Alvotech eykur hlutafé meira en áður hafði verið ákveðið Atli Ísleifsson skrifar 19. janúar 2022 07:43 Róbert Wessman er stjórnarformaður og stofnandi Alvotech. Alvotech Íslenska líftæknilyfjafyrirtækið Alvotech og sérhæfða yfirtökufélagið (e. SPAC) Oaktree II tilkynntu í gær um fjárfestar hafi óskað eftir að skrá sig fyrir 21 milljón Bandaríkjadala til viðbótar í beinni hlutafjáraukningu Oaktree II í lokuðu útboði í tengslum við fyrirhugaða sameiningu fyrirtækjanna. Með þessu er verið að stækka hlutafjáraukninguna en þetta kemur til viðbótar við hlutafjáraukninguna sem tilkynnt var um 7. desember síðastliðinn. Oaktree II er hlutdeildarfélag Oaktree Capital Management, L.P. Sagt er frá þessu í tilkynningu frá Alvotech sem send var á fjölmiðla í gærkvöldi. Hlutafjáraukningin, sem nemur nú samtals um 175 milljónum dala og samanstendur af almennum hlutabréfum að andvirði 10 dala á hlut, er drifin af umframeftirspurn íslenskra fjárfesta fyrir milligöngu Arctica Finance, Arion banka og Landsbankans. „Þessi 21 milljón dala aukning kemur til viðbótar við fjárfestingu annarra leiðandi fjárfesta, en á meðal þeirra eru Suvretta Capital, Athos (fjárfestingafélag Strüngmann-fjölskyldunnar), CVC Capital Partners, Temasek Holdings, Farallon Capital Management og Sculptor Capital Management. Gert er ráð fyrir að sameining fyrirtækjanna skili Alvotech 475 milljónum dala (ef gert er ráð fyrir engum innlausnum). Þetta felur í sér 250 milljóna dala innspýtingu reiðufjár sem kemur úr sjóðum Oaktree II (ef gert er ráð fyrir engum innlausnum), yfir 175 milljónir dala með beinni hlutafjáraukningu (PIPE[1]fjármögnuninni); og 50 milljóna dala frá núverandi hluthöfum sem þeir fjármögnuðu fyrir árslok 2021. Áætlað heildarvirði sameinaðs fyrirtækis er áætlað um 2,25 milljarðar dala,“ segir í tilkynningunni. Samruninn gangi í gegn á fyrri helmingi árs Haft er eftir Róberti Wessman, stjórnarformanni og stofnanda Alvotech, að hlutafjáraukningin sé til marks um þann mikla áhuga sem langtímafjárfestar hafi sýnt félaginu nú þegar unnið sé áfram að sameiningunni við Oaktree II. Gert er ráð fyrir að samruninn gangi í gegn á fyrri helmingi ársins 2022. Alvotech er líftæknilyfjafyrirtæki sem sérhæfir sig í þróun og framleiðslu líftæknihliðstæðulyfja fyrir sjúklinga um allan heim. Alvotech var stofnað árið 2013 og segir að það hafi að markmiði að verða leiðandi í framleiðslu og dreifingu líftæknihliðstæðulyfja um allan heim. Líftækni Tengdar fréttir Alvotech klárar 60 milljarða fjármögnun og fer á markað í Bandaríkjunum Alvotech hyggur á skráningu félagsins í bandarísku kauphöllina en skráningin mun fara fram með sameiningu Alvotech og sérhæfða yfirtökufélagsins (e. SPAC) Oaktree Acquisition Corp. II, sem stýrir eignum að verðmæti 156 milljörðum Bandaríkjadala. Þetta kemur fram í tilkynningu frá íslenska líftæknifyrirtækinu. 7. desember 2021 11:02 Alvotech reiknar með 100 milljarða króna tekjum árið 2025 Áætlanir Alvotech gera ráð fyrir að tekjur fyrirtækisins nemi 800 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði um 105 milljarða króna, á árinu 2025. Þetta kemur fram í fjárfestakynningu sem íslenska líftæknifyrirtækið birti í dag samhliða tilkynningu um samruna við sérhæfða yfirtökufélagið Oaktree Acquisition og skráningu í bandarísku kauphöllina. 