Líf telur oddvitaframboð Elínar Oddnýjar ekki beinast gegn sér Heimir Már Pétursson skrifar 19. janúar 2022 13:27 Reykvíkingar skauta að kjörborðinu í borgarstjórnarkosningum hinn 14. maí næst komandi. VísirVilhelm Elín Oddný Sigurðardóttir varaborgarfulltrúi Vinstri grænna sem sækist eftir að taka við forystusætinu af Líf Magneudóttur í borgarstjórn vill leggja aukna áherslu á velferðarmálin og stöðu jaðarsettra hópa í borginni. Líf lítur ekki á framboð Elínar Oddnýjar sem sérstakt mótframboð gegn henni. Vinstri græn í Reykjavík ákváðu í vikunni að forval fari fram um þrjú efstu sæti hreyfingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar hinn 14. maí næst komandi. Í gær tilkynnti Líf Magneudóttir að hún sæktist áfram eftir því að leiða Vinstri græn í borginni. Elín Oddný Sigurðardóttir varaborgarfulltrúi tilkynnti síðan í morgun að hún stefndi einnig á fyrsta sæti listans. Felur það í sér vantraust á núverandi oddvita? Elín Oddný Sigurðardóttir varaborgarfylltrúi stefnir á oddvitasæti VG í borgarstjórn. Flokkurinn hefur einn kjörinn fulltrúa í dag.aðsend „Nei, allas ekki. Við höfum átt gott samstarf á þessu kjörtímabili. Vinstri græn eru yfirleitt samhent og öflug hreyfing sem er sammála um flest. Kannski ekki alveg allt en mér fannst vera kominn tími til að bjóða fram mína krafta í þágu borgarbúa,“ segir Elín Oddný. Hún hefur gengt ýmsum trúnaðarstörfum innan Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs undanfarin sautján ár. Líf hefur sömuleiðis starfað innan hreyfingarinnar í rúman áratug og verið oddviti flokksins í Reykjavík á yfirstandandi kjörtímabili. Hún telur framboð Elínar Oddnýjar ekki beinast gegn henni sérstaklega. Líf Magneudóttir hefur skipað oddvitasæti VG í borgarstjórn á yfirstandandi kjörtímabili.Vísir/Vilhelm „Og mér finnst það fagnaðarefni að fólk brenni fyrir verkefnunum í borginni. Af því að þau eru gríðarlega mörg og fylgi hjartanu. Þannig að ég fagna bara öllum framboðum,“ segir Líf. Elín Oddný segist mest hafa sinnt velferðar- húsnæðis- og skólamálum á kjörtímabilinu sem er að líða og finnst að vinstra fólk eigi að setja þau mál á oddinn fyrir komandi kosningar. Þau mál séu vissulega komin vel á veg í núverandi meirihlutasamstarfi. „En það eru ennþá biðlistar eftir húsnæði og fólk sem býr við fátækt. Börn sem búa á heimilum þar sem er skortur. Sveitarfélag eins og Reykjavík á að leggja allt sitt að mörkum til að útrýma slíku,“ segir Elín Oddný. Líf segist hafa farið fyrir loftslagsmálum í borginni. Þau skipti miklu máli og hafi áhrif á allt samfélagið og umhverfið, skipulagsmálin og hvernig byggt væri upp í borginni. „Undir minni forystu var gerð mjög stórtæk og yfirgripsmikil áætlun í loftslagsmálum. Ég ætla að halda áfram að beita mér fyrir því og umhverfismálum í víðu samhengi." Hvað með velferðarmálin? „ Þau eru gríðarlega mikilvæg. Ég vil sjá meira gert í málefnum fatlaðs fólks og NPA. Þannig að þar þarf líka heldur betur að taka til hendinni," segirLíf Magneudóttir. Vinstri græn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Tengdar fréttir Elín Oddný skorar Líf á hólm Elín Oddný Sigurðardóttir, varaborgarfulltrúi í Reykjavík, hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sæti í forvali Vinstri grænna í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosninga. 19. janúar 2022 08:01 Vinstri græn efna til forvals um þrjú efstu sætin Vinstri græn hafa ákveðið að efna til forvals um þrjú efstu sætin á lista flokksins fyrir borgarstjórnarkostningarnar í vor. Þetta var ákveðið á félagsfundi VG í gærkvöldi. 18. janúar 2022 10:11 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Fleiri fréttir Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins Sjá meira
