Vindlar, inniskór og Tekinn á DVD meðal vinninga sem Steindi tók úr geymslunni heima Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. janúar 2022 23:32 Steindi fann Tekinn á DVD í geymslunni heima og ákvað að gefa hann í bingóinu í kvöld. Vísir Í tíu manna samkomubanni getur verið erfitt að skemmta sér þegar krám og skemmtistöðum hefur verið lokað og leikhúsin í biðstöðu. Það var þó nóg um að vera í kvöld en Auðunn Blöndal og Steindi Jr. stjórnuðu nýársbingói FM95BLÖ sem var sýnt í beinni á Vísi og Stöð 2 Vísi. Auðunn og Steindi fóru yfir hvað væri í vændum í kvöldfréttum Stöðvar 2 og fóru á kostum. Steindi byrjaði á því að taka fram að hann vissi ekki mikið um hvað fælist í bingóinu, enda hafi hann aldrei áður stjórnað bingói. Hann sagðist þó stóla á sérfræðiþekkingu Auðunns, sem hafi stjórnað bingói áður. „Þú verður að fara að hætta að tala eins og ég sé með einhverja geggjaða bingóreynslu,“ sagði Auðunn þá og Steindi benti honum á að hann hafi jú, stjórnað bingói einu sinni áður. „Já, en það var ekki í beinni útsendingu fyrir framan allt landið,“ svaraði þá Auðunn. Drengirnir höfðu tryggt bingóþátttakendum frábærum vinningum, allt frá 100 þúsund króna gjafabréfi hjá Icelandair, yfir í úlpu frá 66°N og Samsung síma. Þeir voru þó nokkrir sem voru ekki jafn hefðbundnir. „Ég hélt stundum tombólu sem krakki og þegar kom eitthvað geggjað hirti ég það stundum sjálfur. Ég setti það ekki á tombóluna. Þetta minnti mig á það því mig langar eiginlega að eiga alla vinningana sjálfur,“ sagði Auðunn. „En ég er ekki að fara að gera það.“ Við þetta greip Steindi inn í og sýndi fréttamanni nokkra vinninga sem hann hafði komið með að heiman, fyrir þá sem kannski ekkert ynnu. Vinninga, sem hann hafði fundið við tiltekt í geymslunni. „Ég fór í geymsluna heima og fann Scream 4 á Blueray og Independence Day. Þetta eru svona aukavinningar,“ sagði Steindi og dró svo upp DVD-diskinn Tekinn, samansafn af þáttunum þar sem Auðunn hrekkti fræga einstaklinga með falinni myndavél. „Kostaði hann 500 kall? Djöfulli er það lítið,“ sagði Auðunn áður en Steindi dró upp vindlapakka sem hann hafði keypt á Tenerife fyrir nokkrum árum og inniskó. Hægt er að horfa á bingóið í spilaranum hér að neðan: FM95BLÖ Tengdar fréttir Jóhanna Guðrún flytur Is It True? Tónlistarkonan Jóhanna Guðrún var ein gesta Auðuns Blöndal og Steinþórs Hróars Steinþórssonar í nýársbingói FM95BLÖ, sem var streymt á Vísi og Stöð 2 Vísi í kvöld. 15. janúar 2022 23:12 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Auðunn og Steindi fóru yfir hvað væri í vændum í kvöldfréttum Stöðvar 2 og fóru á kostum. Steindi byrjaði á því að taka fram að hann vissi ekki mikið um hvað fælist í bingóinu, enda hafi hann aldrei áður stjórnað bingói. Hann sagðist þó stóla á sérfræðiþekkingu Auðunns, sem hafi stjórnað bingói áður. „Þú verður að fara að hætta að tala eins og ég sé með einhverja geggjaða bingóreynslu,“ sagði Auðunn þá og Steindi benti honum á að hann hafi jú, stjórnað bingói einu sinni áður. „Já, en það var ekki í beinni útsendingu fyrir framan allt landið,“ svaraði þá Auðunn. Drengirnir höfðu tryggt bingóþátttakendum frábærum vinningum, allt frá 100 þúsund króna gjafabréfi hjá Icelandair, yfir í úlpu frá 66°N og Samsung síma. Þeir voru þó nokkrir sem voru ekki jafn hefðbundnir. „Ég hélt stundum tombólu sem krakki og þegar kom eitthvað geggjað hirti ég það stundum sjálfur. Ég setti það ekki á tombóluna. Þetta minnti mig á það því mig langar eiginlega að eiga alla vinningana sjálfur,“ sagði Auðunn. „En ég er ekki að fara að gera það.“ Við þetta greip Steindi inn í og sýndi fréttamanni nokkra vinninga sem hann hafði komið með að heiman, fyrir þá sem kannski ekkert ynnu. Vinninga, sem hann hafði fundið við tiltekt í geymslunni. „Ég fór í geymsluna heima og fann Scream 4 á Blueray og Independence Day. Þetta eru svona aukavinningar,“ sagði Steindi og dró svo upp DVD-diskinn Tekinn, samansafn af þáttunum þar sem Auðunn hrekkti fræga einstaklinga með falinni myndavél. „Kostaði hann 500 kall? Djöfulli er það lítið,“ sagði Auðunn áður en Steindi dró upp vindlapakka sem hann hafði keypt á Tenerife fyrir nokkrum árum og inniskó. Hægt er að horfa á bingóið í spilaranum hér að neðan:
FM95BLÖ Tengdar fréttir Jóhanna Guðrún flytur Is It True? Tónlistarkonan Jóhanna Guðrún var ein gesta Auðuns Blöndal og Steinþórs Hróars Steinþórssonar í nýársbingói FM95BLÖ, sem var streymt á Vísi og Stöð 2 Vísi í kvöld. 15. janúar 2022 23:12 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Jóhanna Guðrún flytur Is It True? Tónlistarkonan Jóhanna Guðrún var ein gesta Auðuns Blöndal og Steinþórs Hróars Steinþórssonar í nýársbingói FM95BLÖ, sem var streymt á Vísi og Stöð 2 Vísi í kvöld. 15. janúar 2022 23:12