7. desember 2021 19:00 Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Með þessu er verið að stækka hlutafjáraukninguna en þetta kemur til viðbótar við hlutafjáraukninguna sem tilkynnt var um 7. desember síðastliðinn. Oaktree II er hlutdeildarfélag Oaktree Capital Management, L.P. Sagt er frá þessu í tilkynningu frá Alvotech sem send var á fjölmiðla í gærkvöldi. Hlutafjáraukningin, sem nemur nú samtals um 175 milljónum dala og samanstendur af almennum hlutabréfum að andvirði 10 dala á hlut, er drifin af umframeftirspurn íslenskra fjárfesta fyrir milligöngu Arctica Finance, Arion banka og Landsbankans. „Þessi 21 milljón dala aukning kemur til viðbótar við fjárfestingu annarra leiðandi fjárfesta, en á meðal þeirra eru Suvretta Capital, Athos (fjárfestingafélag Strüngmann-fjölskyldunnar), CVC Capital Partners, Temasek Holdings, Farallon Capital Management og Sculptor Capital Management. Gert er ráð fyrir að sameining fyrirtækjanna skili Alvotech 475 milljónum dala (ef gert er ráð fyrir engum innlausnum). Þetta felur í sér 250 milljóna dala innspýtingu reiðufjár sem kemur úr sjóðum Oaktree II (ef gert er ráð fyrir engum innlausnum), yfir 175 milljónir dala með beinni hlutafjáraukningu (PIPE[1]fjármögnuninni); og 50 milljóna dala frá núverandi hluthöfum sem þeir fjármögnuðu fyrir árslok 2021. Áætlað heildarvirði sameinaðs fyrirtækis er áætlað um 2,25 milljarðar dala,“ segir í tilkynningunni. Samruninn gangi í gegn á fyrri helmingi árs Haft er eftir Róberti Wessman, stjórnarformanni og stofnanda Alvotech, að hlutafjáraukningin sé til marks um þann mikla áhuga sem langtímafjárfestar hafi sýnt félaginu nú þegar unnið sé áfram að sameiningunni við Oaktree II. Gert er ráð fyrir að samruninn gangi í gegn á fyrri helmingi ársins 2022. Alvotech er líftæknilyfjafyrirtæki sem sérhæfir sig í þróun og framleiðslu líftæknihliðstæðulyfja fyrir sjúklinga um allan heim. Alvotech var stofnað árið 2013 og segir að það hafi að markmiði að verða leiðandi í framleiðslu og dreifingu líftæknihliðstæðulyfja um allan heim.
Líftækni Tengdar fréttir Alvotech klárar 60 milljarða fjármögnun og fer á markað í Bandaríkjunum Alvotech hyggur á skráningu félagsins í bandarísku kauphöllina en skráningin mun fara fram með sameiningu Alvotech og sérhæfða yfirtökufélagsins (e. SPAC) Oaktree Acquisition Corp. II, sem stýrir eignum að verðmæti 156 milljörðum Bandaríkjadala. Þetta kemur fram í tilkynningu frá íslenska líftæknifyrirtækinu. 7. desember 2021 11:02 Alvotech reiknar með 100 milljarða króna tekjum árið 2025 Áætlanir Alvotech gera ráð fyrir að tekjur fyrirtækisins nemi 800 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði um 105 milljarða króna, á árinu 2025. Þetta kemur fram í fjárfestakynningu sem íslenska líftæknifyrirtækið birti í dag samhliða tilkynningu um samruna við sérhæfða yfirtökufélagið Oaktree Acquisition og skráningu í bandarísku kauphöllina. 7. desember 2021 19:00 Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Alvotech klárar 60 milljarða fjármögnun og fer á markað í Bandaríkjunum Alvotech hyggur á skráningu félagsins í bandarísku kauphöllina en skráningin mun fara fram með sameiningu Alvotech og sérhæfða yfirtökufélagsins (e. SPAC) Oaktree Acquisition Corp. II, sem stýrir eignum að verðmæti 156 milljörðum Bandaríkjadala. Þetta kemur fram í tilkynningu frá íslenska líftæknifyrirtækinu. 7. desember 2021 11:02
Alvotech reiknar með 100 milljarða króna tekjum árið 2025 Áætlanir Alvotech gera ráð fyrir að tekjur fyrirtækisins nemi 800 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði um 105 milljarða króna, á árinu 2025. Þetta kemur fram í fjárfestakynningu sem íslenska líftæknifyrirtækið birti í dag samhliða tilkynningu um samruna við sérhæfða yfirtökufélagið Oaktree Acquisition og skráningu í bandarísku kauphöllina. 7. desember 2021 19:00