Vinstri græn í Reykjavík ákváðu í vikunni að forval fari fram um þrjú efstu sæti hreyfingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar hinn 14. maí næst komandi. Í gær tilkynnti Líf Magneudóttir að hún sæktist áfram eftir því að leiða Vinstri græn í borginni. Elín Oddný Sigurðardóttir varaborgarfulltrúi tilkynnti síðan í morgun að hún stefndi einnig á fyrsta sæti listans. Felur það í sér vantraust á núverandi oddvita? Elín Oddný Sigurðardóttir varaborgarfylltrúi stefnir á oddvitasæti VG í borgarstjórn. Flokkurinn hefur einn kjörinn fulltrúa í dag.aðsend „Nei, allas ekki. Við höfum átt gott samstarf á þessu kjörtímabili. Vinstri græn eru yfirleitt samhent og öflug hreyfing sem er sammála um flest. Kannski ekki alveg allt en mér fannst vera kominn tími til að bjóða fram mína krafta í þágu borgarbúa,“ segir Elín Oddný. Hún hefur gengt ýmsum trúnaðarstörfum innan Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs undanfarin sautján ár. Líf hefur sömuleiðis starfað innan hreyfingarinnar í rúman áratug og verið oddviti flokksins í Reykjavík á yfirstandandi kjörtímabili. Hún telur framboð Elínar Oddnýjar ekki beinast gegn henni sérstaklega. Líf Magneudóttir hefur skipað oddvitasæti VG í borgarstjórn á yfirstandandi kjörtímabili.Vísir/Vilhelm „Og mér finnst það fagnaðarefni að fólk brenni fyrir verkefnunum í borginni. Af því að þau eru gríðarlega mörg og fylgi hjartanu. Þannig að ég fagna bara öllum framboðum,“ segir Líf. Elín Oddný segist mest hafa sinnt velferðar- húsnæðis- og skólamálum á kjörtímabilinu sem er að líða og finnst að vinstra fólk eigi að setja þau mál á oddinn fyrir komandi kosningar. Þau mál séu vissulega komin vel á veg í núverandi meirihlutasamstarfi. „En það eru ennþá biðlistar eftir húsnæði og fólk sem býr við fátækt. Börn sem búa á heimilum þar sem er skortur. Sveitarfélag eins og Reykjavík á að leggja allt sitt að mörkum til að útrýma slíku,“ segir Elín Oddný. Líf segist hafa farið fyrir loftslagsmálum í borginni. Þau skipti miklu máli og hafi áhrif á allt samfélagið og umhverfið, skipulagsmálin og hvernig byggt væri upp í borginni. „Undir minni forystu var gerð mjög stórtæk og yfirgripsmikil áætlun í loftslagsmálum. Ég ætla að halda áfram að beita mér fyrir því og umhverfismálum í víðu samhengi." Hvað með velferðarmálin? „ Þau eru gríðarlega mikilvæg. Ég vil sjá meira gert í málefnum fatlaðs fólks og NPA. Þannig að þar þarf líka heldur betur að taka til hendinni," segirLíf Magneudóttir.
Vinstri græn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Tengdar fréttir Elín Oddný skorar Líf á hólm Elín Oddný Sigurðardóttir, varaborgarfulltrúi í Reykjavík, hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sæti í forvali Vinstri grænna í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosninga. 19. janúar 2022 08:01 Vinstri græn efna til forvals um þrjú efstu sætin Vinstri græn hafa ákveðið að efna til forvals um þrjú efstu sætin á lista flokksins fyrir borgarstjórnarkostningarnar í vor. Þetta var ákveðið á félagsfundi VG í gærkvöldi. 18. janúar 2022 10:11 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Fleiri fréttir Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins Sjá meira
Elín Oddný skorar Líf á hólm Elín Oddný Sigurðardóttir, varaborgarfulltrúi í Reykjavík, hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sæti í forvali Vinstri grænna í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosninga. 19. janúar 2022 08:01
Vinstri græn efna til forvals um þrjú efstu sætin Vinstri græn hafa ákveðið að efna til forvals um þrjú efstu sætin á lista flokksins fyrir borgarstjórnarkostningarnar í vor. Þetta var ákveðið á félagsfundi VG í gærkvöldi. 18. janúar 2022 10:11