Í skyndiferð til Úkraínu til að sýna stuðning Samúel Karl Ólason skrifar 18. janúar 2022 17:06 Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. AP/Andrew Harnik Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, mun fara til Úkraínu á morgun. Þar mun hann hitta Volodímír Selenskí, forseta Úkraínu, og ræða við hann um spennuna á landamærum Úkraínu annars vegar og Rússlands og Hvíta-Rússlands hins vegar. Viðræður milli Rússa og vesturveldanna svokölluðu hafa ekki áorkað öðru en að auka á áhyggjur af mögulegri innrás Rússa inn í Úkraínu vegna aukinna áhrifa vestursins þar í landi og mögulegri framtíðarinngöngu ríkisins í Atlantshafsbandalagið. Í kjölfar þess stendur til að Blinken fari til Berlínar, þar sem hann mun hitta utanríkisráðherra Þýskalands, Bretlands og Frakklands og ræða stöðuna, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Ríkisstjórn Vladimírs Pútin, forseta Rússlands, hefur sent um hundrað þúsund hermenn að landamærum Úkraínu á undanförnum vikum. Bandaríkjamenn vöruðu í síðustu viku við því að Rússar hefðu sent hermenn til austurhluta Úkraínu, þar sem aðskilnaðarsinnar sem Rússar styðja fara með stjórn. Ráðamenn í Bandaríkjunum sögðust búa yfir upplýsingum um að þessir hermenn gætu reynt að falsa tilefni til inngrips Rússa í Úkraínu og mögulegrar innrásar, taki Pútín ákvörðun um það. Sjá einnig: Segja Rússa undirbúa fölsun tilefnis til árásar Rússar hafa einnig sent hersveitir inn í Hvíta-Rússland þar sem heræfingar eiga að fara fram. Með því eru Rússar nú með hersveitir nánast hringinn í kringum Úkraínu. Með hermenn við landamæri Rússlands og Úkraínu, við landamæri Hvíta-Rússlands og Úkraínu og suður af Úkraínu á Krímskaga, sem Rússar innlimuðu í innrás árið 2014. Rússar krefjast þess að Úkraínu yrði meinaður aðgangur að NATO og að bandalagið myndi flytja alla sína hermenn og búnað úr þeim ríkjum sem gengu til liðs við það eftir 1997. Þar á meðal eru Pólland og Eystrasaltsríkin, sem hafa varað við því að Rússar vilji auka umsvif sín á svæðinu og draga úr fullveldi þeirra. Forsvarsmenn Atlantshafsbandalagsins hafa sagt að ekki komi til greina að verða við þessum kröfum. Það sé eitt af grunngildum NATO að hvaða ríki sem er geti sótt um og það sé svo aðildarríkja bandalagsins að taka umsóknir til skoðunar. Á sama tíma þvertaka Rússar fyrir það að ríki NATO komist upp með að krefjast þess að Rússar fjarlægi hermenn sína frá landamærum Úkraínu. Það gera þeir á þeim grundvelli að hermennirnir séu innan landamæra Rússlands og NATO hafi ekkert um stöðu þeirra að segja. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði þetta síðast í dag og við Annalenu Baerbock, utanríkisráðherra Þýskalands. „Við útskýrðum að við getum ekki sætt okkur við einhverjar kröfur sem tengjast aðgerðum herafla okkar innan okkar eigin landamæra,“ hefur Tass fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, eftir Lavrov frá blaðamannafundi í dag. Þá sakaði Lavrov NATO-ríkin um tvískinnung varðandi það að krefjast flutnings hermanna Rússlands á sama tíma og NATO neitaði að fjarlægja hermenn sína úr Austur-Evrópu. Úkraína Bandaríkin Rússland Hvíta-Rússland NATO Hernaður Tengdar fréttir Rússneskar hersveitir komnar inn í Hvíta-Rússland Spennan í Austur-Evrópu fer nú vaxandi dag frá degi en rússneskar hersveitir eru nú komnar inn í Hvíta-Rússland þar sem til stendur, að sögn Rússa, að hafa heræfingu með Hvít-Rússum við landamæri Úkraínu. 