Yngstu börnin sleppa við að fá pinna upp í nefið Fanndís Birna Logadóttir skrifar 17. janúar 2022 15:22 Breytingin tekur gildi á morgun. Vísir/Vilhelm Í ljósi þess hversu mörg börn eru nú að mæta í sýnatökur hefur verið ákveðið að taka megi PCR-sýni hjá börnum yngri en átta ára með munnstroku. Forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að ástæðan fyrir breytingunni sé fyrst og fremst að bæta upplifun barnanna en einnig til að stytta tímann sem það tekur að taka sýni. Frá og með morgundeginum verður hægt að taka PCR sýni úr börnum átta ára og yngri með munnstroku en þetta var ákveðið á fundi sóttvarnalæknis og heilsugæslunnar í dag. Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að breytingin hafi verið gerð til að bæta upplifun barnanna. „Ástæðan er fyrst og fremst sú að það hefur reynst börnum erfitt, sérstaklega yngri, að taka svona PCR sýni. Þetta hefur valdið vanlíðan og börnin hafa verið ósátt við þetta, þannig þetta er meðal annars til að bæta umhverfið við sýnatökur hjá börnunum,“ segir Óskar. Þannig komast börnin hjá því að fá pinna upp í nefið, sem hefur reynst mörgum erfitt. „Það er strokið úr kinnum og stundum aftan í háls ef að það gengur, annars er þetta hálfgert munnvatnssýni þar sem þú strýkur munnvatni af kinnunum og nærð þannig veirunni til þess að taka PCR próf,“ segir Óskar. Hann segir ákvörðunina hafa verið tekna að vel ígrunduðu máli. Þar sem PCR-prófun eru besta mögulega rannsóknaraðferðin var metið ásættanlegt miðað við stöðuna í dag að taka sýni með þessum hætti hjá yngsta hópnum. Fjöldi barna sem hefur þurft að fara í sýnatökur hefur aukist töluvert undanfarna daga og segir Óskar að oft séu allt upp í tvö þúsund börn á þessum aldri sem koma í sýnatöku bara á Suðurlandsbrautinni. „Við erum allt upp undir fimm sinnum lengur að taka sýni úr þessum yngri börnum heldur en fullorðnum þannig það eru ákveðnir erfiðleikar fólgnir í því gagnvart börnunum sjálfum og þess vegna er þessi ákvörðun tekin,“ segir Óskar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Heilsugæsla Tengdar fréttir Nýjar hæðir í sýnatökum Heilsugæslan er komin yfir þolmörk þegar kemur að sýnatöku vegna kórónuveirunnar að sögn framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Búist er við miklu álagi á morgun þegar yfir 900 börn mæta í sýnatöku en til skoðunar er að lengja opnunartíma. 14. janúar 2022 11:54 „Mjög mikilvægt að það sé búið að börnum eins vel og við mögulega getum“ Umboðsmaður barna hefur beint því til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja að gera úrbætur þegar kemur að sýnatökum barna, meðal annars með tilliti til umhverfis og samskipta. Umboðsmaður barna segir mikilvægt að búa sérstaklega að börnum nú þegar mörg þeirra eru að mæta í sýnatökur. 13. janúar 2022 14:35 1.080 greindust með kórónuveiruna innanlands 1.080 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 114 á landamærum. 17. janúar 2022 10:45 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Sjá meira
Frá og með morgundeginum verður hægt að taka PCR sýni úr börnum átta ára og yngri með munnstroku en þetta var ákveðið á fundi sóttvarnalæknis og heilsugæslunnar í dag. Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að breytingin hafi verið gerð til að bæta upplifun barnanna. „Ástæðan er fyrst og fremst sú að það hefur reynst börnum erfitt, sérstaklega yngri, að taka svona PCR sýni. Þetta hefur valdið vanlíðan og börnin hafa verið ósátt við þetta, þannig þetta er meðal annars til að bæta umhverfið við sýnatökur hjá börnunum,“ segir Óskar. Þannig komast börnin hjá því að fá pinna upp í nefið, sem hefur reynst mörgum erfitt. „Það er strokið úr kinnum og stundum aftan í háls ef að það gengur, annars er þetta hálfgert munnvatnssýni þar sem þú strýkur munnvatni af kinnunum og nærð þannig veirunni til þess að taka PCR próf,“ segir Óskar. Hann segir ákvörðunina hafa verið tekna að vel ígrunduðu máli. Þar sem PCR-prófun eru besta mögulega rannsóknaraðferðin var metið ásættanlegt miðað við stöðuna í dag að taka sýni með þessum hætti hjá yngsta hópnum. Fjöldi barna sem hefur þurft að fara í sýnatökur hefur aukist töluvert undanfarna daga og segir Óskar að oft séu allt upp í tvö þúsund börn á þessum aldri sem koma í sýnatöku bara á Suðurlandsbrautinni. „Við erum allt upp undir fimm sinnum lengur að taka sýni úr þessum yngri börnum heldur en fullorðnum þannig það eru ákveðnir erfiðleikar fólgnir í því gagnvart börnunum sjálfum og þess vegna er þessi ákvörðun tekin,“ segir Óskar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Heilsugæsla Tengdar fréttir Nýjar hæðir í sýnatökum Heilsugæslan er komin yfir þolmörk þegar kemur að sýnatöku vegna kórónuveirunnar að sögn framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Búist er við miklu álagi á morgun þegar yfir 900 börn mæta í sýnatöku en til skoðunar er að lengja opnunartíma. 14. janúar 2022 11:54 „Mjög mikilvægt að það sé búið að börnum eins vel og við mögulega getum“ Umboðsmaður barna hefur beint því til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja að gera úrbætur þegar kemur að sýnatökum barna, meðal annars með tilliti til umhverfis og samskipta. Umboðsmaður barna segir mikilvægt að búa sérstaklega að börnum nú þegar mörg þeirra eru að mæta í sýnatökur. 13. janúar 2022 14:35 1.080 greindust með kórónuveiruna innanlands 1.080 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 114 á landamærum. 17. janúar 2022 10:45 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Sjá meira
Nýjar hæðir í sýnatökum Heilsugæslan er komin yfir þolmörk þegar kemur að sýnatöku vegna kórónuveirunnar að sögn framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Búist er við miklu álagi á morgun þegar yfir 900 börn mæta í sýnatöku en til skoðunar er að lengja opnunartíma. 14. janúar 2022 11:54
„Mjög mikilvægt að það sé búið að börnum eins vel og við mögulega getum“ Umboðsmaður barna hefur beint því til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja að gera úrbætur þegar kemur að sýnatökum barna, meðal annars með tilliti til umhverfis og samskipta. Umboðsmaður barna segir mikilvægt að búa sérstaklega að börnum nú þegar mörg þeirra eru að mæta í sýnatökur. 13. janúar 2022 14:35
1.080 greindust með kórónuveiruna innanlands 1.080 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 114 á landamærum. 17. janúar 2022 10:45