Opinbera nafn og sögusvið nýrra þátta úr söguheimi Hringadróttinssögu Samúel Karl Ólason skrifar 19. janúar 2022 16:56 Prime Video hefur opinberað hvað nýir þættir fyrirtækisins úr söguheimi Hringadróttinssögu heita. Þeir verða frumsýndir þann 2. september og heita Lord of the Rings: The Rings of Power. Þættirnir hafa verið í framleiðslu hjá Amazon Studios um árabil og eiga að gerast þúsundum ára á undan Hringadróttinssögu og Hobbitanum. Í myndbandi þar sem nafnið var opinberað má heyra konu segja (lauslega þýtt(mjög)): „Þrjá hringi fyrir konunga álfa undir himninum. Sjö fyrir lávarða dverga í sölum þeirra úr steini. Níu fyrir mennska dauðadæmda menn. Einn fyrir myrkrahöfðingjann á hásæti hans í landi Mordor þar sem skugginn liggur yfir.“ A new age begins September 2, 2022. Journey to Middle-earth with The Lord of the Rings: The Rings of Power. #LOTRonPrime #LOTR #LOTRROP pic.twitter.com/KWAokaVeWW— The Lord of the Rings on Prime (@LOTRonPrime) January 19, 2022 Segja nafnið fanga alla öldina Nafnið Rings of Power gefur til kynna að þættirnir muni gerast á þeim tíma þegar vondi karlinn Sauron gabbaði Celebrimbor og aðra álfa í Eregion til að smíða hringa. Hann smíðaði svo sinn eigin hring sem gerði honum kleift að ná stjórn á mörgum þeim sem báru hina hringana. Eins og flestir vita, þá fjallar Hringadróttinssaga um baráttuna gegn Sauron á þriðju öld Miðgarðs og tilraunir til að granda honum og hring hans. Variety vitnar í tilkynningu frá J.D Payne og Patrick McKay, sem gera þættina, þar sem þeir segja nafnið sameina allt það sem gerist á annari öld Miðgarðs. Smíði hringanna, upprisu Sauron, sögu eyjunnar Númenor og síðasta bandalag álfa og manna. Glöggir lesendur muna ef til vill eftir því að kvikmyndir Peter Jackson um Hringadróttinssögu byrja á síðustu orrustu þessa bandalags, þar sem Isildur skar hringinn af hönd Sauron en neitaði að granda honum. Bíó og sjónvarp Amazon Tengdar fréttir Hefja framleiðslu Fallout-þátta á árinu Amazon mun hefja framleiðslu þátta úr söguheimi Fallout, hinna vinsælu tölvuleikja, á þessu ári. Jonathan Nolan, einn af forsvarsmönnum Westworld-þáttanna, meðal annars, hefur tekið að sér að leikstýra fyrsta þætti seríunnar. 7. janúar 2022 14:01 Amazon og EA nálægt samkomulagi um Mass Effect þætti Forsvarsmenn Amazon Studios eru nærri því að gera samkomulag við tölvuleikjafyrirtækið Electronic Arts um að gera sjónvarpsþætti um söguheim Mass Effect, leikjaseríunnar vinsælu. 24. nóvember 2021 13:01 Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Heimatilbúið „corny“ Lífið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Keeping Up Appearances-leikkona látin Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Þættirnir hafa verið í framleiðslu hjá Amazon Studios um árabil og eiga að gerast þúsundum ára á undan Hringadróttinssögu og Hobbitanum. Í myndbandi þar sem nafnið var opinberað má heyra konu segja (lauslega þýtt(mjög)): „Þrjá hringi fyrir konunga álfa undir himninum. Sjö fyrir lávarða dverga í sölum þeirra úr steini. Níu fyrir mennska dauðadæmda menn. Einn fyrir myrkrahöfðingjann á hásæti hans í landi Mordor þar sem skugginn liggur yfir.“ A new age begins September 2, 2022. Journey to Middle-earth with The Lord of the Rings: The Rings of Power. #LOTRonPrime #LOTR #LOTRROP pic.twitter.com/KWAokaVeWW— The Lord of the Rings on Prime (@LOTRonPrime) January 19, 2022 Segja nafnið fanga alla öldina Nafnið Rings of Power gefur til kynna að þættirnir muni gerast á þeim tíma þegar vondi karlinn Sauron gabbaði Celebrimbor og aðra álfa í Eregion til að smíða hringa. Hann smíðaði svo sinn eigin hring sem gerði honum kleift að ná stjórn á mörgum þeim sem báru hina hringana. Eins og flestir vita, þá fjallar Hringadróttinssaga um baráttuna gegn Sauron á þriðju öld Miðgarðs og tilraunir til að granda honum og hring hans. Variety vitnar í tilkynningu frá J.D Payne og Patrick McKay, sem gera þættina, þar sem þeir segja nafnið sameina allt það sem gerist á annari öld Miðgarðs. Smíði hringanna, upprisu Sauron, sögu eyjunnar Númenor og síðasta bandalag álfa og manna. Glöggir lesendur muna ef til vill eftir því að kvikmyndir Peter Jackson um Hringadróttinssögu byrja á síðustu orrustu þessa bandalags, þar sem Isildur skar hringinn af hönd Sauron en neitaði að granda honum.
Bíó og sjónvarp Amazon Tengdar fréttir Hefja framleiðslu Fallout-þátta á árinu Amazon mun hefja framleiðslu þátta úr söguheimi Fallout, hinna vinsælu tölvuleikja, á þessu ári. Jonathan Nolan, einn af forsvarsmönnum Westworld-þáttanna, meðal annars, hefur tekið að sér að leikstýra fyrsta þætti seríunnar. 7. janúar 2022 14:01 Amazon og EA nálægt samkomulagi um Mass Effect þætti Forsvarsmenn Amazon Studios eru nærri því að gera samkomulag við tölvuleikjafyrirtækið Electronic Arts um að gera sjónvarpsþætti um söguheim Mass Effect, leikjaseríunnar vinsælu. 24. nóvember 2021 13:01 Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Heimatilbúið „corny“ Lífið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Keeping Up Appearances-leikkona látin Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Hefja framleiðslu Fallout-þátta á árinu Amazon mun hefja framleiðslu þátta úr söguheimi Fallout, hinna vinsælu tölvuleikja, á þessu ári. Jonathan Nolan, einn af forsvarsmönnum Westworld-þáttanna, meðal annars, hefur tekið að sér að leikstýra fyrsta þætti seríunnar. 7. janúar 2022 14:01
Amazon og EA nálægt samkomulagi um Mass Effect þætti Forsvarsmenn Amazon Studios eru nærri því að gera samkomulag við tölvuleikjafyrirtækið Electronic Arts um að gera sjónvarpsþætti um söguheim Mass Effect, leikjaseríunnar vinsælu. 24. nóvember 2021 13:01