18. janúar 2022 07:04 Senda hermenn og skriðdreka til Gotlands Yfirvöld í Svíþjóð hafa ákveðið að fjölga hermönnum og vopnum á Gotlandi í Eystrasaltshafi. Ástæðan er sögð vera versnandi öryggisástand á svæðinu sem að miklu leyti má rekja til mögulegrar innrásar Rússa í Úkraínu. 17. janúar 2022 13:00 Tölvuþrjótar komu ógnandi skilaboðum fyrir í umfangsmikilli netárás Fjölmargar opinberar vefsíður úkraínskra yfirvalda urðu fórnarlömb umfangsmiklar tölvuárásar, sem einnig beindist að vefsíðum sendiráða ríkisins. 14. janúar 2022 08:47 Viðræður strand og Rússar skoða hernaðaraðgerðir Zbigniew Rau, utanríkisráðherra Póllands, varaði við því í dag að hætta væri á stríði í Evrópu. Viðræður milli Bandaríkjamanna, Atlantshafsbandalagsins og Rússa um spennuna við landamæri Rússlands og Úkraínu hafa engum árangri skilað og Rússar segjast vera að skoða mögulegar hernaðaraðgerðir. 13. janúar 2022 23:08 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Sjá meira
Viðræður milli Rússa og vesturveldanna svokölluðu hafa ekki áorkað öðru en að auka á áhyggjur af mögulegri innrás Rússa inn í Úkraínu vegna aukinna áhrifa vestursins þar í landi og mögulegri framtíðarinngöngu ríkisins í Atlantshafsbandalagið. Í kjölfar þess stendur til að Blinken fari til Berlínar, þar sem hann mun hitta utanríkisráðherra Þýskalands, Bretlands og Frakklands og ræða stöðuna, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Ríkisstjórn Vladimírs Pútin, forseta Rússlands, hefur sent um hundrað þúsund hermenn að landamærum Úkraínu á undanförnum vikum. Bandaríkjamenn vöruðu í síðustu viku við því að Rússar hefðu sent hermenn til austurhluta Úkraínu, þar sem aðskilnaðarsinnar sem Rússar styðja fara með stjórn. Ráðamenn í Bandaríkjunum sögðust búa yfir upplýsingum um að þessir hermenn gætu reynt að falsa tilefni til inngrips Rússa í Úkraínu og mögulegrar innrásar, taki Pútín ákvörðun um það. Sjá einnig: Segja Rússa undirbúa fölsun tilefnis til árásar Rússar hafa einnig sent hersveitir inn í Hvíta-Rússland þar sem heræfingar eiga að fara fram. Með því eru Rússar nú með hersveitir nánast hringinn í kringum Úkraínu. Með hermenn við landamæri Rússlands og Úkraínu, við landamæri Hvíta-Rússlands og Úkraínu og suður af Úkraínu á Krímskaga, sem Rússar innlimuðu í innrás árið 2014. Rússar krefjast þess að Úkraínu yrði meinaður aðgangur að NATO og að bandalagið myndi flytja alla sína hermenn og búnað úr þeim ríkjum sem gengu til liðs við það eftir 1997. Þar á meðal eru Pólland og Eystrasaltsríkin, sem hafa varað við því að Rússar vilji auka umsvif sín á svæðinu og draga úr fullveldi þeirra. Forsvarsmenn Atlantshafsbandalagsins hafa sagt að ekki komi til greina að verða við þessum kröfum. Það sé eitt af grunngildum NATO að hvaða ríki sem er geti sótt um og það sé svo aðildarríkja bandalagsins að taka umsóknir til skoðunar. Á sama tíma þvertaka Rússar fyrir það að ríki NATO komist upp með að krefjast þess að Rússar fjarlægi hermenn sína frá landamærum Úkraínu. Það gera þeir á þeim grundvelli að hermennirnir séu innan landamæra Rússlands og NATO hafi ekkert um stöðu þeirra að segja. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði þetta síðast í dag og við Annalenu Baerbock, utanríkisráðherra Þýskalands. „Við útskýrðum að við getum ekki sætt okkur við einhverjar kröfur sem tengjast aðgerðum herafla okkar innan okkar eigin landamæra,“ hefur Tass fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, eftir Lavrov frá blaðamannafundi í dag. Þá sakaði Lavrov NATO-ríkin um tvískinnung varðandi það að krefjast flutnings hermanna Rússlands á sama tíma og NATO neitaði að fjarlægja hermenn sína úr Austur-Evrópu.
