Einnig verður rætt við sóttvarnalækni en um fjórtánhundruð manns greindust með veiruna í gær og þar af var uppundir helmingur undir sextán ára aldri.
Einnig er rætt við fyrrverandi umhverfisráðherra sem segir að vonandi verði hægt að læra af úrskurði ESA, eftirlitsstofnunar EES-samningsins, sem segir íslenska ríkið hafa brotið átta greinar í reglum EES þegar lögum um fiskeldi var breytt.