Handbolti

Spánn og Rúss­land með fullt hús stiga í milli­riðla

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Agustin Casado Marcelo fór mikinn í kvöld.
Agustin Casado Marcelo fór mikinn í kvöld. EPA-EFE/MARTIN DIVISEK

Fjórum af átta leikjum dagsins á EM karla í handbolta er nú lokið. Spánverjar og Rússar fara með fullt hús stiga í milliriðil.

Svartfjallaland og Slóvenía 32-32 jafntefli í A-riðli. Svartfjallaland er í 2. sæti með fjögur stig og fer áfram líkt og Danmörk sem trónir á toppi riðilsins.

Í C-riðli mættust Króatía og Úkraína. Það var aldrei spurning hvorum megin sigurinn myndi lenda en Króatar kafsigldu Úkraínumenn frá upphafi til enda, lokatölur 38-25. Ivan Martinovic og Marin Šipic voru markahæstir með sjö mörk hvor í liði Króatíu.

Í E-riðli tóku Spánverjar á móti Bosníu & Hersegóvínu. Spánverjar höfðu unnið báða sína leiki til þessa á meðan Bosnía og Hersegóvína hafði tapað báðum sínum. Það kom því verulega á óvart að Spánn skyldi vera tveimur mörkum undir í hálfleik en þeir sneru taflinu við í síðari hálfleik, lokatölur 28-24. Agustín Casado Marcelo var markahæstur í spænska liðinu með sjö mörk.

Í F-riðli lentu Rússar ekki í neinum vandræðum með Slóvaka og unnu sannfærandi 9 marka sigur, lokatölur 36-27 Rússum í vil. Sergei Mark Kosorotov var markahæstur í rússneska liðinu með sjö mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×