Senda hermenn og skriðdreka til Gotlands Samúel Karl Ólason skrifar 17. janúar 2022 13:00 Hermenn aka skriðdreka um götur Gotlands. EPA/Karl Melande Yfirvöld í Svíþjóð hafa ákveðið að fjölga hermönnum og vopnum á Gotlandi í Eystrasaltshafi. Ástæðan er sögð vera versnandi öryggisástand á svæðinu sem að miklu leyti má rekja til mögulegrar innrásar Rússa í Úkraínu. Þá sendu Rússar nýverið nokkur skip inn í Eystrasaltshafið en þau eru sérhönnuð til að flytja hermenn. SVT sagði frá því í morgun að verið væri að sigla þessum skipum frá svæðinu. Michael Claesson, einn yfirmanna sænska hersins, sagði í viðtali í morgun að Svíar vildu vera viðbúnir öllu og með mannafla á mikilvægustu svæðum landsins. Gotland væri eitt þeirra. Sjá einnig: Segja Rússa undirbúa fölsun tilefnis til árásar Peter Hultqvist, varnarmálaráðherra Svíþjóðar, sagði um helgina að Svíar mættu ekki vera barnalegir og að ekki væri hægt að útiloka árás á landið. Sænski herinn hefur aukið viðveru sína verulega á Gotlandi um helgina.EPA/KARL MELANDER „Svíþjóð verður ekki gripin í bólinu ef eitthvað gerist. Það er mikilvægt að sýna að við tökum ástandinu alvarlega,“ hefur FT eftir Hultqvist frá því um helgina. Miðillinn segir Svía hafa aukið fjárútlát sín til varnarmála talsvert á undanförnum árum. Svíar eru ekki í Atlantshafsbandalaginu en Eystrasaltslöndin þrjú, Eistlandi, Lettland og Lithaáen eru það og þau hafa hvatt Svía til að auka hernaðarviðveru þeirra á Gotlandi. Eins og bent er á í frétt VG er eyjan mjög mikilvæg vörnum Eystrasaltsríkjanna. Ef ske kynni að stríð brytist út í Eistlandi, Lettlandi og Litháaen væri hægt að koma loftvörnum og flugvélum fyrir á Gotlandi sem myndu nýtast þar. Svíar og Bandaríkjamenn héldu umfangsmiklar heræfingar árið 2017 en þær fólust meðal annars í því að verjast gegn ímyndaðri árás á Gotland. Óhefðbundið umferðaröngþveiti á Gotlandi.EPA/Karl Melander Svíþjóð Hernaður NATO Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Sjá meira
Þá sendu Rússar nýverið nokkur skip inn í Eystrasaltshafið en þau eru sérhönnuð til að flytja hermenn. SVT sagði frá því í morgun að verið væri að sigla þessum skipum frá svæðinu. Michael Claesson, einn yfirmanna sænska hersins, sagði í viðtali í morgun að Svíar vildu vera viðbúnir öllu og með mannafla á mikilvægustu svæðum landsins. Gotland væri eitt þeirra. Sjá einnig: Segja Rússa undirbúa fölsun tilefnis til árásar Peter Hultqvist, varnarmálaráðherra Svíþjóðar, sagði um helgina að Svíar mættu ekki vera barnalegir og að ekki væri hægt að útiloka árás á landið. Sænski herinn hefur aukið viðveru sína verulega á Gotlandi um helgina.EPA/KARL MELANDER „Svíþjóð verður ekki gripin í bólinu ef eitthvað gerist. Það er mikilvægt að sýna að við tökum ástandinu alvarlega,“ hefur FT eftir Hultqvist frá því um helgina. Miðillinn segir Svía hafa aukið fjárútlát sín til varnarmála talsvert á undanförnum árum. Svíar eru ekki í Atlantshafsbandalaginu en Eystrasaltslöndin þrjú, Eistlandi, Lettland og Lithaáen eru það og þau hafa hvatt Svía til að auka hernaðarviðveru þeirra á Gotlandi. Eins og bent er á í frétt VG er eyjan mjög mikilvæg vörnum Eystrasaltsríkjanna. Ef ske kynni að stríð brytist út í Eistlandi, Lettlandi og Litháaen væri hægt að koma loftvörnum og flugvélum fyrir á Gotlandi sem myndu nýtast þar. Svíar og Bandaríkjamenn héldu umfangsmiklar heræfingar árið 2017 en þær fólust meðal annars í því að verjast gegn ímyndaðri árás á Gotland. Óhefðbundið umferðaröngþveiti á Gotlandi.EPA/Karl Melander
Svíþjóð Hernaður NATO Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Sjá meira