meðferð eigi læknir eða annar heilbrigðisstarfsmaður að snúa sér til barnaverndaryfirvalda, samanber ákvæði barnaverndarlaga. Salvör segir mikilvægt að börn yngri en 16 ára geti leitað til heilbrigðisstarfsfólk eftir ráðleggingum, án þess að fá samþykki hjá foreldrum. „Slíkur réttur er mikilvægur þáttur í friðhelgi einkalífs og er ekki síst mikilvægur fyrir börn á unglingsaldri, en möguleikar til trúnaðarsamskipta eru eðli málsins samkvæmt háð aldri og þroska barnsins,“ segir hún. „Mikilvægt er þó að gera greinarmun á ráðgjöf og upplýsingum annars vegar og veitingu heilbrigðisþjónustu hins vegar, þar sem foreldrar sem fara með forsjá barns yngri en 16 ára, verða eins og áður sagði að veita samþykki sitt ef fagfólk telur þörf á einhvers konar meðferð.“
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Réttindi barna Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fleiri fréttir Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent