Senda hermenn og skriðdreka til Gotlands Samúel Karl Ólason skrifar 17. janúar 2022 13:00 Hermenn aka skriðdreka um götur Gotlands. EPA/Karl Melande Yfirvöld í Svíþjóð hafa ákveðið að fjölga hermönnum og vopnum á Gotlandi í Eystrasaltshafi. Ástæðan er sögð vera versnandi öryggisástand á svæðinu sem að miklu leyti má rekja til mögulegrar innrásar Rússa í Úkraínu. Þá sendu Rússar nýverið nokkur skip inn í Eystrasaltshafið en þau eru sérhönnuð til að flytja hermenn. SVT sagði frá því í morgun að verið væri að sigla þessum skipum frá svæðinu. Michael Claesson, einn yfirmanna sænska hersins, sagði í viðtali í morgun að Svíar vildu vera viðbúnir öllu og með mannafla á mikilvægustu svæðum landsins. Gotland væri eitt þeirra. Sjá einnig: Segja Rússa undirbúa fölsun tilefnis til árásar Peter Hultqvist, varnarmálaráðherra Svíþjóðar, sagði um helgina að Svíar mættu ekki vera barnalegir og að ekki væri hægt að útiloka árás á landið. Sænski herinn hefur aukið viðveru sína verulega á Gotlandi um helgina.EPA/KARL MELANDER „Svíþjóð verður ekki gripin í bólinu ef eitthvað gerist. Það er mikilvægt að sýna að við tökum ástandinu alvarlega,“ hefur FT eftir Hultqvist frá því um helgina. Miðillinn segir Svía hafa aukið fjárútlát sín til varnarmála talsvert á undanförnum árum. Svíar eru ekki í Atlantshafsbandalaginu en Eystrasaltslöndin þrjú, Eistlandi, Lettland og Lithaáen eru það og þau hafa hvatt Svía til að auka hernaðarviðveru þeirra á Gotlandi. Eins og bent er á í frétt VG er eyjan mjög mikilvæg vörnum Eystrasaltsríkjanna. Ef ske kynni að stríð brytist út í Eistlandi, Lettlandi og Litháaen væri hægt að koma loftvörnum og flugvélum fyrir á Gotlandi sem myndu nýtast þar. Svíar og Bandaríkjamenn héldu umfangsmiklar heræfingar árið 2017 en þær fólust meðal annars í því að verjast gegn ímyndaðri árás á Gotland. Óhefðbundið umferðaröngþveiti á Gotlandi.EPA/Karl Melander Svíþjóð Hernaður NATO Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Sjá meira
Þá sendu Rússar nýverið nokkur skip inn í Eystrasaltshafið en þau eru sérhönnuð til að flytja hermenn. SVT sagði frá því í morgun að verið væri að sigla þessum skipum frá svæðinu. Michael Claesson, einn yfirmanna sænska hersins, sagði í viðtali í morgun að Svíar vildu vera viðbúnir öllu og með mannafla á mikilvægustu svæðum landsins. Gotland væri eitt þeirra. Sjá einnig: Segja Rússa undirbúa fölsun tilefnis til árásar Peter Hultqvist, varnarmálaráðherra Svíþjóðar, sagði um helgina að Svíar mættu ekki vera barnalegir og að ekki væri hægt að útiloka árás á landið. Sænski herinn hefur aukið viðveru sína verulega á Gotlandi um helgina.EPA/KARL MELANDER „Svíþjóð verður ekki gripin í bólinu ef eitthvað gerist. Það er mikilvægt að sýna að við tökum ástandinu alvarlega,“ hefur FT eftir Hultqvist frá því um helgina. Miðillinn segir Svía hafa aukið fjárútlát sín til varnarmála talsvert á undanförnum árum. Svíar eru ekki í Atlantshafsbandalaginu en Eystrasaltslöndin þrjú, Eistlandi, Lettland og Lithaáen eru það og þau hafa hvatt Svía til að auka hernaðarviðveru þeirra á Gotlandi. Eins og bent er á í frétt VG er eyjan mjög mikilvæg vörnum Eystrasaltsríkjanna. Ef ske kynni að stríð brytist út í Eistlandi, Lettlandi og Litháaen væri hægt að koma loftvörnum og flugvélum fyrir á Gotlandi sem myndu nýtast þar. Svíar og Bandaríkjamenn héldu umfangsmiklar heræfingar árið 2017 en þær fólust meðal annars í því að verjast gegn ímyndaðri árás á Gotland. Óhefðbundið umferðaröngþveiti á Gotlandi.EPA/Karl Melander
Svíþjóð Hernaður NATO Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Sjá meira