„Morgunljóst að íþróttahreyfingin þarf á enn frekari stuðningi að halda“ Atli Arason skrifar 15. janúar 2022 18:50 Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, hefur kallað eftir stuðningi stjórnvalda við íþróttafélög á Íslandi. Rætt hefur verið um það síðustu daga að hinir ýmsu iðnaðir og atvinnugreinar þurfa á stuðningi að halda frá hinu opinbera vegna takmarkanna en Hannesi finnst eins og íþróttafélög hafi gleymst í þeirri umræðu. „Mér finnst eins og forsætisráðherra hafi gleymt okkur og sérstaklega núna í gær þegar það var verið að ræða hvað væri fram undan, þá var ekki minnst á íþróttahreyfinguna og mér finnst það vera frekar slappt,“ sagði Hannes í viðtali á Ríkisútvarpinu. Tekjutap íþróttafélaganna hefur verið gífurlegt í sóttvarnarráðstöfunum ríkisstjórnarinnar og ljóst er að tekjutapið verður meira í næstu viku þegar algjört áhorfenda bann tekur gildi. Fram að þessu hefur verið leyfi fyrir 200 manns í hólfi með neikvæðu hraðprófi. Fjarfundur stjórnar KKÍ með formönnum allra íþróttafélaga innan sambandsins var haldin í hádeginu í gær en þar kom fram vilji til að halda tímabilinu áfram þrátt fyrir takmarkanir. Hannes kallar þó eftir fjárhagsstuðningi hins opinbera við íþróttafélögin. „Rétt fyrir áramótin þá fundaði ég meðal annars með ráðherra íþróttamála og gerði honum grein fyrir stöðunni. Það var alveg ljóst að íþróttahreyfingin þarf mun meiri stuðning en ríkisstjórnin hefur gert vel og stutt við félögin fyrr í faraldrinum. Núna er það bara þannig að það eru búnar að vera áhorfenda takmarkanir í allan vetur og rauninni undanfarin tvö ár.“ Ekki er sala á aðgöngumiðum í hallirnar það eina sem er að hrjá íþróttafélögin því fyrirtækin í landinu eru einnig að halda að sér höndum vegna tekjutaps þeirra. „Fyrirtækin koma líka minna að stuðningi við félögin. Það er alveg morgunljóst að íþróttahreyfingin þarf á enn frekari stuðningi að halda,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Körfubolti Samkomubann á Íslandi Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport Fleiri fréttir Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Getur varla gengið lengur Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Anton Sveinn og Laufey Rún stálu senunni í Nauthólsvík „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Venus úr leik í Washington „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Sjá meira
„Mér finnst eins og forsætisráðherra hafi gleymt okkur og sérstaklega núna í gær þegar það var verið að ræða hvað væri fram undan, þá var ekki minnst á íþróttahreyfinguna og mér finnst það vera frekar slappt,“ sagði Hannes í viðtali á Ríkisútvarpinu. Tekjutap íþróttafélaganna hefur verið gífurlegt í sóttvarnarráðstöfunum ríkisstjórnarinnar og ljóst er að tekjutapið verður meira í næstu viku þegar algjört áhorfenda bann tekur gildi. Fram að þessu hefur verið leyfi fyrir 200 manns í hólfi með neikvæðu hraðprófi. Fjarfundur stjórnar KKÍ með formönnum allra íþróttafélaga innan sambandsins var haldin í hádeginu í gær en þar kom fram vilji til að halda tímabilinu áfram þrátt fyrir takmarkanir. Hannes kallar þó eftir fjárhagsstuðningi hins opinbera við íþróttafélögin. „Rétt fyrir áramótin þá fundaði ég meðal annars með ráðherra íþróttamála og gerði honum grein fyrir stöðunni. Það var alveg ljóst að íþróttahreyfingin þarf mun meiri stuðning en ríkisstjórnin hefur gert vel og stutt við félögin fyrr í faraldrinum. Núna er það bara þannig að það eru búnar að vera áhorfenda takmarkanir í allan vetur og rauninni undanfarin tvö ár.“ Ekki er sala á aðgöngumiðum í hallirnar það eina sem er að hrjá íþróttafélögin því fyrirtækin í landinu eru einnig að halda að sér höndum vegna tekjutaps þeirra. „Fyrirtækin koma líka minna að stuðningi við félögin. Það er alveg morgunljóst að íþróttahreyfingin þarf á enn frekari stuðningi að halda,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Körfubolti Samkomubann á Íslandi Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport Fleiri fréttir Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Getur varla gengið lengur Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Anton Sveinn og Laufey Rún stálu senunni í Nauthólsvík „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Venus úr leik í Washington „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn