Eldgosið í eldfjallinu Hunga Tonga Ha'apai olli miklum flóðbylgjum og öskufalli. Höggbylgjur frá sprengingunni mældust meðal annars hér á Íslandi.
Samband við Tonga-eyjar slitnaði í kjölfar náttúruhörmunganna og hefur flæði upplýsinga þaðan verið takmarkað. Rúmlega hundrað þúsund manns búa í eyjaklasanum.
Sjá einnig: Eins og fimm hundruð kjarnorkusprengjur hafi sprungið í einu
Ræðisskrifstofa Tonga birtir myndirnar á Twitter síðu sinni en þar má sjá þykkt lag af ösku og strandir sem urðu illa úti í flóðbylgjunni.
Öskufallið hefur gert flugvélum nær ómögulegt að lenda á eyjaklasanum en mikil þörf er á drykkjarvatni og öðrum vistum.