Úkraína Bandaríkin Rússland Hvíta-Rússland NATO Hernaður Tengdar fréttir Rússneskar hersveitir komnar inn í Hvíta-Rússland Spennan í Austur-Evrópu fer nú vaxandi dag frá degi en rússneskar hersveitir eru nú komnar inn í Hvíta-Rússland þar sem til stendur, að sögn Rússa, að hafa heræfingu með Hvít-Rússum við landamæri Úkraínu. 18. janúar 2022 07:04 Senda hermenn og skriðdreka til Gotlands Yfirvöld í Svíþjóð hafa ákveðið að fjölga hermönnum og vopnum á Gotlandi í Eystrasaltshafi. Ástæðan er sögð vera versnandi öryggisástand á svæðinu sem að miklu leyti má rekja til mögulegrar innrásar Rússa í Úkraínu. 17. janúar 2022 13:00 Tölvuþrjótar komu ógnandi skilaboðum fyrir í umfangsmikilli netárás Fjölmargar opinberar vefsíður úkraínskra yfirvalda urðu fórnarlömb umfangsmiklar tölvuárásar, sem einnig beindist að vefsíðum sendiráða ríkisins. 14. janúar 2022 08:47 Viðræður strand og Rússar skoða hernaðaraðgerðir Zbigniew Rau, utanríkisráðherra Póllands, varaði við því í dag að hætta væri á stríði í Evrópu. Viðræður milli Bandaríkjamanna, Atlantshafsbandalagsins og Rússa um spennuna við landamæri Rússlands og Úkraínu hafa engum árangri skilað og Rússar segjast vera að skoða mögulegar hernaðaraðgerðir. 13. janúar 2022 23:08 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Sjá meira
Rússneskar hersveitir komnar inn í Hvíta-Rússland Spennan í Austur-Evrópu fer nú vaxandi dag frá degi en rússneskar hersveitir eru nú komnar inn í Hvíta-Rússland þar sem til stendur, að sögn Rússa, að hafa heræfingu með Hvít-Rússum við landamæri Úkraínu. 18. janúar 2022 07:04
Senda hermenn og skriðdreka til Gotlands Yfirvöld í Svíþjóð hafa ákveðið að fjölga hermönnum og vopnum á Gotlandi í Eystrasaltshafi. Ástæðan er sögð vera versnandi öryggisástand á svæðinu sem að miklu leyti má rekja til mögulegrar innrásar Rússa í Úkraínu. 17. janúar 2022 13:00
Tölvuþrjótar komu ógnandi skilaboðum fyrir í umfangsmikilli netárás Fjölmargar opinberar vefsíður úkraínskra yfirvalda urðu fórnarlömb umfangsmiklar tölvuárásar, sem einnig beindist að vefsíðum sendiráða ríkisins. 14. janúar 2022 08:47
Viðræður strand og Rússar skoða hernaðaraðgerðir Zbigniew Rau, utanríkisráðherra Póllands, varaði við því í dag að hætta væri á stríði í Evrópu. Viðræður milli Bandaríkjamanna, Atlantshafsbandalagsins og Rússa um spennuna við landamæri Rússlands og Úkraínu hafa engum árangri skilað og Rússar segjast vera að skoða mögulegar hernaðaraðgerðir. 13. janúar 2022 23:08