„Það er alltaf markmiðið að komast inn í úrslitakeppnina“ Atli Arason skrifar 17. janúar 2022 21:55 Jordan Semple Vilhelm Jordan Semple, leikmaður ÍR, var besti leikmaður vallarins í 88-77 sigri ÍR á Stjörnunni í kvöld. Jordan var sérstaklega öflugur þegar mest á reyndi á lokamínútum leiksins. Úr stöðunni 78-76 kom Jordan að öllum stigum ÍR, 2 stoðsendingar, 6 stig, 3 fráköst og tveir stolnir boltar á síðustu fjórum mínútum leiksins. „Ég spilaði ágætlega. Við hreyfðum boltann vel í fyrri hálfleik en undir lok leiksins þá opnaðist smá pláss fyrir mig og þá tókst mér að fá nokkrar auðveld skot. Við spiluðum samt allir vel í dag en við misstum út byrjunarliðsmann rétt fyrir leik og þá stigu aðrir leikmenn upp,“ sagði Jordan í viðtali við Vísi eftir leik og átti þá við Sigvalda Eggertsson sem missti af leiknum vegna sóttkvíar. ÍR leiddi leikin lengst af áður en Stjarnan náði forustunni af þeim í fjórða leikhluta. „Við héldum okkur inn í leiknum. Við náðum miklu forskoti í fyrri hálfleik, alveg eins og í síðasta leik gegn Vestra. Svo komu þeir til baka og náðu forskotinu en við sýndum mikinn karakter þar sem við létum það ekki á okkur fá og héldum áfram að spila og enduðum á því að vinna leikinn.“ Stjarnan er með verstu þriggja stiga nýtinguna í deildinni en þeir hittu vel í kvöld og enduðu leikinn með 41% þriggja stiga nýtingu. „Þeir voru að hitta úr erfiðum skotum. Við vorum ekki að spila lélega vörn heldur voru þeir að hitta úr fáránlegum þriggja stiga skotum. Samkvæmt okkar leikgreiningu á þeim þá ætluðum við að leyfa þeim að taka þriggja stiga skot en þeir voru að hitta úr skotunum sama hvað við gerðum, þrátt fyrir að við vorum með höndina í andlitinu á þeim.“ Það kom ÍR-ingum í opna skjöldu hvað gestirnir úr Garðabænum hittu vel fyrir utan þriggja stiga línuna. „Já það kom okkur á óvart en svona er körfubolti. Þú verður að spila leikinn þrátt fyrir það sem tölfræðin segir. Þeir fóru að hitta úr þessum skotum en þá verður maður bara að aðlagast. Við vissum samt að hvert einasta skot myndi ekki fara ofan í körfuna og þegar skot fór ekki ofan í þá þurftum við bara að vera tilbúnir að ná frákastinu og ná góðri sókn á þá á móti.“ Með sigrinum fer ÍR upp í 8 stig og jafnar Breiðablik af stigum en ÍR á næst leik gegn Blikum og eftir að hafa verið í fallsæti fyrir leikinn í kvöld þá geta Jordan og ÍR-ingar allt í einu leyft sér að dreyma um sæti í úrslitakeppninni. „Það er alltaf markmiðið að komast inn í úrslitakeppnina. Við erum nánast búnir að fá nýtt lið. Nýr þjálfar og nýir leikmenn. Markmiðið okkar er að sýna hvað ÍR stendur fyrir og koma liðinu aftur á þann stall sem það á heima. Einhverjir eru búnir að afskrifa okkur en það skiptir engu máli fyrir okkur. Við munum bara halda áfram,“ sagði Jordan Semple, leikmaður ÍR, að endingu. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Subway-deild karla Körfubolti Íslenski körfuboltinn ÍR Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Fleiri fréttir Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Sjá meira
Úr stöðunni 78-76 kom Jordan að öllum stigum ÍR, 2 stoðsendingar, 6 stig, 3 fráköst og tveir stolnir boltar á síðustu fjórum mínútum leiksins. „Ég spilaði ágætlega. Við hreyfðum boltann vel í fyrri hálfleik en undir lok leiksins þá opnaðist smá pláss fyrir mig og þá tókst mér að fá nokkrar auðveld skot. Við spiluðum samt allir vel í dag en við misstum út byrjunarliðsmann rétt fyrir leik og þá stigu aðrir leikmenn upp,“ sagði Jordan í viðtali við Vísi eftir leik og átti þá við Sigvalda Eggertsson sem missti af leiknum vegna sóttkvíar. ÍR leiddi leikin lengst af áður en Stjarnan náði forustunni af þeim í fjórða leikhluta. „Við héldum okkur inn í leiknum. Við náðum miklu forskoti í fyrri hálfleik, alveg eins og í síðasta leik gegn Vestra. Svo komu þeir til baka og náðu forskotinu en við sýndum mikinn karakter þar sem við létum það ekki á okkur fá og héldum áfram að spila og enduðum á því að vinna leikinn.“ Stjarnan er með verstu þriggja stiga nýtinguna í deildinni en þeir hittu vel í kvöld og enduðu leikinn með 41% þriggja stiga nýtingu. „Þeir voru að hitta úr erfiðum skotum. Við vorum ekki að spila lélega vörn heldur voru þeir að hitta úr fáránlegum þriggja stiga skotum. Samkvæmt okkar leikgreiningu á þeim þá ætluðum við að leyfa þeim að taka þriggja stiga skot en þeir voru að hitta úr skotunum sama hvað við gerðum, þrátt fyrir að við vorum með höndina í andlitinu á þeim.“ Það kom ÍR-ingum í opna skjöldu hvað gestirnir úr Garðabænum hittu vel fyrir utan þriggja stiga línuna. „Já það kom okkur á óvart en svona er körfubolti. Þú verður að spila leikinn þrátt fyrir það sem tölfræðin segir. Þeir fóru að hitta úr þessum skotum en þá verður maður bara að aðlagast. Við vissum samt að hvert einasta skot myndi ekki fara ofan í körfuna og þegar skot fór ekki ofan í þá þurftum við bara að vera tilbúnir að ná frákastinu og ná góðri sókn á þá á móti.“ Með sigrinum fer ÍR upp í 8 stig og jafnar Breiðablik af stigum en ÍR á næst leik gegn Blikum og eftir að hafa verið í fallsæti fyrir leikinn í kvöld þá geta Jordan og ÍR-ingar allt í einu leyft sér að dreyma um sæti í úrslitakeppninni. „Það er alltaf markmiðið að komast inn í úrslitakeppnina. Við erum nánast búnir að fá nýtt lið. Nýr þjálfar og nýir leikmenn. Markmiðið okkar er að sýna hvað ÍR stendur fyrir og koma liðinu aftur á þann stall sem það á heima. Einhverjir eru búnir að afskrifa okkur en það skiptir engu máli fyrir okkur. Við munum bara halda áfram,“ sagði Jordan Semple, leikmaður ÍR, að endingu. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deild karla Körfubolti Íslenski körfuboltinn ÍR Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Fleiri fréttir Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Sjá meira