Lög til að gera óbólusettum lífið leitt taka gildi á næstu dögum Samúel Karl Ólason skrifar 17. janúar 2022 11:13 Frá franska þinginu í gær. 215 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu í gær og 58 gegn því. EPA/CHRISTOPHE PETIT TESSON Neðri deild franska þingsins samþykkti í gær aðgerðir ríkisstjórnar landsins gegn faraldri Kórónuveirunnar en þar á meðal eru hertar aðgerðir gegn óbólusettu fólki í landinu. Tekinn verður upp bólusetningarpassi og verður óbólusettum meinaður aðgangur að veitingastöðum, leikvöngum, öðrum samkomum og opinberum vettvangi. 215 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu í gær og 58 gegn því. Lögin munu taka gildi á næstu dögum. Nýju aðgerðirnar fela í sér að sextán ára og eldri þurfa bólusetningarvottorð. Þau eru notuð til að komast á alls konar staði og samkomur auk þess sem vottorð þarf fyrir ýmsar almenningssamgöngur og þá sérstaklega fyrir lengri ferðir. Farið er yfir hvað reglurnar fela í sér í samantekt France24. Til að fá vottorð þarf að vera fullbólusettur en í febrúar verður einnig krafist aukaskammts. Reglurnar fela einnig í sér strangar refsingar fyrir það að bera falsað bólusetningarvottorð. Fyrir að vera gómaður með mörg fölsuð vottorð gæti fólk verið dæmt til allt að fimm ára fangelsisvistar og til að greiða 75 þúsund evrur í sekt. Annar valmöguleiki fyrir þá sem verða mögulega gómaðir með falsað bólusetningarvottorð verður að láta bólusetja sig. Þá sleppa þeir við refsingu. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur látið hafa eftir sér að hann vilji gera óbólusettum lífið leitt á næstu vikum og mánuðum. Í viðtali við Le Parisien sagðist hann ekki ætla að hætta fyrr en faraldurinn væri yfirstaðinn. Macron sagði að markmiðið yrði að fá óbólusetta til að fara í bólusetningu. Þessum ummælum forsetans var mótmælt víða í Frakklandi. Mótmæli fóru einnig fram gegn lögunum um helgina en samkvæmt Reuters fréttaveitunni voru þau talsvert umfangsminni en mótmælin um helgina þar áður. Nærri því 78 prósent allra Frakka eru fullbólusettir. Þá hefur smituðum farið hratt fjölgandi á undanförnum dögum og hafa rúmlega 300 þúsund manns greinst smitaðir á milli daga að undanförnu. Alvarlegum veikindum hefur þó farið verulega fækkandi, hlutfallslega og eins og gengur og gerist annars staðar í heiminum vegna ómíkron-afbrigðis Kórónuveirunnar. Frakkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent Fleiri fréttir Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Sjá meira
215 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu í gær og 58 gegn því. Lögin munu taka gildi á næstu dögum. Nýju aðgerðirnar fela í sér að sextán ára og eldri þurfa bólusetningarvottorð. Þau eru notuð til að komast á alls konar staði og samkomur auk þess sem vottorð þarf fyrir ýmsar almenningssamgöngur og þá sérstaklega fyrir lengri ferðir. Farið er yfir hvað reglurnar fela í sér í samantekt France24. Til að fá vottorð þarf að vera fullbólusettur en í febrúar verður einnig krafist aukaskammts. Reglurnar fela einnig í sér strangar refsingar fyrir það að bera falsað bólusetningarvottorð. Fyrir að vera gómaður með mörg fölsuð vottorð gæti fólk verið dæmt til allt að fimm ára fangelsisvistar og til að greiða 75 þúsund evrur í sekt. Annar valmöguleiki fyrir þá sem verða mögulega gómaðir með falsað bólusetningarvottorð verður að láta bólusetja sig. Þá sleppa þeir við refsingu. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur látið hafa eftir sér að hann vilji gera óbólusettum lífið leitt á næstu vikum og mánuðum. Í viðtali við Le Parisien sagðist hann ekki ætla að hætta fyrr en faraldurinn væri yfirstaðinn. Macron sagði að markmiðið yrði að fá óbólusetta til að fara í bólusetningu. Þessum ummælum forsetans var mótmælt víða í Frakklandi. Mótmæli fóru einnig fram gegn lögunum um helgina en samkvæmt Reuters fréttaveitunni voru þau talsvert umfangsminni en mótmælin um helgina þar áður. Nærri því 78 prósent allra Frakka eru fullbólusettir. Þá hefur smituðum farið hratt fjölgandi á undanförnum dögum og hafa rúmlega 300 þúsund manns greinst smitaðir á milli daga að undanförnu. Alvarlegum veikindum hefur þó farið verulega fækkandi, hlutfallslega og eins og gengur og gerist annars staðar í heiminum vegna ómíkron-afbrigðis Kórónuveirunnar.
Frakkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent Fleiri fréttir Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Sjá meira